Tónlist

Goðsagnakennd teknóútgáfa snýr aftur

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Addi Exos og Thor koma fram í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.
Addi Exos og Thor koma fram í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Fréttablaðið/valli
„Þessi plötuútgáfa fór út um allt í gamla daga og það sem er svo merkilegt við þetta er að þessi tónlist á enn þá við þó hún sé hátt í 20 ára gömul,“ segir plötusnúðurinn Addi Exos, einn af þeim sem kemur fram í kvöld á sérstökum Thule Musik og Strobelight Network tónleikum á Airwaves í Þjóðleikhúskjallaranum.

Thule Musik sló í gegn í alþjóðlegu teknósenunni um miðjan tíunda áratug en Strobelight Network er nýstofnaður sproti útgáfunnar. „Þetta var plötuútgáfa á hjara veraldar og jafnvel þótt við værum einangraðir frá umheiminum þá vorum við mörgum árum á undan okkar samtíð í að búa til minímalískt dubteknó,“ segir Addi en plöturnar sem sveitin gaf út á sínum tíma teljast miklir safnaragripir.

Það var plötusnúðurinn frægi Nina Kraviz sem sendi Adda fyrirspurn um að endurútgefa gamla plötu eftir hann. „Það var út af þessari pressu utan frá sem við ákváðum að endurútgefa allar bestu plöturnar okkar, segir Addi en í kvöld munu Octal, Yagya, Ruxpin, Yamaho, Amaury, Thor og Exos troða upp.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×