Skemmtileg geimferð frá gömlu höfninni Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2014 11:30 Orðin „brjálæðislega skemmtilegt“, voru þau fyrstu sem komu fra blaðamanni þegar hann tók af sér búnaðinn eftir að hafa prufað EVE Valkyrie í fyrsta sinn. Möguleikar sýndarveruleika eru mörgum mikið umhugsunarefni þessa dagana. Íslenska fyrirtækið CCP vinnur nú að geimleiknum EVE: Valkyrie, sem setur leikmenn í sæti orrustuflauga í geimnum. Blaðamaður Fréttablaðsins kom við í höfuðstöðvum CCP við gömlu höfnina í Reykjavík í vikunni og atti þar kappi við starfsmenn CCP. Leikurinn er gerður fyrir sýndarveruleikabúnað, svo það líti út fyrir að leikmaður sé virkilega við stjórnvölinn á geimskipi. Réttast er að taka fram að blaðamaður stóð sig alls ekki vel, en tókst þó að skjóta einn niður í leiknum. Um leið og leikmönnum er skotið af stað í geimskipi sínu er ómögulegt að láta fram hjá sér fara að sýndarveruleiki og tölvuleikir eiga mjög vel saman og þá kannski sérstaklega flugleikir og bílaleikir þar sem leikmenn sitja fastir í farartækjum og horfa út um glugga og kýraugu. Það kom oft fyrir að blaðamaður gleymdi að hann væri með sýndarveruleikabúnað á höfðinu og festist í því að horfa beint áfram, eins og spilað væri á hefðbundnum skjá. Það tekur smá tíma að átta sig á þessu nýja umhverfi. Hægt er að horfa aftur fyrir sig og sjá þar skrokkinn á flugmanni geimskipsins og skoða stjórnklefa geimfarsins. Vopnum geimskipanna sem flogið er í Valkyrie er meðal annars miðað með því að horfa í kringum sig. Í eitt skipti dáðist blaðamaður um of að umhverfi leiksins og leit of mikið í kringum sig, í stað þess að fylgjast með því hvert hann væri að fljúga. Það endaði ekki vel. Upplifun af spilun leiksins var þó fyrst og fremst stórskemmtileg. EVE: Valkyrie byrjaði sem gæluverkefni nokkurra starfsmanna CCP sem þeir þróuðu í frjálsum tíma og leyfðu gestum á EVE Fanfest 2013 að spila. Eldar Ástþórsson, fjölmiðlafulltrúi CCP, segir að viðbrögð gesta hátíðarinnar hafi verið svo góð og mikil að ákveðið var að að halda þróun hans áfram sem tilraunaverkefni. Það hafi þó verið tilkynnt á Gamescom-leikjaráðstefnunni í Köln í fyrra að CCP myndi þróa og gefa út leikinn undir núverandi nafni. Leikurinn, sem er að mestu þróaður á skrifstofu CCP í Newcastle, mun koma út fyrir Oculus Rift-þrívíddarbúnaðinn á PC-tölvur og Project Morpheus-þrívíddargleraugun fyrir SONY PS4. Enn sem komið er er ekkert hægt að segja um útgáfudag hans. Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Möguleikar sýndarveruleika eru mörgum mikið umhugsunarefni þessa dagana. Íslenska fyrirtækið CCP vinnur nú að geimleiknum EVE: Valkyrie, sem setur leikmenn í sæti orrustuflauga í geimnum. Blaðamaður Fréttablaðsins kom við í höfuðstöðvum CCP við gömlu höfnina í Reykjavík í vikunni og atti þar kappi við starfsmenn CCP. Leikurinn er gerður fyrir sýndarveruleikabúnað, svo það líti út fyrir að leikmaður sé virkilega við stjórnvölinn á geimskipi. Réttast er að taka fram að blaðamaður stóð sig alls ekki vel, en tókst þó að skjóta einn niður í leiknum. Um leið og leikmönnum er skotið af stað í geimskipi sínu er ómögulegt að láta fram hjá sér fara að sýndarveruleiki og tölvuleikir eiga mjög vel saman og þá kannski sérstaklega flugleikir og bílaleikir þar sem leikmenn sitja fastir í farartækjum og horfa út um glugga og kýraugu. Það kom oft fyrir að blaðamaður gleymdi að hann væri með sýndarveruleikabúnað á höfðinu og festist í því að horfa beint áfram, eins og spilað væri á hefðbundnum skjá. Það tekur smá tíma að átta sig á þessu nýja umhverfi. Hægt er að horfa aftur fyrir sig og sjá þar skrokkinn á flugmanni geimskipsins og skoða stjórnklefa geimfarsins. Vopnum geimskipanna sem flogið er í Valkyrie er meðal annars miðað með því að horfa í kringum sig. Í eitt skipti dáðist blaðamaður um of að umhverfi leiksins og leit of mikið í kringum sig, í stað þess að fylgjast með því hvert hann væri að fljúga. Það endaði ekki vel. Upplifun af spilun leiksins var þó fyrst og fremst stórskemmtileg. EVE: Valkyrie byrjaði sem gæluverkefni nokkurra starfsmanna CCP sem þeir þróuðu í frjálsum tíma og leyfðu gestum á EVE Fanfest 2013 að spila. Eldar Ástþórsson, fjölmiðlafulltrúi CCP, segir að viðbrögð gesta hátíðarinnar hafi verið svo góð og mikil að ákveðið var að að halda þróun hans áfram sem tilraunaverkefni. Það hafi þó verið tilkynnt á Gamescom-leikjaráðstefnunni í Köln í fyrra að CCP myndi þróa og gefa út leikinn undir núverandi nafni. Leikurinn, sem er að mestu þróaður á skrifstofu CCP í Newcastle, mun koma út fyrir Oculus Rift-þrívíddarbúnaðinn á PC-tölvur og Project Morpheus-þrívíddargleraugun fyrir SONY PS4. Enn sem komið er er ekkert hægt að segja um útgáfudag hans.
Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira