Tarantino hættir eftir tíu myndir 13. nóvember 2014 16:30 Tarantino og Travolta Leikstjórinn ætlar að gera tvær myndir í viðbót fyrir utan þá nýjustu, The Hateful Eight. Vísir/Getty Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein