Tónlist

Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Áhorfendur tóku vel í tónlist Júníusar.
Áhorfendur tóku vel í tónlist Júníusar.
„Þetta var bara yndislegt,“ segir tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant sem spilaði fyrstu utandagskrár-tónleikana á Iceland Airwaves-hátíðinni í gær, sem fóru fram á elliheimilinu Grund. „Þetta voru svaka góðir áhorfendur og það var mjög vel tekið í þetta.“

Júníus segist vera afskaplega til í að spila aftur á Grund en þá muni hann kannski taka fleiri íslensk lög. „Það er alltaf gaman fyrir fólkið að syngja slagara frá sinni tíð en auðvitað alltaf gaman að heyra eitthvað nýtt líka,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×