Sumt er innblásið Jónas Sen skrifar 13. nóvember 2014 16:00 Upphaf Tónlist: Upphaf Ólafur Reynir Guðmundsson Útg. Ólafur Reynir Guðmundsson Geisladiskur Ólafs Reynis Guðmundssonar með svokallaðri „easy listening“-tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún samanstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert á móti er hann undarlega sálarlaus, nánast eins og tölvuforrit sé að spila. Af hverju veit ég ekki. Kannski finnst honum tónlistin sem hann leikur bara svona leiðinleg, og spýtir henni út úr sér á sjálfstýringunni. Ólíkt Clayderman er Ólafur Reynir ekki starfandi tónlistarmaður. Hann er lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en er samt menntaður píanóleikari. Á nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Upphaf er að finna 16 lög eftir Ólaf. Hann flytur þau öll sjálfur. Inn á milli bregður einnig fyrir fiðluleik Pálínu Árnadóttur. Lögin eru hugljúf og þar eru grípandi melódíur. Það er ekkert krefjandi við þær. Þetta er músík sem rennur ljúflega niður. Að mörgu leyti er hún eins og kvikmyndatónlist. Ekki er hægt að neita því að klisjurnar eru fyrirferðarmiklar. Maður hefur heyrt flest áður. Engu að síður eru innblásnar hendingar innan um allt hitt. Ólafur spilar líka prýðilega á píanóið, af ríkulegri tilfinningu og með fallegum áslætti. Hann hefur auðheyrilega hæfileika. Fyrir unnendur léttrar, rómantískrar píanótónlistar er þetta örugglega kærkomin útgáfa.Niðurstaða:Tilfinningarík spilamennska, tónlistin er þægileg áheyrnar, en dálítið venjuleg. Gagnrýni Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: Upphaf Ólafur Reynir Guðmundsson Útg. Ólafur Reynir Guðmundsson Geisladiskur Ólafs Reynis Guðmundssonar með svokallaðri „easy listening“-tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún samanstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert á móti er hann undarlega sálarlaus, nánast eins og tölvuforrit sé að spila. Af hverju veit ég ekki. Kannski finnst honum tónlistin sem hann leikur bara svona leiðinleg, og spýtir henni út úr sér á sjálfstýringunni. Ólíkt Clayderman er Ólafur Reynir ekki starfandi tónlistarmaður. Hann er lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en er samt menntaður píanóleikari. Á nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Upphaf er að finna 16 lög eftir Ólaf. Hann flytur þau öll sjálfur. Inn á milli bregður einnig fyrir fiðluleik Pálínu Árnadóttur. Lögin eru hugljúf og þar eru grípandi melódíur. Það er ekkert krefjandi við þær. Þetta er músík sem rennur ljúflega niður. Að mörgu leyti er hún eins og kvikmyndatónlist. Ekki er hægt að neita því að klisjurnar eru fyrirferðarmiklar. Maður hefur heyrt flest áður. Engu að síður eru innblásnar hendingar innan um allt hitt. Ólafur spilar líka prýðilega á píanóið, af ríkulegri tilfinningu og með fallegum áslætti. Hann hefur auðheyrilega hæfileika. Fyrir unnendur léttrar, rómantískrar píanótónlistar er þetta örugglega kærkomin útgáfa.Niðurstaða:Tilfinningarík spilamennska, tónlistin er þægileg áheyrnar, en dálítið venjuleg.
Gagnrýni Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira