Miklar tilfinningar og togstreita Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2014 11:00 Hluti þeirra sem koma listamanna fram í Eldborgarsalnum í kvöld. Fréttablaðið/Valli Föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stígur á Eldborgarsvið Hörpu í kvöld og flytur tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Meistarastykki hennar, Rumours, verður flutt í heild sinni auk annarra þekktra laga. Kynnir verður Daddi Guðbergsson, sem er einn fárra Íslendinga sem hefur farið á tónleika með Fleetwood Mac. „Þau hafa ekki verið mjög dugleg í seinni tíð að spila „live“,“ segir Daddi, sem fór einnig í pílagrímsför þegar hann bjó í San Francisco og skoðaði hljóðverið þar sem Rumours var tekin upp. Sú plata hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún lög á borð við Don"t Stop, Dreams, Go Your Own Way og Songbird. „Það er ótrúlegt að þau hafi náð að gera þessa plötu. Togstreitan í kringum bandið var ótrúleg og tilfinningarnar líka. Við erum að tala um tvö pör úr hljómsveitinni sem eru nýskilin þegar farið er í vinnslu á plötunni. Einn gagnrýnandi sagði þegar hann var búinn að hlusta á plötuna að skilnaður hafi aldrei verið jafn yndislegur,“ segir Daddi. „Textarnir fjalla mikið um þá krísu sem fólk gengur í gegnum þegar það stendur frammi fyrir miklu tilfinningastríði. Í hljóðverinu mættu þau klukkan sjö um kvöldið og svo var drukkið og dópað til tvö um nóttina. Þá byrjuðu þau að rúlla teipinu og taka upp. Þetta fólk hefur þurft að deyfa sig vel til að höndla pressuna.“ Auk laganna af Rumours verða í kvöld flutt lög á borð við Little Lies, Albatross, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy og Big Love. Söngvarar verða Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins og Magni. Hljómsveitina skipa Einar Scheving, Eiður Arnarsson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Alma Rut og Gísli Magna sjá um bakraddir. „Þetta er einvalalið og það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu hæfileikaríka fólki rúlla þessu gjörsamlega upp,“ segir Daddi og bætir við að Fleetwood Mac sé ein langlífasta smellasveit heims. „Samt hefur hún alltaf haft svolítinn indístimpil á sér.“ Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna stígur á Eldborgarsvið Hörpu í kvöld og flytur tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Meistarastykki hennar, Rumours, verður flutt í heild sinni auk annarra þekktra laga. Kynnir verður Daddi Guðbergsson, sem er einn fárra Íslendinga sem hefur farið á tónleika með Fleetwood Mac. „Þau hafa ekki verið mjög dugleg í seinni tíð að spila „live“,“ segir Daddi, sem fór einnig í pílagrímsför þegar hann bjó í San Francisco og skoðaði hljóðverið þar sem Rumours var tekin upp. Sú plata hefur selst í meira en 45 milljónum eintaka enda inniheldur hún lög á borð við Don"t Stop, Dreams, Go Your Own Way og Songbird. „Það er ótrúlegt að þau hafi náð að gera þessa plötu. Togstreitan í kringum bandið var ótrúleg og tilfinningarnar líka. Við erum að tala um tvö pör úr hljómsveitinni sem eru nýskilin þegar farið er í vinnslu á plötunni. Einn gagnrýnandi sagði þegar hann var búinn að hlusta á plötuna að skilnaður hafi aldrei verið jafn yndislegur,“ segir Daddi. „Textarnir fjalla mikið um þá krísu sem fólk gengur í gegnum þegar það stendur frammi fyrir miklu tilfinningastríði. Í hljóðverinu mættu þau klukkan sjö um kvöldið og svo var drukkið og dópað til tvö um nóttina. Þá byrjuðu þau að rúlla teipinu og taka upp. Þetta fólk hefur þurft að deyfa sig vel til að höndla pressuna.“ Auk laganna af Rumours verða í kvöld flutt lög á borð við Little Lies, Albatross, Black Magic Woman, Hold Me, Seven Wonders, Gypsy og Big Love. Söngvarar verða Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar, Sigga Beinteins og Magni. Hljómsveitina skipa Einar Scheving, Eiður Arnarsson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Alma Rut og Gísli Magna sjá um bakraddir. „Þetta er einvalalið og það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessu hæfileikaríka fólki rúlla þessu gjörsamlega upp,“ segir Daddi og bætir við að Fleetwood Mac sé ein langlífasta smellasveit heims. „Samt hefur hún alltaf haft svolítinn indístimpil á sér.“
Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira