Óskarsvísbendingar frá verðlaunahátíðum 4. desember 2014 12:30 Jessica Chastain og Oscar Isaac leika aðalhlutverkin í A Most Violent Year. Vertíð kvikmyndaverðlaunanna er gengin í garð á ný með hverri glæsiathöfninni á eftir annarri í Bandaríkjunum þar sem bestu myndir ársins eru m.a. valdar. Á þeim þremur hátíðum sem eru afstaðnar og eru taldar gefa vísbendingar um Óskarsverðlaunin á næsta ári, Gotham Awards, New York Film Critics Circle og National Board of Review, vekur athygli að aldrei var sama myndin valin sú besta. Sá heiður féll í skaut Birdman, Boyhood og A Most Violent Year. Tvær hátíðirnar eru samt sammála um að Julianne Moore hafi verið besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Still Alice.The New York Critics Circle Venjulega fá myndirnar sem eru verðlaunaðar á þessari hátíð einnig tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, jafnvel þótt sigurvegararnir í flokknum „besta myndin“ séu ekki alltaf þeir sömu. Í fyrra var American Hustle valin besta myndin á hátíðinni, Steve McQueen besti leikstjórinn fyrir 12 Years a Slave, Bruno Delbonnel fyrir kvikmyndatökuna í Inside Llewyn Davis og Cate Blanchett fyrir Blue Jasmine. Allar þessar myndir voru áberandi á Óskarshátíðinni. Í ár var stóri sigurvegarinn Boyhood, sem hefur einmitt verið orðuð við Óskarinn. Óvíst er samt hvort þessi óvenjulega mynd, sem tók tólf ár í vinnslu, hljóti verðlaunin eftirsóttu.SigurvegararBesta myndin: BoyhoodBesti leikstjórinn: Richard Linklater (Boyhood)Besta handritið: The Grand Budapest HotelBesta leikkonan: Marion Cotillard (The Immigrantog Two Days, One Night)Besti leikarinn: Timothy Spall (Mr. Turner)The National Board of Review Eins og The New York Critics Circle gefa þessi verðlaun vísbendingar um Óskarsverðlaunin. Á síðustu fimm árum hafa bestu myndirnar á NBR verið Her, Zero Dark Thirty, Hugo, The Social Network og Up in the Air. Þær voru allar tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum. Í þetta sinn hlaut A Most Violent Year verðlaunin en leikstjórinn, J.C. Chandor, er þekktastur fyrir fjármálahrunsmyndina Margin Call.SigurvegararBesta myndin: A Most Violent YearBesti leikstjórinn: Clint Eastwood (American Sniper)Besti leikarinn (jafntefli): Oscar Isaac (A Most Violent Year) og Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)The Gotham Awards Gotham-verðlaunin lýsa sjálfum sér sem „skrítnum“ verðlaunum og sigurvegararnir eru oftast sjálfstæðar myndir. Samt gætu einhverjar af myndunum sem voru verðlaunaðar í ár tekið þátt í Óskarskapphlaupinu, þar á meðal Birdman í leikstjórn Spánverjans Alejandro González Iñárritu sem á að baki Babel, 21 Grams og Amores Perros.SigurvegararBesta myndin: BirdmanBesti leikarinn: Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice) Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Vertíð kvikmyndaverðlaunanna er gengin í garð á ný með hverri glæsiathöfninni á eftir annarri í Bandaríkjunum þar sem bestu myndir ársins eru m.a. valdar. Á þeim þremur hátíðum sem eru afstaðnar og eru taldar gefa vísbendingar um Óskarsverðlaunin á næsta ári, Gotham Awards, New York Film Critics Circle og National Board of Review, vekur athygli að aldrei var sama myndin valin sú besta. Sá heiður féll í skaut Birdman, Boyhood og A Most Violent Year. Tvær hátíðirnar eru samt sammála um að Julianne Moore hafi verið besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Still Alice.The New York Critics Circle Venjulega fá myndirnar sem eru verðlaunaðar á þessari hátíð einnig tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, jafnvel þótt sigurvegararnir í flokknum „besta myndin“ séu ekki alltaf þeir sömu. Í fyrra var American Hustle valin besta myndin á hátíðinni, Steve McQueen besti leikstjórinn fyrir 12 Years a Slave, Bruno Delbonnel fyrir kvikmyndatökuna í Inside Llewyn Davis og Cate Blanchett fyrir Blue Jasmine. Allar þessar myndir voru áberandi á Óskarshátíðinni. Í ár var stóri sigurvegarinn Boyhood, sem hefur einmitt verið orðuð við Óskarinn. Óvíst er samt hvort þessi óvenjulega mynd, sem tók tólf ár í vinnslu, hljóti verðlaunin eftirsóttu.SigurvegararBesta myndin: BoyhoodBesti leikstjórinn: Richard Linklater (Boyhood)Besta handritið: The Grand Budapest HotelBesta leikkonan: Marion Cotillard (The Immigrantog Two Days, One Night)Besti leikarinn: Timothy Spall (Mr. Turner)The National Board of Review Eins og The New York Critics Circle gefa þessi verðlaun vísbendingar um Óskarsverðlaunin. Á síðustu fimm árum hafa bestu myndirnar á NBR verið Her, Zero Dark Thirty, Hugo, The Social Network og Up in the Air. Þær voru allar tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum. Í þetta sinn hlaut A Most Violent Year verðlaunin en leikstjórinn, J.C. Chandor, er þekktastur fyrir fjármálahrunsmyndina Margin Call.SigurvegararBesta myndin: A Most Violent YearBesti leikstjórinn: Clint Eastwood (American Sniper)Besti leikarinn (jafntefli): Oscar Isaac (A Most Violent Year) og Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)The Gotham Awards Gotham-verðlaunin lýsa sjálfum sér sem „skrítnum“ verðlaunum og sigurvegararnir eru oftast sjálfstæðar myndir. Samt gætu einhverjar af myndunum sem voru verðlaunaðar í ár tekið þátt í Óskarskapphlaupinu, þar á meðal Birdman í leikstjórn Spánverjans Alejandro González Iñárritu sem á að baki Babel, 21 Grams og Amores Perros.SigurvegararBesta myndin: BirdmanBesti leikarinn: Michael Keaton (Birdman)Besta leikkonan: Julianne Moore (Still Alice)
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira