Ógleymanlegt sjónarspil Freyr Bjarnason skrifar 11. nóvember 2014 10:30 Wayne Coyne heldur á upplásna textanum áður en hann fleygir honum út í salinn. Fréttablaðið/Ernir The Flaming Lips Vodafonehöllin Iceland Airwaves Eins og búast mátti við voru tónleikar bandarísku rokkaranna The Flaming Lips í Vodafonehöllinni mikið sjónarspil. Þetta voru lokatónleikar Airwaves-hátíðarinnar á sunnudagskvöldinu en þeir hafa einmitt heppnast einstaklega vel síðustu árin, bæði hjá Sigur Rós í Nýju Laugardalshöllinni fyrir tveimur árum og svo hjá Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu í fyrra. Strax var ljóst að eitthvað sérstakt var í vændum fyrir tónleikana þegar hvítar snúrur löfðu niður úr loftinu og forsprakki The Flaming Lips, Wayne Coyne, gekk um gólf og skoðaði hvort allt væri ekki alveg örugglega í lagi. Óvenjulegt að sjá meðlim svona stórrar hljómsveitar spóka sig um sviðið áður en tónleikar hefjast. Þetta var í annað sinn sem The Flaming Lips spiluðu á Íslandi en fyrst stigu þeir einmitt á svið á Airwaves fyrir fjórtán árum. Á fyrri hluta tónleikanna voru með Coyne og félögum á sviðinu alls kyns uppblásnar fígúrur, þar á meðal sólin, tvö risavaxin fiðrildi, froskar og sjálfur jólasveinninn og setti þetta skemmtilegan svip á tónleikana. Allt ætlaði um koll að keyra í öðru laginu, She Don"t Use Jelly, þegar „confetti“ var skotið út í áhorfendasalinn með tilheyrandi ljósasýningu en á svipuðum tíma ýtti Coyne út í áhorfendasalinn risavöxnum upplásnum texta sem á stóð „Fuck yeah Iceland“, auk þess sem helíumblöðrur sveimuðu um allan salinn. Vakti þetta mikla lukku á meðal tónleikagesta sem ýttu textanum upplásna og helíumblöðrunum á milli sín það sem eftir lifði tónleikanna. Uppátækin voru fleiri því Coyne átti m.a. eftir að framkvæma aðalsmerki sitt, sem er að stíga inn í uppblásna kúlu, láta áhorfendur fleyta sér í henni út í sal og syngja þaðan. Síðan meir fleygði hann svo glimmeri út í salinn eins og óður maður. Eflaust myndu einhverjir halda að hljómsveit sem stundaði uppátæki sem þessi væri að beina athyglinni frá lélegri tónlistinni en í tilfelli The Flaming Lips er alls ekki um slíkt að ræða. Hljómsveitin stendur algjörlega undir öllu saman og spilaði á tónleikunum flest sín frægustu og skemmtilegustu lög, mörg af tveimur vinsælustu plötum sínum The Soft Bullettin og Yoshimi Battles the Pink Robots. Óumflýjanlega drógu samt þessar endalausu uppákomur athyglina lítillega frá tónlistinni en ekkert alvarlega. Miklu frekar bættu þær við upplifunina, sem var algjörlega mögnuð og verður seint toppuð. Eftir uppklapp spilaði The Flaming Lips eitt vinsælasta lagið sitt, Do You Realize??, við fádæma góðar undirtektir og lauk svo „sýningunni“ með frábærlega kraftmikilli útgáfu af Bítlalaginu Lucy in the Sky With Diamonds en það lag er einmitt að finna á nýjustu plötu Coyne og félaga, With a Little Help From My Fwends. Frábær lokahnykkur á ógleymanlegum tónleikum.Niðurstaða: Ógleymanlegir tónleikar með öllu tilheyrandi. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
The Flaming Lips Vodafonehöllin Iceland Airwaves Eins og búast mátti við voru tónleikar bandarísku rokkaranna The Flaming Lips í Vodafonehöllinni mikið sjónarspil. Þetta voru lokatónleikar Airwaves-hátíðarinnar á sunnudagskvöldinu en þeir hafa einmitt heppnast einstaklega vel síðustu árin, bæði hjá Sigur Rós í Nýju Laugardalshöllinni fyrir tveimur árum og svo hjá Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu í fyrra. Strax var ljóst að eitthvað sérstakt var í vændum fyrir tónleikana þegar hvítar snúrur löfðu niður úr loftinu og forsprakki The Flaming Lips, Wayne Coyne, gekk um gólf og skoðaði hvort allt væri ekki alveg örugglega í lagi. Óvenjulegt að sjá meðlim svona stórrar hljómsveitar spóka sig um sviðið áður en tónleikar hefjast. Þetta var í annað sinn sem The Flaming Lips spiluðu á Íslandi en fyrst stigu þeir einmitt á svið á Airwaves fyrir fjórtán árum. Á fyrri hluta tónleikanna voru með Coyne og félögum á sviðinu alls kyns uppblásnar fígúrur, þar á meðal sólin, tvö risavaxin fiðrildi, froskar og sjálfur jólasveinninn og setti þetta skemmtilegan svip á tónleikana. Allt ætlaði um koll að keyra í öðru laginu, She Don"t Use Jelly, þegar „confetti“ var skotið út í áhorfendasalinn með tilheyrandi ljósasýningu en á svipuðum tíma ýtti Coyne út í áhorfendasalinn risavöxnum upplásnum texta sem á stóð „Fuck yeah Iceland“, auk þess sem helíumblöðrur sveimuðu um allan salinn. Vakti þetta mikla lukku á meðal tónleikagesta sem ýttu textanum upplásna og helíumblöðrunum á milli sín það sem eftir lifði tónleikanna. Uppátækin voru fleiri því Coyne átti m.a. eftir að framkvæma aðalsmerki sitt, sem er að stíga inn í uppblásna kúlu, láta áhorfendur fleyta sér í henni út í sal og syngja þaðan. Síðan meir fleygði hann svo glimmeri út í salinn eins og óður maður. Eflaust myndu einhverjir halda að hljómsveit sem stundaði uppátæki sem þessi væri að beina athyglinni frá lélegri tónlistinni en í tilfelli The Flaming Lips er alls ekki um slíkt að ræða. Hljómsveitin stendur algjörlega undir öllu saman og spilaði á tónleikunum flest sín frægustu og skemmtilegustu lög, mörg af tveimur vinsælustu plötum sínum The Soft Bullettin og Yoshimi Battles the Pink Robots. Óumflýjanlega drógu samt þessar endalausu uppákomur athyglina lítillega frá tónlistinni en ekkert alvarlega. Miklu frekar bættu þær við upplifunina, sem var algjörlega mögnuð og verður seint toppuð. Eftir uppklapp spilaði The Flaming Lips eitt vinsælasta lagið sitt, Do You Realize??, við fádæma góðar undirtektir og lauk svo „sýningunni“ með frábærlega kraftmikilli útgáfu af Bítlalaginu Lucy in the Sky With Diamonds en það lag er einmitt að finna á nýjustu plötu Coyne og félaga, With a Little Help From My Fwends. Frábær lokahnykkur á ógleymanlegum tónleikum.Niðurstaða: Ógleymanlegir tónleikar með öllu tilheyrandi.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira