Leikkonan Uma Thurman fékk dynjandi lófaklapp þegar hún tók á móti heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíð í Stokkhólmi á dögunum.
Þegar hún var spurð hvort hún ætti einhver ráð fyrir unga leikara sagði hún einfaldlega: „Verið hugrökk.“
Thurman lék síðast í tveimur Nymphomaniac-myndum danska leikstjórans Lars von Trier.
Hún er líklega þekktust fyrir leik sinn í Kill Bill 1 og 2 og Pulp Fiction.

