Uppvakningar á Reykjanesinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. nóvember 2014 09:00 Dauðir munu rísa - Ógnvænleg afturganga í zombie island. mynd/skjáskot „Það er spurning um að koma henni í bíó, ef við náum að fylla sal þrisvar þá fáum við kannski meiri tíma. Annars er það bara Pirate Bay, er það ekki?“ segir Marteinn Ibsen, leikstjóri hrollvekjunnar Zombie Island. Aðstandendur hennar halda nú úti söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að fjármagna eftirvinnsluna en myndin var tekin upp árið 2012 að mestu án nokkurs fjármagns. Zombie Island er uppvakningamynd sem gerist á Íslandi og er að mestu tekin upp á ensku með íslenskum leikurum. Hún gerist á Reykjanesi og snýst um veiðimann sem vaknar með algjört minnisleysi í miðjum uppvakningafaraldri.Marteinn Ibsen, leikstjóri Zombie Island gerði myndina með æskuvinunum.mynd/kári jóhannssonEr hann ferðast dýpra inn í vírussýkta bæi Reykjanesskaga safnar hann saman eftirlifendum og reynir að finna leið af eyjunni ásamt mótefni við vírusnum. „Handritið er skrifað upp úr hruninu en þetta er eiginlega ádeila á hrunið og allt í kringum það,“ segir Marteinn. Aðstandendur myndarinnar eru æskuvinir. „Við Halldór Jón Björgvinsson, meðframleiðandi og leikari í myndinni og Guðmundur Ingvar Jónsson aðalleikari höfum verið að gera stuttmyndir síðan við vorum unglingar. Svo upp úr því að við fórum í Kvikmyndaskólann fór þetta að vera meira svona „pro“, segir hann. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það er spurning um að koma henni í bíó, ef við náum að fylla sal þrisvar þá fáum við kannski meiri tíma. Annars er það bara Pirate Bay, er það ekki?“ segir Marteinn Ibsen, leikstjóri hrollvekjunnar Zombie Island. Aðstandendur hennar halda nú úti söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að fjármagna eftirvinnsluna en myndin var tekin upp árið 2012 að mestu án nokkurs fjármagns. Zombie Island er uppvakningamynd sem gerist á Íslandi og er að mestu tekin upp á ensku með íslenskum leikurum. Hún gerist á Reykjanesi og snýst um veiðimann sem vaknar með algjört minnisleysi í miðjum uppvakningafaraldri.Marteinn Ibsen, leikstjóri Zombie Island gerði myndina með æskuvinunum.mynd/kári jóhannssonEr hann ferðast dýpra inn í vírussýkta bæi Reykjanesskaga safnar hann saman eftirlifendum og reynir að finna leið af eyjunni ásamt mótefni við vírusnum. „Handritið er skrifað upp úr hruninu en þetta er eiginlega ádeila á hrunið og allt í kringum það,“ segir Marteinn. Aðstandendur myndarinnar eru æskuvinir. „Við Halldór Jón Björgvinsson, meðframleiðandi og leikari í myndinni og Guðmundur Ingvar Jónsson aðalleikari höfum verið að gera stuttmyndir síðan við vorum unglingar. Svo upp úr því að við fórum í Kvikmyndaskólann fór þetta að vera meira svona „pro“, segir hann.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein