Kreppa bankamannsins Kristófers Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 8. nóvember 2014 11:30 „Stefán Máni er með marga bolta á lofti, það er eins og það séu tvær eða fleiri bækur sem takast á í sögunni,“ segir Jón Yngvi. Vísir/GVA Bækur: Litlu dauðarnir Stefán Máni Sögur Stefán Máni hóf feril sinn með óvenjulegum og áhrifamiklum skáldsögum sem gegnumlýstu sálarlíf og tilvist karlmanna í kreppu, karla sem lifðu í dauðvona samfélögum undir lok 20. aldar. Í Ísrael og Hótel Kaliforníu tvinnaði hann saman einhvers konar ofurraunsæi og goðsagnalegu og trúarlegu samhengi á forvitnilegan hátt. Það varð líka snemma ljóst að stílgáfa Stefáns er einstök, hann getur skrifað ótrúlega þéttan og hraðan stíl sem lyftir lýsingum á hversdagslegustu hlutum. Seinna sneri hann við blaðinu og hefur lengi einbeitt sér að spennu- og glæpasögum. Þegar honum hefur tekist best upp í þeirri grein, ekki síst í skáldsögunni Svartur á leik, hefur hann náð að sameina spennu, hraða og þá goðsagnalega vídd sem hefur fylgt honum frá fyrstu tíð. Nýjasta skáldsaga Stefáns, Litlu dauðarnir, er að einhverju leyti afturhvarf til viðfangsefna fyrstu skáldsagna hans. Hún byrjar eins og spennusaga úr efnahagshruninu en smám saman þéttist hún um persónulýsingu aðalpersónunnar og þær klemmur sem hann er kominn í, bæði í einkalífi og atvinnulífi. Viðskiptafræðingurinn Kristófer hefur ekki alltaf stefnt að því að vinna í banka. Hann lærði bókmenntafræði og lét sig dreyma um það, ásamt Margréti konu sinni, að stofna bókaforlag. Margrét er af öðru sauðahúsi en Kristófer. Hún er dóttir auðugra hjóna af Seltjarnarnesi, faðirinn er miskunnarlaus hrotti sem fer sínu fram í krafti valds síns og auðæfa en móðirin eins og skuggi af manneskju. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér er Kristófer á valdi þessarar tengdafjölskyldu sinnar og faðirinn virðist stefna að því að gera ungu hjónin að nákvæmri eftirmynd foreldranna, draumar um bókaútgáfu eru fyrir bí og þau reyna að byggja upp sálarlaust en áferðarfallegt borgaralegt líf. Þegar Kristófer missir vinnuna er þessi tilvera í hættu og hann grípur til örþrifaráða. Litlu dauðarnir er eins og spennusaga framan af og hún er skrifuð eins og spennusaga sem virkar ekki fullkomlega þegar hún fer að snúast um aðra hluti. Stefán Máni er með marga bolta á lofti, það er eins og það séu tvær eða fleiri bækur sem takast á í sögunni og þetta á líka við um stílinn og samræðu bókarinnar við hefðina. Kristófer á óskrifaða BA-ritgerð um Gyrði Elíasson einhvers staðar í fórum sínum, og Gangandi íkorni eftir Gyrði er áberandi undirtexti í bókinni en hún kinkar líka kolli til fleiri höfunda, Heilagur andi og englar vítis eftir Ólaf Gunnarsson kemur t.d. upp í hugann þegar söguhetjurnar lenda í slagtogi við mótorhjólaglæpagengi á karnívalískri útihátíð. Þessi blöndun bókmenntagreina virkar ekki alltaf sem skyldi og lokahluti bókarinnar veldur vonbrigðum en það er vonlaust að útskýra hvers vegna nema að ljóstra því upp hvernig fer, hvað það er við sögulok sem undirrituðum finnst ekki ganga upp.Niðurstaða: Blanda spennusögu og sögu um tilvistarglímu og fjölskylduvanda í hruninu sem gengur ekki fullkomlega upp. Gagnrýni Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Litlu dauðarnir Stefán Máni Sögur Stefán Máni hóf feril sinn með óvenjulegum og áhrifamiklum skáldsögum sem gegnumlýstu sálarlíf og tilvist karlmanna í kreppu, karla sem lifðu í dauðvona samfélögum undir lok 20. aldar. Í Ísrael og Hótel Kaliforníu tvinnaði hann saman einhvers konar ofurraunsæi og goðsagnalegu og trúarlegu samhengi á forvitnilegan hátt. Það varð líka snemma ljóst að stílgáfa Stefáns er einstök, hann getur skrifað ótrúlega þéttan og hraðan stíl sem lyftir lýsingum á hversdagslegustu hlutum. Seinna sneri hann við blaðinu og hefur lengi einbeitt sér að spennu- og glæpasögum. Þegar honum hefur tekist best upp í þeirri grein, ekki síst í skáldsögunni Svartur á leik, hefur hann náð að sameina spennu, hraða og þá goðsagnalega vídd sem hefur fylgt honum frá fyrstu tíð. Nýjasta skáldsaga Stefáns, Litlu dauðarnir, er að einhverju leyti afturhvarf til viðfangsefna fyrstu skáldsagna hans. Hún byrjar eins og spennusaga úr efnahagshruninu en smám saman þéttist hún um persónulýsingu aðalpersónunnar og þær klemmur sem hann er kominn í, bæði í einkalífi og atvinnulífi. Viðskiptafræðingurinn Kristófer hefur ekki alltaf stefnt að því að vinna í banka. Hann lærði bókmenntafræði og lét sig dreyma um það, ásamt Margréti konu sinni, að stofna bókaforlag. Margrét er af öðru sauðahúsi en Kristófer. Hún er dóttir auðugra hjóna af Seltjarnarnesi, faðirinn er miskunnarlaus hrotti sem fer sínu fram í krafti valds síns og auðæfa en móðirin eins og skuggi af manneskju. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér er Kristófer á valdi þessarar tengdafjölskyldu sinnar og faðirinn virðist stefna að því að gera ungu hjónin að nákvæmri eftirmynd foreldranna, draumar um bókaútgáfu eru fyrir bí og þau reyna að byggja upp sálarlaust en áferðarfallegt borgaralegt líf. Þegar Kristófer missir vinnuna er þessi tilvera í hættu og hann grípur til örþrifaráða. Litlu dauðarnir er eins og spennusaga framan af og hún er skrifuð eins og spennusaga sem virkar ekki fullkomlega þegar hún fer að snúast um aðra hluti. Stefán Máni er með marga bolta á lofti, það er eins og það séu tvær eða fleiri bækur sem takast á í sögunni og þetta á líka við um stílinn og samræðu bókarinnar við hefðina. Kristófer á óskrifaða BA-ritgerð um Gyrði Elíasson einhvers staðar í fórum sínum, og Gangandi íkorni eftir Gyrði er áberandi undirtexti í bókinni en hún kinkar líka kolli til fleiri höfunda, Heilagur andi og englar vítis eftir Ólaf Gunnarsson kemur t.d. upp í hugann þegar söguhetjurnar lenda í slagtogi við mótorhjólaglæpagengi á karnívalískri útihátíð. Þessi blöndun bókmenntagreina virkar ekki alltaf sem skyldi og lokahluti bókarinnar veldur vonbrigðum en það er vonlaust að útskýra hvers vegna nema að ljóstra því upp hvernig fer, hvað það er við sögulok sem undirrituðum finnst ekki ganga upp.Niðurstaða: Blanda spennusögu og sögu um tilvistarglímu og fjölskylduvanda í hruninu sem gengur ekki fullkomlega upp.
Gagnrýni Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira