Ekki gallalaus Jólaóratóría Jónas Sen skrifar 8. desember 2014 15:45 „Steingrímur Þórhallsson stjórnaði af röggsemi og gríðarlegri innlifun, hann greinilega hreif flytjendurna með sér.“ vísir/stefán Tónlist Jólaóratóría Bachs Kór Neskirkju Flutt í Neskirkju föstudaginn 5. desember Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Jóhanna Halldórsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson Á mörkunum var að hin smágerða Neskirkja hentaði fyrir stórtónleika á föstudagskvöldið, það var svo loftlaust. Á dagskránni var stytt útgáfa Jólaóratóríunnar eftir Bach. Langa útgáfan, sem er í sex hlutum, tekur um þrjá klukkutíma í flutningi, en hér var sleppt fjórða og fimmta hluta. Það var eins gott. Loftið var orðið býsna þungt í kirkjunni undir það síðasta og ósennilegt er að nokkur hefði lifað af einn klukkutíma í viðbót. Ég sá fyrir mér forsíðufrétt Fréttablaðsins: „Létust vegna súrefnisskorts á tónleikum í Neskirkju.“ Huga verður betur að loftræstingu á svona löngum tónleikum þarna. Kannski þarf einhver að opna útidyrnar af og til á meðan á tónleikunum stendur. Hljómburðurinn í Neskirkju er líka ekki sérlega góður. Hann er dálítið þurr, sem var e.t.v. orsök þess að kór kirkjunnar var ansi hvellur fyrst framan af. Kvenraddirnar voru hvassar, og enn hvassari fyrir þær sakir að það vantaði nokkuð upp á að botninn væri ásættanlegur. Ekki heyrðist nægilega vel í körlunum og tenórarnir voru allt að því aumkunarverðir þegar þeir voru í aðalhlutverki. Þeir voru svo mjóróma. Almennt lagaðist heildarhljómurinn þó eftir því sem á leið og kórnum til hróss verður að segjast að hann kunni hlutverk sitt og söng af öryggi og mikilli tilfinningu. Hljómsveitin var ekki gallalaus. Fiðlurnar voru oft ekki hreinar og tréblásturinn var væskilslegur. En pákur og orgel var flott og trompetarnir voru framúrskarandi. Það eru einmitt trompetarnir sem skipta svo miklu máli í Jólaóratóríunni. Lúðrablásturinn í upphafi setur tóninn fyrir allt verkið. Svo maður gat verið þakklátur fyrir að trompetleikararnir klikkuðu ekki. Einsöngvararnir stóðu sig flestir ágætlega. Altsöngkonan Jóhanna Halldórsdóttir átti erfitt með sína rullu, hver svo sem ástæðan var. Feilnóturnar voru einfaldlega of margar, söngurinn var frekar flöktandi. En Þorbjörn Rúnarsson tenór var glæsilegur í hlutverki guðspjallamannsins sem segir frá því sem gerist. Hrólfur Sæmundsson var líka magnaður í bassahlutverkinu og Hallveig Rúnarsdóttir sópran söng afar fallega. Söngurinn var svo skær að það var nánast eins og hún væri með helíumfyllta blöðru við höndina. Þrátt fyrir þá vankanta sem hér hafa verið tíundaðir voru tónleikarnir oft skemmtilegir. Steingrímur Þórhallsson stjórnaði af röggsemi og gríðarlegri innlifun, hann greinilega hreif flytjendurna með sér. Fyrir bragðið einkenndist flutningurinn af gleði og einlægni, sem var smitandi.Niðurstaða Ekki fullkomnir tónleikar, en sönggleðin var grípandi. Gagnrýni Menning Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Jólaóratóría Bachs Kór Neskirkju Flutt í Neskirkju föstudaginn 5. desember Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Jóhanna Halldórsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson Á mörkunum var að hin smágerða Neskirkja hentaði fyrir stórtónleika á föstudagskvöldið, það var svo loftlaust. Á dagskránni var stytt útgáfa Jólaóratóríunnar eftir Bach. Langa útgáfan, sem er í sex hlutum, tekur um þrjá klukkutíma í flutningi, en hér var sleppt fjórða og fimmta hluta. Það var eins gott. Loftið var orðið býsna þungt í kirkjunni undir það síðasta og ósennilegt er að nokkur hefði lifað af einn klukkutíma í viðbót. Ég sá fyrir mér forsíðufrétt Fréttablaðsins: „Létust vegna súrefnisskorts á tónleikum í Neskirkju.“ Huga verður betur að loftræstingu á svona löngum tónleikum þarna. Kannski þarf einhver að opna útidyrnar af og til á meðan á tónleikunum stendur. Hljómburðurinn í Neskirkju er líka ekki sérlega góður. Hann er dálítið þurr, sem var e.t.v. orsök þess að kór kirkjunnar var ansi hvellur fyrst framan af. Kvenraddirnar voru hvassar, og enn hvassari fyrir þær sakir að það vantaði nokkuð upp á að botninn væri ásættanlegur. Ekki heyrðist nægilega vel í körlunum og tenórarnir voru allt að því aumkunarverðir þegar þeir voru í aðalhlutverki. Þeir voru svo mjóróma. Almennt lagaðist heildarhljómurinn þó eftir því sem á leið og kórnum til hróss verður að segjast að hann kunni hlutverk sitt og söng af öryggi og mikilli tilfinningu. Hljómsveitin var ekki gallalaus. Fiðlurnar voru oft ekki hreinar og tréblásturinn var væskilslegur. En pákur og orgel var flott og trompetarnir voru framúrskarandi. Það eru einmitt trompetarnir sem skipta svo miklu máli í Jólaóratóríunni. Lúðrablásturinn í upphafi setur tóninn fyrir allt verkið. Svo maður gat verið þakklátur fyrir að trompetleikararnir klikkuðu ekki. Einsöngvararnir stóðu sig flestir ágætlega. Altsöngkonan Jóhanna Halldórsdóttir átti erfitt með sína rullu, hver svo sem ástæðan var. Feilnóturnar voru einfaldlega of margar, söngurinn var frekar flöktandi. En Þorbjörn Rúnarsson tenór var glæsilegur í hlutverki guðspjallamannsins sem segir frá því sem gerist. Hrólfur Sæmundsson var líka magnaður í bassahlutverkinu og Hallveig Rúnarsdóttir sópran söng afar fallega. Söngurinn var svo skær að það var nánast eins og hún væri með helíumfyllta blöðru við höndina. Þrátt fyrir þá vankanta sem hér hafa verið tíundaðir voru tónleikarnir oft skemmtilegir. Steingrímur Þórhallsson stjórnaði af röggsemi og gríðarlegri innlifun, hann greinilega hreif flytjendurna með sér. Fyrir bragðið einkenndist flutningurinn af gleði og einlægni, sem var smitandi.Niðurstaða Ekki fullkomnir tónleikar, en sönggleðin var grípandi.
Gagnrýni Menning Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira