Goðsagnakennd teknóútgáfa snýr aftur Þórður Ingi Jónsson skrifar 7. nóvember 2014 08:30 Addi Exos og Thor koma fram í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Fréttablaðið/valli „Þessi plötuútgáfa fór út um allt í gamla daga og það sem er svo merkilegt við þetta er að þessi tónlist á enn þá við þó hún sé hátt í 20 ára gömul,“ segir plötusnúðurinn Addi Exos, einn af þeim sem kemur fram í kvöld á sérstökum Thule Musik og Strobelight Network tónleikum á Airwaves í Þjóðleikhúskjallaranum. Thule Musik sló í gegn í alþjóðlegu teknósenunni um miðjan tíunda áratug en Strobelight Network er nýstofnaður sproti útgáfunnar. „Þetta var plötuútgáfa á hjara veraldar og jafnvel þótt við værum einangraðir frá umheiminum þá vorum við mörgum árum á undan okkar samtíð í að búa til minímalískt dubteknó,“ segir Addi en plöturnar sem sveitin gaf út á sínum tíma teljast miklir safnaragripir. Það var plötusnúðurinn frægi Nina Kraviz sem sendi Adda fyrirspurn um að endurútgefa gamla plötu eftir hann. „Það var út af þessari pressu utan frá sem við ákváðum að endurútgefa allar bestu plöturnar okkar, segir Addi en í kvöld munu Octal, Yagya, Ruxpin, Yamaho, Amaury, Thor og Exos troða upp. Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þessi plötuútgáfa fór út um allt í gamla daga og það sem er svo merkilegt við þetta er að þessi tónlist á enn þá við þó hún sé hátt í 20 ára gömul,“ segir plötusnúðurinn Addi Exos, einn af þeim sem kemur fram í kvöld á sérstökum Thule Musik og Strobelight Network tónleikum á Airwaves í Þjóðleikhúskjallaranum. Thule Musik sló í gegn í alþjóðlegu teknósenunni um miðjan tíunda áratug en Strobelight Network er nýstofnaður sproti útgáfunnar. „Þetta var plötuútgáfa á hjara veraldar og jafnvel þótt við værum einangraðir frá umheiminum þá vorum við mörgum árum á undan okkar samtíð í að búa til minímalískt dubteknó,“ segir Addi en plöturnar sem sveitin gaf út á sínum tíma teljast miklir safnaragripir. Það var plötusnúðurinn frægi Nina Kraviz sem sendi Adda fyrirspurn um að endurútgefa gamla plötu eftir hann. „Það var út af þessari pressu utan frá sem við ákváðum að endurútgefa allar bestu plöturnar okkar, segir Addi en í kvöld munu Octal, Yagya, Ruxpin, Yamaho, Amaury, Thor og Exos troða upp.
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira