Tónlist

Pylsur og tónlist

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Skúli „mennski" Þórðarson, tónlistarmaður
Skúli „mennski" Þórðarson, tónlistarmaður
„Hugmyndin að baki viðburðinum er ekki dýpri en svo að okkur langaði bara að vera með í Airwaves fjörinu og setja skemmtilegri brag á miðbæinn ásamt öllum hinum. Ef vel gengur með þessa frumraun hjá Bæjarins bestu í tónleikahaldi þá er næsta víst að það verður framhald á,“ segir tónlistarmaðurinn og pylsusalinn Skúli Þórðarson, betur þekktur sem Skúli mennski.

Pylsuvagninn Bæjarins bestu í Tryggvagötu tekur í fyrsta sinn þátt í utandagskrárviðburðum Iceland Airwaves-hátíðarinnar.

Tónleikar verða í dag, föstudag og laugardag við pylsuvagninn og hefjast alla dagana klukkan 16. Meðal tónlistarmanna sem koma fram fyrir utan Skúla sjálfan eru The Anatomy of Frank, Karlakórinn Esja og Hildur Evalía sem er einnig pylsusali, svo einhverjir séu nefndir.

Nánari upplýsingar um tónleikana er að finna hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.