Óhuggulegt lögreglumorð á Siglufirði Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 12:00 Náttblinda Bækur: Náttblinda Ragnar Jónasson Veröld Náttblinda er fimmta bókin í seríunni um Ara Þór Arason lögreglumann á Siglufirði og baráttu hans við norðlensk glæpamál í samtíð og fortíð. Málið sem hér er í forgrunni er eitt það erfiðasta sem komið hefur til kasta Ara því í upphafi sögu er nýr yfirmaður hans, Herjólfur að nafni, skotinn með haglabyssu af stuttu færi við yfirgefið hús rétt fyrir utan bæinn. Sagan teygir síðan anga sína víða í tíma og rúmi, en meginviðfangsefnið í þeim málum sem koma inn á borð Ara og Tómasar, hans gamla varðstjóra sem kallaður er til, er heimilisofbeldi gagnvart konum með öllum þeim óhugnanlegu eftirköstum sem slíkt hefur. Inn í söguna blandast að vanda heimilislíf Ara, en þau Kristín kona hans eru nýbakaðir foreldrar með því álagi sem fylgir og heldur hriktir í stoðum sambandsins. Ragnar kann þá list að vefa glæpasögu og miðlar upplýsingum í passlegum skömmtum, flækir rannsóknina og beinir grun að ýmsum eins og vera ber til að halda lesandanum við efnið. Sagan fær svo aukna vídd með brotum úr dagbók ungs manns sem lokaður er inni á geðsjúkrahúsi, en lesandinn hefur ekki hugmynd um hver sá maður er eða hvernig þessi brot tengjast morðmálinu sem er í forgrunni sögunnar fyrr en rétt á síðustu blaðsíðunum. Þessi óvissa eykur spennuna og frjóvgar hugarflug lesandans sem auðvitað er á fullu að leysa gátuna sjálfur á undan lögreglumönnum. Sjálft glæpamálið og flækjurnar í kringum það er einnig óvenjulegt í íslensku umhverfi og vekur ýmsar spurningar um öryggi lögreglumanna, en því miður hefur lesandinn áttað sig á því hver ódæðismaðurinn er of snemma í sögunni til að hún haldi spennunni til enda. Spurningarnar um afleiðingar heimilisofbeldis eru hins vegar ígrundaðar og tímabærar og snerta djúpt.Ragnar JónassonÞótt sögusviðið sé sem fyrr Siglufjörður kemur bæjarbragurinn og íbúarnir óvenju lítið við sögu, flestir þátttakendur í flækjunni eru aðkomufólk og ekki laust við að maður sakni dálítið stemningar smábæjarins sem Ragnari hefur tekist svo vel að fanga í fyrri bókum sínum. Þessi saga gæti gerst hvar sem er. Það er hins vegar algjört aukaatriði og ekki annað en heimtufrekja fordekraðs lesanda að fara fram á að höfundar haldi sig á sömu slóðum alla tíð. Bókaseríur um sama lögreglumanninn, þau glæpamál sem hann fær til umfjöllunar, þróun hans sem manneskju og áföllin í einkalífinu hafa notið mikilla vinsælda í gegnum áratugina en oft vill brenna við að höfunda þrjóti örendið og sá rammi sem sú uppskrift setur þeim verði of þröngur til að sagan blómstri, en Ragnar fellur ekki í þá gryfju. Ari er geðþekk persóna sem lesandanum þykir vænt um og hefur áhuga á að fylgjast með. Hæfilega venjulegur, hæfilega vitlaus og í hæfilega hefðbundnum aðstæðum til að hægt sé að samsama sig honum og þykja vænt um hann. Það er því mikill missir að honum úr íslenskri glæpasagnaflóru, en Ragnar hefur lýst því yfir að Náttblinda sé síðasta bókin um hann, allavega í bili. Maður verður bara að vona að það bil verði ekki of breitt.Niðurstaða: Vel fléttuð glæpasaga um hluti sem snerta okkur öll, en heldur ekki spennunni til enda. Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Náttblinda Ragnar Jónasson Veröld Náttblinda er fimmta bókin í seríunni um Ara Þór Arason lögreglumann á Siglufirði og baráttu hans við norðlensk glæpamál í samtíð og fortíð. Málið sem hér er í forgrunni er eitt það erfiðasta sem komið hefur til kasta Ara því í upphafi sögu er nýr yfirmaður hans, Herjólfur að nafni, skotinn með haglabyssu af stuttu færi við yfirgefið hús rétt fyrir utan bæinn. Sagan teygir síðan anga sína víða í tíma og rúmi, en meginviðfangsefnið í þeim málum sem koma inn á borð Ara og Tómasar, hans gamla varðstjóra sem kallaður er til, er heimilisofbeldi gagnvart konum með öllum þeim óhugnanlegu eftirköstum sem slíkt hefur. Inn í söguna blandast að vanda heimilislíf Ara, en þau Kristín kona hans eru nýbakaðir foreldrar með því álagi sem fylgir og heldur hriktir í stoðum sambandsins. Ragnar kann þá list að vefa glæpasögu og miðlar upplýsingum í passlegum skömmtum, flækir rannsóknina og beinir grun að ýmsum eins og vera ber til að halda lesandanum við efnið. Sagan fær svo aukna vídd með brotum úr dagbók ungs manns sem lokaður er inni á geðsjúkrahúsi, en lesandinn hefur ekki hugmynd um hver sá maður er eða hvernig þessi brot tengjast morðmálinu sem er í forgrunni sögunnar fyrr en rétt á síðustu blaðsíðunum. Þessi óvissa eykur spennuna og frjóvgar hugarflug lesandans sem auðvitað er á fullu að leysa gátuna sjálfur á undan lögreglumönnum. Sjálft glæpamálið og flækjurnar í kringum það er einnig óvenjulegt í íslensku umhverfi og vekur ýmsar spurningar um öryggi lögreglumanna, en því miður hefur lesandinn áttað sig á því hver ódæðismaðurinn er of snemma í sögunni til að hún haldi spennunni til enda. Spurningarnar um afleiðingar heimilisofbeldis eru hins vegar ígrundaðar og tímabærar og snerta djúpt.Ragnar JónassonÞótt sögusviðið sé sem fyrr Siglufjörður kemur bæjarbragurinn og íbúarnir óvenju lítið við sögu, flestir þátttakendur í flækjunni eru aðkomufólk og ekki laust við að maður sakni dálítið stemningar smábæjarins sem Ragnari hefur tekist svo vel að fanga í fyrri bókum sínum. Þessi saga gæti gerst hvar sem er. Það er hins vegar algjört aukaatriði og ekki annað en heimtufrekja fordekraðs lesanda að fara fram á að höfundar haldi sig á sömu slóðum alla tíð. Bókaseríur um sama lögreglumanninn, þau glæpamál sem hann fær til umfjöllunar, þróun hans sem manneskju og áföllin í einkalífinu hafa notið mikilla vinsælda í gegnum áratugina en oft vill brenna við að höfunda þrjóti örendið og sá rammi sem sú uppskrift setur þeim verði of þröngur til að sagan blómstri, en Ragnar fellur ekki í þá gryfju. Ari er geðþekk persóna sem lesandanum þykir vænt um og hefur áhuga á að fylgjast með. Hæfilega venjulegur, hæfilega vitlaus og í hæfilega hefðbundnum aðstæðum til að hægt sé að samsama sig honum og þykja vænt um hann. Það er því mikill missir að honum úr íslenskri glæpasagnaflóru, en Ragnar hefur lýst því yfir að Náttblinda sé síðasta bókin um hann, allavega í bili. Maður verður bara að vona að það bil verði ekki of breitt.Niðurstaða: Vel fléttuð glæpasaga um hluti sem snerta okkur öll, en heldur ekki spennunni til enda.
Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira