Brothætta leiðin Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2014 07:00 Kraftur stærðarinnar getur gert stórþjóðum kleift að ganga þannig fram að setur nágranna þeirra í heiminum í skrítna stöðu. Í grein í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, vekur Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, athygli á því að með lögfestingu Bandaríkjanna á svokölluðum FATCA-lögum séu fjármálastofnanir og bankar í öðrum ríkjum skyldaðar til að „leita logandi ljósi“ að bandarískum skattgreiðendum til að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Hún bendir á að detti einhverjum í hug að fara ekki að bandarísku lögunum þá komi skattyfirvöld þar til með að leggja 30 prósenta skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. „Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins,“ bendir hún á. Hætt er við því að erlend ríki og forsvarsmenn fjármálastofnana þar myndu yppa öxlum ef Íslendingum dytti í hug að setja viðlíka lög. Smæð landsins gerir að verkum að það getur illa farið fram með ofríki og frekju. Hag Íslands hlýtur að vera best borgið með samstarfi og samningum við aðrar þjóðir. Og saman geta lönd hrint ofríkisaðgerðum ríkja sem vaða fram í frekju og eiginhagsmunagæslu. Því er sannarlega önugt að ríkisstjórnin sem komst til valda vorið 2013 hafi hætt samningaviðræðum við Evrópusambandið, þar sem ríki taka höndum saman um sameiginlega hagsmuni. Þá snertir líka rekstrarumhverfi fjármálastofnana þessa lands að hér verður höftum á fjármagnsflutninga milli landa líkast til aldrei aflétt að fullu á meðan að hér á að notast við krónu. Þær „þjóðhagsvarúðarreglur“ sem Seðlabankinn hefur rætt um að taki við eru líka höft og óvíst að nýtt orðalag um framkvæmd þeirra verði til þess að draga úr fælingarmætti hafta á erlenda fjárfestingu. Í nýrri grein í Vísbendingu áréttar Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, mikilvægi „þjóðhagsvarúðarreglna“ til þess að krónuhagkerfið verði ekki „brothætt“ eftir að búið er að gera upp þrotabú föllnu bankanna. Hlutirnir sem gæta þarf að eru þó æði margir. Takmarka þarf ákveðna starfsemi banka, Seðlabankinn þarf með ærnum tilkostnaði að koma sér upp gjaldeyrisvaraforða, reka þarf ríkissjóð með afgangi og „stemma stigu við óhóflegu útflæði og innflæði fjármagns“, svo fátt eitt sé nefnt. Þá telur Gylfi erlenda banka helst þurfa að eignast hlut í þeim íslensku til að draga úr áhrifum kunningjasamfélagsins og dreifa áhættu. Hún virðist í það minnsta síður brothætt sú leið að binda gengi krónunnar evru með aðild að ESB og stuðningi Evrópska seðlabankans, með þeim kostum sem aukin samtenging við evrópska fjármálamarkaði og -eftirlit hefur í för með sér. Með samningum og samstarfi hafa Íslendingar þó tækifæri til að hafa áhrif á lög og reglur sem hér taka gildi, í stað þess að láta ruglið óþvegið yfir sig ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við Bandaríkin 29. október 2014 07:00 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Kraftur stærðarinnar getur gert stórþjóðum kleift að ganga þannig fram að setur nágranna þeirra í heiminum í skrítna stöðu. Í grein í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, vekur Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, athygli á því að með lögfestingu Bandaríkjanna á svokölluðum FATCA-lögum séu fjármálastofnanir og bankar í öðrum ríkjum skyldaðar til að „leita logandi ljósi“ að bandarískum skattgreiðendum til að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Hún bendir á að detti einhverjum í hug að fara ekki að bandarísku lögunum þá komi skattyfirvöld þar til með að leggja 30 prósenta skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. „Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins,“ bendir hún á. Hætt er við því að erlend ríki og forsvarsmenn fjármálastofnana þar myndu yppa öxlum ef Íslendingum dytti í hug að setja viðlíka lög. Smæð landsins gerir að verkum að það getur illa farið fram með ofríki og frekju. Hag Íslands hlýtur að vera best borgið með samstarfi og samningum við aðrar þjóðir. Og saman geta lönd hrint ofríkisaðgerðum ríkja sem vaða fram í frekju og eiginhagsmunagæslu. Því er sannarlega önugt að ríkisstjórnin sem komst til valda vorið 2013 hafi hætt samningaviðræðum við Evrópusambandið, þar sem ríki taka höndum saman um sameiginlega hagsmuni. Þá snertir líka rekstrarumhverfi fjármálastofnana þessa lands að hér verður höftum á fjármagnsflutninga milli landa líkast til aldrei aflétt að fullu á meðan að hér á að notast við krónu. Þær „þjóðhagsvarúðarreglur“ sem Seðlabankinn hefur rætt um að taki við eru líka höft og óvíst að nýtt orðalag um framkvæmd þeirra verði til þess að draga úr fælingarmætti hafta á erlenda fjárfestingu. Í nýrri grein í Vísbendingu áréttar Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, mikilvægi „þjóðhagsvarúðarreglna“ til þess að krónuhagkerfið verði ekki „brothætt“ eftir að búið er að gera upp þrotabú föllnu bankanna. Hlutirnir sem gæta þarf að eru þó æði margir. Takmarka þarf ákveðna starfsemi banka, Seðlabankinn þarf með ærnum tilkostnaði að koma sér upp gjaldeyrisvaraforða, reka þarf ríkissjóð með afgangi og „stemma stigu við óhóflegu útflæði og innflæði fjármagns“, svo fátt eitt sé nefnt. Þá telur Gylfi erlenda banka helst þurfa að eignast hlut í þeim íslensku til að draga úr áhrifum kunningjasamfélagsins og dreifa áhættu. Hún virðist í það minnsta síður brothætt sú leið að binda gengi krónunnar evru með aðild að ESB og stuðningi Evrópska seðlabankans, með þeim kostum sem aukin samtenging við evrópska fjármálamarkaði og -eftirlit hefur í för með sér. Með samningum og samstarfi hafa Íslendingar þó tækifæri til að hafa áhrif á lög og reglur sem hér taka gildi, í stað þess að láta ruglið óþvegið yfir sig ganga.
Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við Bandaríkin 29. október 2014 07:00
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun