Snilldartaktar Slash í Höllinni Freyr Bjarnason skrifar 8. desember 2014 19:00 Gamla góða efnið stóð upp úr hjá Slash. Vísir/Andri Marinó Tónleikar Slash ásamt Myles Kennedy og The Conspirators Laugardalshöll 6. desember Marga Íslendinga sem hlustuðu á Guns N"Roses á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda dreymdi vafalítið um að sjá hana einhvern tímann á sviði hér á landi, eins og hún var skipuð á þeim tíma. Þeim varð aldrei að ósk sinni en fengu líklega það næstbesta í Höllinni á laugardagskvöld. Guns N"Roses er reyndar enn starfandi með söngvarann Axl Rose einan eftir í kotinu en rokksveitin er ekki svipur hjá sjón. Gítarleikarinn Slash hefur aftur á móti ekki setið auðum höndum, heldur gefið út slatta af plötum, nú síðast með söngvaranum Myles Kennedy og The Conspirators. Á tónleikunum tóku Slash og félagar eigin lög, lög frá sólóferli Slash og svo gömul og góð Guns N"Roses-lög en af lögunum 22 sem hljómuðu voru átta úr smiðju GNR (og reyndar eitt frá Velvet Revolver). Aðdáendur Guns N"Roses voru ekki sviknir því flutningurinn á því efni var mjög góður. Flottur söngur Kennedy (sem minnti mjög á Rose) og magnaður gítarleikur Slash skipti þar höfuðmáli. Lög á borð við Sweet Child O"Mine og lokalagið Paradise City kveiktu í salnum svo um munaði, en önnur lög fengu misgóð viðbrögð. Sum voru þau prýðileg en önnur undir meðallagi. Undir langflestum þeirra hljómaði Guns N"Roses-legur gítarleikur Slash, formúla sem hann sér ekki ástæðu til að breyta mikið. Slash var duglegur við að stíga fremst á sviðið og taka gítarsóló í miðjum lögum á meðan Kennedy dró sig í hlé. Gítarleikarinn var í fínu formi og sýndi og sannaði hvað eftir annað hvers hann er megnugur, þar á meðal í gítarsólói sem virtist engan endi ætla að taka í Guns N"Roses laginu Rocket Queen. Gaman var að heyra strákana eftir uppklapp flytja Immigrant Song eftir Led Zeppelin, „sérstaklega fyrir ykkur“ eins og þeir tilkynntu íslensku áhorfendunum, áður en talið var í hið ódauðlega Paradise City. Þetta voru síðustu tónleikar Slash og félaga á langri tónleikaferð og þakkaði kempan íslensku áhorfendunum kærlega fyrir sig á sama tíma og hann skutlaði gítarnöglum út í salinn skömmu áður en hann hvarf á braut, að sjálfsögðu með svarta hattinn sinn á höfðinu. Freyr BjarnasonNiðurstaða: Skemmtilegir rokktónleikar þar sem gömlu, góðu Guns N"Roses-lögin stóðu upp úr. Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar Slash ásamt Myles Kennedy og The Conspirators Laugardalshöll 6. desember Marga Íslendinga sem hlustuðu á Guns N"Roses á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda dreymdi vafalítið um að sjá hana einhvern tímann á sviði hér á landi, eins og hún var skipuð á þeim tíma. Þeim varð aldrei að ósk sinni en fengu líklega það næstbesta í Höllinni á laugardagskvöld. Guns N"Roses er reyndar enn starfandi með söngvarann Axl Rose einan eftir í kotinu en rokksveitin er ekki svipur hjá sjón. Gítarleikarinn Slash hefur aftur á móti ekki setið auðum höndum, heldur gefið út slatta af plötum, nú síðast með söngvaranum Myles Kennedy og The Conspirators. Á tónleikunum tóku Slash og félagar eigin lög, lög frá sólóferli Slash og svo gömul og góð Guns N"Roses-lög en af lögunum 22 sem hljómuðu voru átta úr smiðju GNR (og reyndar eitt frá Velvet Revolver). Aðdáendur Guns N"Roses voru ekki sviknir því flutningurinn á því efni var mjög góður. Flottur söngur Kennedy (sem minnti mjög á Rose) og magnaður gítarleikur Slash skipti þar höfuðmáli. Lög á borð við Sweet Child O"Mine og lokalagið Paradise City kveiktu í salnum svo um munaði, en önnur lög fengu misgóð viðbrögð. Sum voru þau prýðileg en önnur undir meðallagi. Undir langflestum þeirra hljómaði Guns N"Roses-legur gítarleikur Slash, formúla sem hann sér ekki ástæðu til að breyta mikið. Slash var duglegur við að stíga fremst á sviðið og taka gítarsóló í miðjum lögum á meðan Kennedy dró sig í hlé. Gítarleikarinn var í fínu formi og sýndi og sannaði hvað eftir annað hvers hann er megnugur, þar á meðal í gítarsólói sem virtist engan endi ætla að taka í Guns N"Roses laginu Rocket Queen. Gaman var að heyra strákana eftir uppklapp flytja Immigrant Song eftir Led Zeppelin, „sérstaklega fyrir ykkur“ eins og þeir tilkynntu íslensku áhorfendunum, áður en talið var í hið ódauðlega Paradise City. Þetta voru síðustu tónleikar Slash og félaga á langri tónleikaferð og þakkaði kempan íslensku áhorfendunum kærlega fyrir sig á sama tíma og hann skutlaði gítarnöglum út í salinn skömmu áður en hann hvarf á braut, að sjálfsögðu með svarta hattinn sinn á höfðinu. Freyr BjarnasonNiðurstaða: Skemmtilegir rokktónleikar þar sem gömlu, góðu Guns N"Roses-lögin stóðu upp úr.
Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira