Vítahringur rofinn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 12:00 Feðrum sem taka sér fæðingarorlof hefur fækkað ár frá ári frá hruni. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að 78 prósent feðra taki sér nú orlofið sem þeir eiga rétt á við fæðingu barns, en árið 2008 var hlutfallið 91 prósent. Þetta er lægsta hlutfall sem sést hefur hér í áratug. Fram að hruni hafði orlofstaka feðranna aukist jafnt og þétt. Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, skýrir þróunina með lagabreytingum sem ráðist var í eftir hrun og þá fyrst og fremst lækkun á hámarksgreiðslum úr sjóðnum. Eftir hrunið var þakið á greiðslum úr orlofssjóðnum lækkað úr 535 þúsund krónum og stendur nú í 370 þúsund. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, skoðuðu áhrif lækkunar á fæðingarorlof feðra til ársins 2011. Þær fundu út að lækkun þaksins hafði áhrif á alla tekjuhópa, en þó fjárhagslega mest á þá tekjuhæstu. Í greiningum sem gerðar hafa verið á fæðingarorlofi feðra hjá velferðarráðuneytinu kemur hins vegar í ljós að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en þeir tekjulægri, þó að það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Þær skýringar sem hefur verið velt upp hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ sagði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Fyrir tilkomu laga um fæðingarorlof var staða kynjanna á atvinnumarkaði gríðarlega skökk. Karlar áttu ekki rétt á fæðingarorlofi og féll það því í skaut kvenna að vera heima með börnum eftir barnsburð. Það gerði að verkum að konur voru sjálfkrafa álitnar „óáreiðanlegur“ starfskraftur, enda báru þær meginábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi. Af þessu leiddi síðan eðli málsins samkvæmt kynbundinn launamunur. Eitt af markmiðum með breytingum á fæðingarorlofinu sem gerðar voru árið 2000 með setningu nýrra laga, var að jafna þessa stöðu; gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf og þannig tekið jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna. Setning laganna hafði strax áhrif; eftir því sem fleiri karlar öxluðu ábyrgð á uppeldi barna sinna með hjálp laganna varð hið forpokaða viðhorf um konur sem „óáreiðanlegan“ starfskraft sífellt veikara. Og þar sem karlar voru nú sami „óáreiðanlegi“ starfskrafturinn þá eygðu margir von um að kynbundinn launamunur heyrði brátt sögunni til. Með lækkun greiðslnanna og þeirri þróun sem fylgdi í kjölfarið hefur vítahringur launamunar verið opnaður upp á gátt á ný. Í versta falli mun sú jákvæða þróun sem orðið hefur á launamuninum snúast við, í besta falli standa í stað. Það er óásættanlegt. Eygló hefur í ráðuneyti sínu sett á legg starfshóp til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni og skoða sérstaklega hvort mikilvægara sé að lengja orlofið eða hækka hámarksgreiðslurnar. Það er vel. Hins vegar er augljóst að byrja verður á því að hækka greiðslur úr sjóðnum. Feður sem taka sér einfaldlega ekki fæðingarorlof munu þaðan af síður taka sér lengra fæðingarorlof standi það til boða. Með því að hækka greiðslurnar tekst ekki aðeins að rjúfa vítahring launamunar, heldur að ná hinu markmiði fæðingarorlofslaganna; að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Tengdar fréttir Færri feður í fæðingarorlof Hlutfall feðra sem fara í fæðingarorlof hefur minnkað eftir hrun. Tekjulágir feður eru líklegri en feður með háar tekjur til að sleppa fæðingarorlofi. Félagsmálaráðherra vill fæðingarorlof inn í kjaraviðræður launþega. 26. nóvember 2014 08:00 Breytingar haft áhrif á fæðingarorlof feðra Á síðustu tíu árum hafa breytingar á fæðingarorlofskerfinu haft áhrif á orlof feðra. Lækkun hámarksgreiðslna árið 2009 hefur haft hvað mest áhrif. 27. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Feðrum sem taka sér fæðingarorlof hefur fækkað ár frá ári frá hruni. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að 78 prósent feðra taki sér nú orlofið sem þeir eiga rétt á við fæðingu barns, en árið 2008 var hlutfallið 91 prósent. Þetta er lægsta hlutfall sem sést hefur hér í áratug. Fram að hruni hafði orlofstaka feðranna aukist jafnt og þétt. Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, skýrir þróunina með lagabreytingum sem ráðist var í eftir hrun og þá fyrst og fremst lækkun á hámarksgreiðslum úr sjóðnum. Eftir hrunið var þakið á greiðslum úr orlofssjóðnum lækkað úr 535 þúsund krónum og stendur nú í 370 þúsund. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, skoðuðu áhrif lækkunar á fæðingarorlof feðra til ársins 2011. Þær fundu út að lækkun þaksins hafði áhrif á alla tekjuhópa, en þó fjárhagslega mest á þá tekjuhæstu. Í greiningum sem gerðar hafa verið á fæðingarorlofi feðra hjá velferðarráðuneytinu kemur hins vegar í ljós að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en þeir tekjulægri, þó að það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Þær skýringar sem hefur verið velt upp hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ sagði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Fyrir tilkomu laga um fæðingarorlof var staða kynjanna á atvinnumarkaði gríðarlega skökk. Karlar áttu ekki rétt á fæðingarorlofi og féll það því í skaut kvenna að vera heima með börnum eftir barnsburð. Það gerði að verkum að konur voru sjálfkrafa álitnar „óáreiðanlegur“ starfskraftur, enda báru þær meginábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi. Af þessu leiddi síðan eðli málsins samkvæmt kynbundinn launamunur. Eitt af markmiðum með breytingum á fæðingarorlofinu sem gerðar voru árið 2000 með setningu nýrra laga, var að jafna þessa stöðu; gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf og þannig tekið jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna. Setning laganna hafði strax áhrif; eftir því sem fleiri karlar öxluðu ábyrgð á uppeldi barna sinna með hjálp laganna varð hið forpokaða viðhorf um konur sem „óáreiðanlegan“ starfskraft sífellt veikara. Og þar sem karlar voru nú sami „óáreiðanlegi“ starfskrafturinn þá eygðu margir von um að kynbundinn launamunur heyrði brátt sögunni til. Með lækkun greiðslnanna og þeirri þróun sem fylgdi í kjölfarið hefur vítahringur launamunar verið opnaður upp á gátt á ný. Í versta falli mun sú jákvæða þróun sem orðið hefur á launamuninum snúast við, í besta falli standa í stað. Það er óásættanlegt. Eygló hefur í ráðuneyti sínu sett á legg starfshóp til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni og skoða sérstaklega hvort mikilvægara sé að lengja orlofið eða hækka hámarksgreiðslurnar. Það er vel. Hins vegar er augljóst að byrja verður á því að hækka greiðslur úr sjóðnum. Feður sem taka sér einfaldlega ekki fæðingarorlof munu þaðan af síður taka sér lengra fæðingarorlof standi það til boða. Með því að hækka greiðslurnar tekst ekki aðeins að rjúfa vítahring launamunar, heldur að ná hinu markmiði fæðingarorlofslaganna; að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína.
Færri feður í fæðingarorlof Hlutfall feðra sem fara í fæðingarorlof hefur minnkað eftir hrun. Tekjulágir feður eru líklegri en feður með háar tekjur til að sleppa fæðingarorlofi. Félagsmálaráðherra vill fæðingarorlof inn í kjaraviðræður launþega. 26. nóvember 2014 08:00
Breytingar haft áhrif á fæðingarorlof feðra Á síðustu tíu árum hafa breytingar á fæðingarorlofskerfinu haft áhrif á orlof feðra. Lækkun hámarksgreiðslna árið 2009 hefur haft hvað mest áhrif. 27. nóvember 2014 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun