Eins og Björk síns tíma Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 12:00 Kári segir Þórð hafa verið mikinn máttarstólpa. „Það sem hann stendur fyrir í kjarnann er að hann var náttúruverndarsinni, sagnamaður og boðberi þess góða úr fortíðinni. Hann hefur þessa eiginleika sem við teljum skipta mestu máli eins og góðsemi, hjálpsemi og aðstoð við náungann,“ segir Kári G. Schram, leikstjóri heimildarmyndarinnar Jöklarans. Hún fjallar um ævi alþýðuhetjunnar Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará, sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á morgun. Þórður var stjarna út af fyrir sig, segir Kári, en hann var allt í senn sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. „Hann var eiginlega eins og Björk síns tíma,“ segir Kári en Þórður hafði mikil áhrif á ýmsa samtímamenn sína svo sem Gunnar Dal heimspeking, Dieter Roth myndlistarmann og Halldór Kiljan Laxness, en margar sögur sem Þórður sagði honum eitt sinn rötuðu í Kristnihald undir jökli.Kári G. Schram, leikstjóri myndarinnarvísir/gva„Áhersla verður lögð á að kynna manninn á bak við goðsögnina og þau snæfellsku áhrif sem mótuðu örlög hans og ævi en honum hefur oft verið líkt við barón Münchausen í því sambandi,“ segir Kári, enda var Þórður stundum kallaður mesti lygari allra tíma. „Hann myndi segja: „Það er alveg satt,“ en það er út af því að hann setti sína eigin snúninga á sögur sínar. Hann var sagnfræðingur „par excellence“ síns tíma.“ Að sögn Kára eru ýmsar upptökur í myndinni sem aldrei hafa heyrst eða sést áður. „Við náðum að safna gullmolum og gersemum sem glæða þessa mynd miklu lífi en nærvera hans skiptir öllu máli. Markmiðið var alltaf að leyfa Þórði sjálfum að segja sögu sína.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Það sem hann stendur fyrir í kjarnann er að hann var náttúruverndarsinni, sagnamaður og boðberi þess góða úr fortíðinni. Hann hefur þessa eiginleika sem við teljum skipta mestu máli eins og góðsemi, hjálpsemi og aðstoð við náungann,“ segir Kári G. Schram, leikstjóri heimildarmyndarinnar Jöklarans. Hún fjallar um ævi alþýðuhetjunnar Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará, sem frumsýnd verður í Bíó Paradís á morgun. Þórður var stjarna út af fyrir sig, segir Kári, en hann var allt í senn sægarpur, refaskytta, listmálari, rithöfundur og skáld, mannvinur, náttúruverndarsinni og sagnaþulur. „Hann var eiginlega eins og Björk síns tíma,“ segir Kári en Þórður hafði mikil áhrif á ýmsa samtímamenn sína svo sem Gunnar Dal heimspeking, Dieter Roth myndlistarmann og Halldór Kiljan Laxness, en margar sögur sem Þórður sagði honum eitt sinn rötuðu í Kristnihald undir jökli.Kári G. Schram, leikstjóri myndarinnarvísir/gva„Áhersla verður lögð á að kynna manninn á bak við goðsögnina og þau snæfellsku áhrif sem mótuðu örlög hans og ævi en honum hefur oft verið líkt við barón Münchausen í því sambandi,“ segir Kári, enda var Þórður stundum kallaður mesti lygari allra tíma. „Hann myndi segja: „Það er alveg satt,“ en það er út af því að hann setti sína eigin snúninga á sögur sínar. Hann var sagnfræðingur „par excellence“ síns tíma.“ Að sögn Kára eru ýmsar upptökur í myndinni sem aldrei hafa heyrst eða sést áður. „Við náðum að safna gullmolum og gersemum sem glæða þessa mynd miklu lífi en nærvera hans skiptir öllu máli. Markmiðið var alltaf að leyfa Þórði sjálfum að segja sögu sína.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira