Tvö sóló á einu kvöldi 8. nóvember 2014 12:30 Snædís Lilja Önnur tveggja dansara sem sýna í Tjarnarbíói á morgun. Hin er Steinunn Ketilsdóttir. Dansararnir og danshöfundarnir Snædís Lilja Ingadóttir og Steinunn Ketilsdóttir munu deila kvöldi í Tjarnarbíói sunnudagana 9. og 16. nóvember næstkomandi og sýna hvor sitt sólóverkið. Steinunn sýnir verkið this is it sem hún frumsýndi á Reykjavík Dance Festival fyrr í haust. This is it er opinskátt sólóverk þar sem höfundur tekst á við sjálfsmynd einstaklingsins og ímynd. Í verkinu takast á öfgar og klisjur þar sem Steinunn horfist í augu við sjálfa sig, tekst á við eigin kröfur og speglar sig í umhverfinu. Snædís sýnir verkið GOOD/BYE sem hún frumsýndi í Tjarnarbíói í september. Verkið fjallar um kveðjustundina, sem getur verið hversdagsleg, létt eða erfið, tilfinningin fer eftir tengslum þínum við þá sem þú kveður. Þær stöllur eru nýkomnar heim frá Búkarest í Rúmeníu þar sem þær dvöldu í vinnustofu og hófu sköpunarferlið að nýju verki eftir Steinunni sem ber vinnutitilinn Nordic blondes og verður frumsýnt í Tjarnarbíói haustið 2015. Gagnrýni Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dansararnir og danshöfundarnir Snædís Lilja Ingadóttir og Steinunn Ketilsdóttir munu deila kvöldi í Tjarnarbíói sunnudagana 9. og 16. nóvember næstkomandi og sýna hvor sitt sólóverkið. Steinunn sýnir verkið this is it sem hún frumsýndi á Reykjavík Dance Festival fyrr í haust. This is it er opinskátt sólóverk þar sem höfundur tekst á við sjálfsmynd einstaklingsins og ímynd. Í verkinu takast á öfgar og klisjur þar sem Steinunn horfist í augu við sjálfa sig, tekst á við eigin kröfur og speglar sig í umhverfinu. Snædís sýnir verkið GOOD/BYE sem hún frumsýndi í Tjarnarbíói í september. Verkið fjallar um kveðjustundina, sem getur verið hversdagsleg, létt eða erfið, tilfinningin fer eftir tengslum þínum við þá sem þú kveður. Þær stöllur eru nýkomnar heim frá Búkarest í Rúmeníu þar sem þær dvöldu í vinnustofu og hófu sköpunarferlið að nýju verki eftir Steinunni sem ber vinnutitilinn Nordic blondes og verður frumsýnt í Tjarnarbíói haustið 2015.
Gagnrýni Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira