Þó að framleiðendur Frozen hafi grætt um 150 milljarða króna fékk leikkonan sem talaði fyrir Elsu drottningu í myndinni aðeins 100.000 krónur fyrir framlag sitt.
Hin 15 ára Spencer Lacey Ganus fékk aðeins borgað fyrir eins dags vinnu samkvæmt TMZ en að vísu sagði Elsa aðeins sextán orð í myndinni.
„Ekki liggur fyrir hvort hún ætlar að kæra eða kvarta en þetta er góð áminning um að ekki fá allir krakkar í Hollywood tékka eins og Hannah Montana,“ ritaði blaðamaðurinn síðunnar Jezebel.

