Vilja færa Sturlungu á stóra skjáinn Þórður Ingi Jónsson skrifar 12. nóvember 2014 10:00 Leifur B. Dagfinnsson segir kynninguna hafa hlotið mikla athygli þar ytra. Vísir/gva Framleiðslufyrirtækið True North kynnir nú verkefni sem byggt er á Sturlungasögu á kvikmyndabransasamkomunni American Film Market. Þessu greinir vefsíðan ScreenDaily frá en þar kemur fram að verkið sé annað hvort hugsað sem bíómyndaþríleikur eða sem sjónvarpsþáttaröð. Verkefnið sem ber vinnuheitið Sturlungar: The Viking Clan er kynnt í greininni sem blanda af þáttaröðinni Vikings og The Godfather-þríleiknum. Það er nýstofnuð framleiðsludeild True North undir stjórn Kristins Þórðarsonar sem kynnir verkefnið. Friðrik Þór Friðriksson er viðriðinn sem framleiðandi. „Kynningin um Sturlunga hefur hlotið mikla athygli, hún situr enn hjá einu kvikmyndaverinu en stór bandarískur kvikmyndaframleiðandi gæti slegist í för,“ er haft eftir Leifi B. Dagfinnssyni, framkvæmdastjóra True North á síðunni. Fyrirtækið stendur nú í viðræðum við handritshöfunda um að skrifa fyrsta handritið upp úr Sturlungu en bókin gamla er í fjórum pörtum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið True North kynnir nú verkefni sem byggt er á Sturlungasögu á kvikmyndabransasamkomunni American Film Market. Þessu greinir vefsíðan ScreenDaily frá en þar kemur fram að verkið sé annað hvort hugsað sem bíómyndaþríleikur eða sem sjónvarpsþáttaröð. Verkefnið sem ber vinnuheitið Sturlungar: The Viking Clan er kynnt í greininni sem blanda af þáttaröðinni Vikings og The Godfather-þríleiknum. Það er nýstofnuð framleiðsludeild True North undir stjórn Kristins Þórðarsonar sem kynnir verkefnið. Friðrik Þór Friðriksson er viðriðinn sem framleiðandi. „Kynningin um Sturlunga hefur hlotið mikla athygli, hún situr enn hjá einu kvikmyndaverinu en stór bandarískur kvikmyndaframleiðandi gæti slegist í för,“ er haft eftir Leifi B. Dagfinnssyni, framkvæmdastjóra True North á síðunni. Fyrirtækið stendur nú í viðræðum við handritshöfunda um að skrifa fyrsta handritið upp úr Sturlungu en bókin gamla er í fjórum pörtum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein