Krans sem kostar ekki neitt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 2. desember 2014 14:00 Brynja Emilsdóttir textílhönnuður segir dýrmætan efnivið leynast í skápum og skúffum sem auðveldlega megi nýta í kransagerð með krökkunum fyrir jólin. Þær mæðgur Brynja og Röskva Sif, sex ára, bjuggu til skemmtilegan krans úr afgöngum. Fólk áttar sig oft ekki á því hvað það býr að miklum efnivið í skápunum. Flestir eiga örugglega allt til í þennan krans heima,“ segir Brynja Emilsdóttir textílhönnuður en hún og Röskva Sif, sex ára dóttir hennar, notuðu eina kvöldstund til að búa til skemmtilegan jólakrans sem kostaði ekki krónu. „Ég er að skrifa mastersritgerð um sjálfbærni í textílkennslu og er alltaf að leita leiða til að efla umhverfisvitund hjá krökkum, til dæmis með því að nota efnivið sem annars er hent,“ útskýrir Brynja. „Í kransinn notuðum við eingöngu gömul efni, sængurver og afganga og vírherðatré sem ég beyglaði til. Svo klipptum við niður litla strimla, um það bil sentímetra á breidd og tólf sentímetra að lengd. Það skiptir engu máli þótt krakkarnir klippi ekki beint. Það er alltaf hægt að snyrta endana til eftir á ef þarf. Við Röskva Sif skiptumst á að klippa og skiptumst svo á að binda einn og einn á vírinn. Galdurinn er að binda alveg helling af strimlum svo kransinn verði þéttur. Svo er hægt að leika sér með litasamsetningar og munstruð efni.“ Brynja segir þessa aðferð henta krökkum afar vel. „Það er svo gaman að gera eitthvað með krökkunum sínum á aðventunni. Þeim finnst svo gaman að gera hlutina sjálf og gleyma sér alveg við vinnuna. Svo eru þau svo stolt af afrakstrinum,“ segir Brynja. „Ég er yfirleitt mjög ströng á því að jólin komi ekki inn fyrir dyr hjá mér fyrr en 1. desember en nú byrjuðum við snemma í kransagerð og bakstri,“ bætir hún við og sýnir fleiri útfærslur á krönsum úr tiltæku efni. „Hina kransana gerði ég bara sjálf og þeir lýsa mér vel. Fólk getur vel notað alls konar hluti sem eru til dæmis einkennandi fyrir það, og útkoman verður samt hátíðleg. Ég notaði hálmkrans í grunninn og vafði um hann gömlum sængurfötum. Notaði síðan kertahaldara og borða sem ég keypti í Söstrene Grene. Í heildina kostaði efnið innan við þúsund kall. Tölukransinn er eins í grunninn og svo límdi ég bara tölur úr tölusafninu mínu á hann með límbyssu.“ Jólaskraut Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Brynja Emilsdóttir textílhönnuður segir dýrmætan efnivið leynast í skápum og skúffum sem auðveldlega megi nýta í kransagerð með krökkunum fyrir jólin. Þær mæðgur Brynja og Röskva Sif, sex ára, bjuggu til skemmtilegan krans úr afgöngum. Fólk áttar sig oft ekki á því hvað það býr að miklum efnivið í skápunum. Flestir eiga örugglega allt til í þennan krans heima,“ segir Brynja Emilsdóttir textílhönnuður en hún og Röskva Sif, sex ára dóttir hennar, notuðu eina kvöldstund til að búa til skemmtilegan jólakrans sem kostaði ekki krónu. „Ég er að skrifa mastersritgerð um sjálfbærni í textílkennslu og er alltaf að leita leiða til að efla umhverfisvitund hjá krökkum, til dæmis með því að nota efnivið sem annars er hent,“ útskýrir Brynja. „Í kransinn notuðum við eingöngu gömul efni, sængurver og afganga og vírherðatré sem ég beyglaði til. Svo klipptum við niður litla strimla, um það bil sentímetra á breidd og tólf sentímetra að lengd. Það skiptir engu máli þótt krakkarnir klippi ekki beint. Það er alltaf hægt að snyrta endana til eftir á ef þarf. Við Röskva Sif skiptumst á að klippa og skiptumst svo á að binda einn og einn á vírinn. Galdurinn er að binda alveg helling af strimlum svo kransinn verði þéttur. Svo er hægt að leika sér með litasamsetningar og munstruð efni.“ Brynja segir þessa aðferð henta krökkum afar vel. „Það er svo gaman að gera eitthvað með krökkunum sínum á aðventunni. Þeim finnst svo gaman að gera hlutina sjálf og gleyma sér alveg við vinnuna. Svo eru þau svo stolt af afrakstrinum,“ segir Brynja. „Ég er yfirleitt mjög ströng á því að jólin komi ekki inn fyrir dyr hjá mér fyrr en 1. desember en nú byrjuðum við snemma í kransagerð og bakstri,“ bætir hún við og sýnir fleiri útfærslur á krönsum úr tiltæku efni. „Hina kransana gerði ég bara sjálf og þeir lýsa mér vel. Fólk getur vel notað alls konar hluti sem eru til dæmis einkennandi fyrir það, og útkoman verður samt hátíðleg. Ég notaði hálmkrans í grunninn og vafði um hann gömlum sængurfötum. Notaði síðan kertahaldara og borða sem ég keypti í Söstrene Grene. Í heildina kostaði efnið innan við þúsund kall. Tölukransinn er eins í grunninn og svo límdi ég bara tölur úr tölusafninu mínu á hann með límbyssu.“
Jólaskraut Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira