Geymdi lopapeysuna frá Agli Skúla í 36 ár Þórður Ingi Jónsson skrifar 6. nóvember 2014 13:30 Hugh Cornwell spilaði hér árið 1978 þegar pönk var nýyrði. „Það er ekki mjög indælt veður hérna í Bretlandi,“ segir Hugh Cornwell, best þekktur sem fyrrverandi leiðtogi pönksveitarinnar The Stranglers. Hann mun troða upp á Gamla Gauknum 13. desember. „Það er mjög grátt og kalt en þetta undirbýr mig vel fyrir Ísland.“ Cornwell hætti í The Stranglers í byrjun tíunda áratugsins en hann var einn af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. Stranglers spiluðu á Íslandi árið 1978 og höfðu gríðarleg áhrif á íslenska tónlist, enda var hugtakið „pönk“ algjört nýyrði á þessum tíma. „Þetta voru ótrúlegir tónleikar en það var ansi stór prósenta af íbúum eyjunnar á þessum tónleikum, eitt eða þrjú prósent,“ segir Cornwell. „Þetta voru alveg ógleymanlegir tónleikar. Allir trylltust og ég skemmti mér mætavel.“ Að sögn Cornwells fékk hann lopapeysu að gjöf frá þáverandi borgarstjóra, Agli Skúla Ingibergssyni. „Ég á hana ennþá þó hún sé smá götótt. Þetta er eins og listaverk og hefur haldið á mér hita í mjög langan tíma. Kannski get ég hitt nýja borgarstjórann í þetta skiptið,“ segir Cornwell í léttum dúr. Á tónleikunum mun Cornwell og sveit hans spila lög af nýrri plötu hans, Totem and Taboo, í bland við eldra sólóefni og Stranglers-lög. Hann segist ekki fá leið á því að spila gömlu lögin þar sem hann hafi viljandi sleppt því að nota hljómborð, sem var eitt af sérkennum Stranglers. „Við þurfum að vera frumlegir og spila hljómborðsstefin á önnur hljóðfæri, þannig að við erum að blása nýju lífi í þessi gömlu lög.“ Cornwell vann nýju plötuna með Steve Albini, einum virtasta upptökustjóra tónlistarheimsins. „Hann er ótrúlegur og það var sönn ánægja að vinna með honum. Mér var sagt í byrjun að það væri erfitt að vinna með honum en ég skil bara alls ekki hvað var verið að tala um. Hann var herramaður, mjög skemmtilegur og skilningsríkur. Hann vann mjög hratt en við gerðum plötuna á tíu dögum. Hann var líka ánægður því að við vissum hvað við vildum gera og það þýddi að hann þyrfti ekki að taka mikið af ákvörðunum,“ segir Cornwell. „Hann er góður í að láta allt hljóma rétt, í því felst snilligáfa hans.“ Cornwell vinnur nú að sinni þriðju skáldsögu ásamt því að gera stuttmyndir upp úr hverju og einu lagi á Totem and Taboo. „Ég fattaði að enginn annar hafði gert þetta, að ég held, þannig að ég er að framleiða stuttmynd samhliða hverju og einu lagi á plötunni.“Stranglers á Keflavíkurflugvelli árið 1978.Af Timarit.isKyrkjararnir gömluThe Stranglers voru ein vinsælasta hljómsveitin sem kom út úr bresku pönksenunni. Þó að pönkstimpillinn hafi alltaf fylgt sveitinni hefur hún spilað margar mismunandi stefnur svo sem nýbylgju, lista- og gotarokk og fágað popp. Fræg lög með The Stranglers eru til dæmis Golden Brown, Peaches, No More Heroes og Walk On By, sem hefur verið kallað eitt besta koverlag allra tíma. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er ekki mjög indælt veður hérna í Bretlandi,“ segir Hugh Cornwell, best þekktur sem fyrrverandi leiðtogi pönksveitarinnar The Stranglers. Hann mun troða upp á Gamla Gauknum 13. desember. „Það er mjög grátt og kalt en þetta undirbýr mig vel fyrir Ísland.“ Cornwell hætti í The Stranglers í byrjun tíunda áratugsins en hann var einn af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. Stranglers spiluðu á Íslandi árið 1978 og höfðu gríðarleg áhrif á íslenska tónlist, enda var hugtakið „pönk“ algjört nýyrði á þessum tíma. „Þetta voru ótrúlegir tónleikar en það var ansi stór prósenta af íbúum eyjunnar á þessum tónleikum, eitt eða þrjú prósent,“ segir Cornwell. „Þetta voru alveg ógleymanlegir tónleikar. Allir trylltust og ég skemmti mér mætavel.“ Að sögn Cornwells fékk hann lopapeysu að gjöf frá þáverandi borgarstjóra, Agli Skúla Ingibergssyni. „Ég á hana ennþá þó hún sé smá götótt. Þetta er eins og listaverk og hefur haldið á mér hita í mjög langan tíma. Kannski get ég hitt nýja borgarstjórann í þetta skiptið,“ segir Cornwell í léttum dúr. Á tónleikunum mun Cornwell og sveit hans spila lög af nýrri plötu hans, Totem and Taboo, í bland við eldra sólóefni og Stranglers-lög. Hann segist ekki fá leið á því að spila gömlu lögin þar sem hann hafi viljandi sleppt því að nota hljómborð, sem var eitt af sérkennum Stranglers. „Við þurfum að vera frumlegir og spila hljómborðsstefin á önnur hljóðfæri, þannig að við erum að blása nýju lífi í þessi gömlu lög.“ Cornwell vann nýju plötuna með Steve Albini, einum virtasta upptökustjóra tónlistarheimsins. „Hann er ótrúlegur og það var sönn ánægja að vinna með honum. Mér var sagt í byrjun að það væri erfitt að vinna með honum en ég skil bara alls ekki hvað var verið að tala um. Hann var herramaður, mjög skemmtilegur og skilningsríkur. Hann vann mjög hratt en við gerðum plötuna á tíu dögum. Hann var líka ánægður því að við vissum hvað við vildum gera og það þýddi að hann þyrfti ekki að taka mikið af ákvörðunum,“ segir Cornwell. „Hann er góður í að láta allt hljóma rétt, í því felst snilligáfa hans.“ Cornwell vinnur nú að sinni þriðju skáldsögu ásamt því að gera stuttmyndir upp úr hverju og einu lagi á Totem and Taboo. „Ég fattaði að enginn annar hafði gert þetta, að ég held, þannig að ég er að framleiða stuttmynd samhliða hverju og einu lagi á plötunni.“Stranglers á Keflavíkurflugvelli árið 1978.Af Timarit.isKyrkjararnir gömluThe Stranglers voru ein vinsælasta hljómsveitin sem kom út úr bresku pönksenunni. Þó að pönkstimpillinn hafi alltaf fylgt sveitinni hefur hún spilað margar mismunandi stefnur svo sem nýbylgju, lista- og gotarokk og fágað popp. Fræg lög með The Stranglers eru til dæmis Golden Brown, Peaches, No More Heroes og Walk On By, sem hefur verið kallað eitt besta koverlag allra tíma.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira