Leikhús fáránleikans Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 „Oft er bæði ánægjulegt og áhugavert að taka þátt í umræðu hér á Alþingi þar sem skipst er á skoðunum um landsins gagn og nauðsynjar. Af mörgum skemmtilegum stundum hér á þingi með stjórnarandstöðunni þykir mér líklegt að þessi muni standa upp úr.“ Þannig hóf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu sína á Alþingi í fyrradag við upphaf umræðu um skýrslu hans um skuldaleiðréttinguna svonefndu. Umræðan varð þó endaslepp þann daginn því jafnskjótt og forsætisráðherra lauk máli sínu yfirgaf hann Alþingishúsið. Það var svo ekki fyrr en stjórnarandstöðuþingmenn fóru að furða sig á fjarveru hans að umræðunni, eftir japl, jaml og fuður um fundarstjórn, var svo frestað til gærdagsins. „Það er orðið, virðulegur forseti, nokkuð þreytandi í samskiptum við þingið, þessi dónaskapur, að láta ekki einu sinni svo lítið að hlusta hér á forystumenn ríkisstjórnarinnar ræða um 80 milljarða fjáraustur úr ríkissjóði,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, þegar ljóst var að forsætisráðherra var ekki á staðnum. Forseti Alþingis sagðist þá hafa fengið boð um að forsætisráðherra hefði þurft að hlaupa á fund sem óvænt hefði komið upp. Í gær var svo frá því greint á fréttavef Vísis að fundurinn mikilvægi hefði eftir allt saman tengst fundi sem forsætis- og fjármálaráðherra ætluðu að sækja klukkan fimm síðdegis með Alþýðusambandinu. Ekki er að sjá að þingmenn hafi fengið beinar skýringar á skyndilegu brotthvarfi ráðherrans. Áður en umræðan hélt áfram á þingi í gær vísaði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hins vegar í fréttir af málinu og taldi þær ekki samrýmast skýringum frá deginum áður í þá veru að skyndilegt brotthvarf tengdist téðum fundi. „Sá fundur hefur legið fyrir í mánuð,“ benti Helgi á. „Er einhver fundur sem er það mikilvægur, umfram einhvers konar náttúruhamfarir eða fyrirvaralaus stórslys, sem getur réttlætt það að hæstvirtur forsætisráðherra fari af fundi sem hann á við Alþingi um mikilvægasta mál ríkisstjórnarinnar? Ég held að það sé ekki hægt,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gærmorgun. „Þetta sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu sem enginn á að líða.“ Segjast verður eins og er að uppákoman var furðuleg og ekki að undra að þingmenn kölluðu eftir skýringum. Til umræðu var jú stærsta mál kjörtímabilsins, jafnvel þótt búið væri að taka allar ákvarðanir því tengdar. Hafi verið um klaufaskap að ræða en ekki hroka og lítilsvirðingu væri nú kannski ekki úr vegi að forsætisráðherrann bæði samþingmenn sína afsökunar á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Þurfti að stökkva vegna fundar tengdum fundi Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. 13. nóvember 2014 13:31 Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
„Oft er bæði ánægjulegt og áhugavert að taka þátt í umræðu hér á Alþingi þar sem skipst er á skoðunum um landsins gagn og nauðsynjar. Af mörgum skemmtilegum stundum hér á þingi með stjórnarandstöðunni þykir mér líklegt að þessi muni standa upp úr.“ Þannig hóf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu sína á Alþingi í fyrradag við upphaf umræðu um skýrslu hans um skuldaleiðréttinguna svonefndu. Umræðan varð þó endaslepp þann daginn því jafnskjótt og forsætisráðherra lauk máli sínu yfirgaf hann Alþingishúsið. Það var svo ekki fyrr en stjórnarandstöðuþingmenn fóru að furða sig á fjarveru hans að umræðunni, eftir japl, jaml og fuður um fundarstjórn, var svo frestað til gærdagsins. „Það er orðið, virðulegur forseti, nokkuð þreytandi í samskiptum við þingið, þessi dónaskapur, að láta ekki einu sinni svo lítið að hlusta hér á forystumenn ríkisstjórnarinnar ræða um 80 milljarða fjáraustur úr ríkissjóði,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, þegar ljóst var að forsætisráðherra var ekki á staðnum. Forseti Alþingis sagðist þá hafa fengið boð um að forsætisráðherra hefði þurft að hlaupa á fund sem óvænt hefði komið upp. Í gær var svo frá því greint á fréttavef Vísis að fundurinn mikilvægi hefði eftir allt saman tengst fundi sem forsætis- og fjármálaráðherra ætluðu að sækja klukkan fimm síðdegis með Alþýðusambandinu. Ekki er að sjá að þingmenn hafi fengið beinar skýringar á skyndilegu brotthvarfi ráðherrans. Áður en umræðan hélt áfram á þingi í gær vísaði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hins vegar í fréttir af málinu og taldi þær ekki samrýmast skýringum frá deginum áður í þá veru að skyndilegt brotthvarf tengdist téðum fundi. „Sá fundur hefur legið fyrir í mánuð,“ benti Helgi á. „Er einhver fundur sem er það mikilvægur, umfram einhvers konar náttúruhamfarir eða fyrirvaralaus stórslys, sem getur réttlætt það að hæstvirtur forsætisráðherra fari af fundi sem hann á við Alþingi um mikilvægasta mál ríkisstjórnarinnar? Ég held að það sé ekki hægt,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gærmorgun. „Þetta sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu sem enginn á að líða.“ Segjast verður eins og er að uppákoman var furðuleg og ekki að undra að þingmenn kölluðu eftir skýringum. Til umræðu var jú stærsta mál kjörtímabilsins, jafnvel þótt búið væri að taka allar ákvarðanir því tengdar. Hafi verið um klaufaskap að ræða en ekki hroka og lítilsvirðingu væri nú kannski ekki úr vegi að forsætisráðherrann bæði samþingmenn sína afsökunar á honum.
Þurfti að stökkva vegna fundar tengdum fundi Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við að forsætisráðherra hafi yfirgefið þingfund fyrr en þeir reiknuðu með í gær. 13. nóvember 2014 13:31
Össur um Sigmund: „Sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að láta sig hverfa úr umræðum í gær. 13. nóvember 2014 11:13
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun