Læknisvottorð, ónýtur pappír? Teitur Guðmundsson skrifar 28. október 2014 07:00 Það er þekkt að læknar eru reglubundið beðnir um að gefa út vottorð vegna veikinda skjólstæðinga sinna, einnig vegna starfshæfni eða annarrar hæfni sem þykir þurfa læknisfræðilega nálgun og staðfestingu, eins og við stjórnun ökutækja, skipa og flugvéla svo eitthvað sé nefnt. Þá er snar þáttur heimilislækna orðinn að votta um ástand skjólstæðinga með tilliti til tryggingartöku þeirra, gagnvart hinu opinbera og lífeyrissjóðum vegna langvarandi veikinda eða jafnvel ferða viðkomandi innanlands þegar hann sækir sér læknishjálp. Læknisvottorð geta verið gögn í dómsmálum og þurfa læknar að geta staðið við þau fyrir dómi ef svo ber undir. Þetta er býsna mikil skriffinnska og talsverður munur á því hvaða augum læknar líta þessi vottorð en samkvæmt reglugerð um útgáfu læknisvottorða nr. 586/1991 segir orðrétt í fyrstu grein: „Lækni ber skylda til að votta samskipti sín og sjúklings, óski sjúklingur eftir því, eftir atvikum foreldri eða forráðamaður eða annar umboðsmaður hans.“ Þá getur verið óskað eftir vottorði læknis eins og þekkt er af hálfu tryggingarfélags eða opinberra aðila eins og sýslumanns eða flugmálastjórnar samanber hér að ofan. Þetta er ekki alltaf svona auðvelt því í þriðju grein segir: „Læknir skal ekki staðhæfa annað í vottorði en það sem hann hefur sjálfur sannreynt.“ Og þar liggur flækjustig málsins.Mikið í húfi Læknirinn getur þetta alls ekki í nokkrum hluta þeirra vottorða sem hann gefur út dagsdaglega, en það eru vottorð vegna veikinda til atvinnurekenda og vegna fjarveru frá skóla. Þarna getur verið mikið í húfi fyrir skjólstæðing læknisins en einnig fyrir atvinnurekandann til dæmis og hvaða hagsmuni ætti læknirinn að verja í slíkum tilfellum? Þessu er býsna auðsvarað því læknar hafa lært það í gegnum tíðina eins og segir einhvers staðar að sértu í vafa þá eigir þú fyrst að hugsa um hagsmuni sjúklingsins. Þetta gildir sérstaklega um meðferð og læknisfræðilega nálgun á veikindi einstaklinga en mögulega ekki jafn mikið þegar reynir á veikindarétt kjarasamninga og hagsmuni launþega gagnvart atvinnurekanda sínum, eða hvað? Það hvarflar ekki að mér að ætla að draga úr rétti sjúklinga, né heldur að gera lítið úr vinnu við læknisvottorð þar sem ég er sannfærður um að rétt sé með farið í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. En mér þykir umræðan um „rétt“ vera dálítið einhliða hjá launþeganum þó svo ég þykist vita að víða er pottur brotinn í samskiptum í atvinnulífinu. Greiningin Situational disturbance F43.2 er orðin ansi algeng hérlendis. Oft kemur hún í kjölfar veikinda á uppsagnarfresti og er líklega algengust þar, en undir sama greiningarnúmer falla sjúkdómar eins og kúltúrsjokk, sorgarviðbragð, aðlögunarröskun og tímabundin umhverfis- og aðstöðuröskun. Allt saman greiningar sem í eðli sínu ættu að vera tímabundnar og horfur almennt góðar. Það er því sérstakt þegar slík greining er viðvarandi um margra mánaða skeið í veikindum og helgast kannski frekar af samskiptavanda á vinnustað og vanlíðan fremur en raunverulegum veikindum?Þurfum nýja nálgun Kannski vantar einhvers konar viðmið önnur en eingöngu einstaklingsbundið mat læknisins, mögulega leiðbeiningar, í öllu falli vantar frekara samtal um eðli og gildi vottorða af þessu tagi sem því miður eru orðin of algeng á vinnumarkaði. Mikilvægt er að sú umræða fari fram á vegum Læknafélagsins og Embættis landlæknis en jafnframt í samvinnu við aðila á vinnumarkaði. Ég þykist viss um að flestir ef ekki allir þessi aðilar eru sammála því að við þurfum að einhverju leyti nýja nálgun á slík vottorð. Ég gæti nefnt fleiri vottorð sem þyrftu endurskoðunar við og mætti skerpa verulega á vinnureglum og samhæfðum vinnubrögðum. Þar má nefna læknisvottorð vegna skotvopnaleyfis, ökuleyfisvottorð, vottorð vegna starfshæfni ýmiss konar, þ.á m. sjómanna, vottorð vegna fjarvista úr skóla og fleiri. Ég kalla því eftir samræmdum vinnubrögðum og stöðlun á því sem votta skal samanber vinnureglur um endurhæfingar- og örorkuvottorð hérlendis, en einnig má vísa í erlenda staðla varðandi gerð ökuleyfisvottorða, starfshæfnismöt í áliðnaði, matariðnaði og lyfjaiðnaði en einnig meðal flugmanna, slökkviliðsmanna og lögreglumanna og þannig mætti lengi telja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Það er þekkt að læknar eru reglubundið beðnir um að gefa út vottorð vegna veikinda skjólstæðinga sinna, einnig vegna starfshæfni eða annarrar hæfni sem þykir þurfa læknisfræðilega nálgun og staðfestingu, eins og við stjórnun ökutækja, skipa og flugvéla svo eitthvað sé nefnt. Þá er snar þáttur heimilislækna orðinn að votta um ástand skjólstæðinga með tilliti til tryggingartöku þeirra, gagnvart hinu opinbera og lífeyrissjóðum vegna langvarandi veikinda eða jafnvel ferða viðkomandi innanlands þegar hann sækir sér læknishjálp. Læknisvottorð geta verið gögn í dómsmálum og þurfa læknar að geta staðið við þau fyrir dómi ef svo ber undir. Þetta er býsna mikil skriffinnska og talsverður munur á því hvaða augum læknar líta þessi vottorð en samkvæmt reglugerð um útgáfu læknisvottorða nr. 586/1991 segir orðrétt í fyrstu grein: „Lækni ber skylda til að votta samskipti sín og sjúklings, óski sjúklingur eftir því, eftir atvikum foreldri eða forráðamaður eða annar umboðsmaður hans.“ Þá getur verið óskað eftir vottorði læknis eins og þekkt er af hálfu tryggingarfélags eða opinberra aðila eins og sýslumanns eða flugmálastjórnar samanber hér að ofan. Þetta er ekki alltaf svona auðvelt því í þriðju grein segir: „Læknir skal ekki staðhæfa annað í vottorði en það sem hann hefur sjálfur sannreynt.“ Og þar liggur flækjustig málsins.Mikið í húfi Læknirinn getur þetta alls ekki í nokkrum hluta þeirra vottorða sem hann gefur út dagsdaglega, en það eru vottorð vegna veikinda til atvinnurekenda og vegna fjarveru frá skóla. Þarna getur verið mikið í húfi fyrir skjólstæðing læknisins en einnig fyrir atvinnurekandann til dæmis og hvaða hagsmuni ætti læknirinn að verja í slíkum tilfellum? Þessu er býsna auðsvarað því læknar hafa lært það í gegnum tíðina eins og segir einhvers staðar að sértu í vafa þá eigir þú fyrst að hugsa um hagsmuni sjúklingsins. Þetta gildir sérstaklega um meðferð og læknisfræðilega nálgun á veikindi einstaklinga en mögulega ekki jafn mikið þegar reynir á veikindarétt kjarasamninga og hagsmuni launþega gagnvart atvinnurekanda sínum, eða hvað? Það hvarflar ekki að mér að ætla að draga úr rétti sjúklinga, né heldur að gera lítið úr vinnu við læknisvottorð þar sem ég er sannfærður um að rétt sé með farið í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. En mér þykir umræðan um „rétt“ vera dálítið einhliða hjá launþeganum þó svo ég þykist vita að víða er pottur brotinn í samskiptum í atvinnulífinu. Greiningin Situational disturbance F43.2 er orðin ansi algeng hérlendis. Oft kemur hún í kjölfar veikinda á uppsagnarfresti og er líklega algengust þar, en undir sama greiningarnúmer falla sjúkdómar eins og kúltúrsjokk, sorgarviðbragð, aðlögunarröskun og tímabundin umhverfis- og aðstöðuröskun. Allt saman greiningar sem í eðli sínu ættu að vera tímabundnar og horfur almennt góðar. Það er því sérstakt þegar slík greining er viðvarandi um margra mánaða skeið í veikindum og helgast kannski frekar af samskiptavanda á vinnustað og vanlíðan fremur en raunverulegum veikindum?Þurfum nýja nálgun Kannski vantar einhvers konar viðmið önnur en eingöngu einstaklingsbundið mat læknisins, mögulega leiðbeiningar, í öllu falli vantar frekara samtal um eðli og gildi vottorða af þessu tagi sem því miður eru orðin of algeng á vinnumarkaði. Mikilvægt er að sú umræða fari fram á vegum Læknafélagsins og Embættis landlæknis en jafnframt í samvinnu við aðila á vinnumarkaði. Ég þykist viss um að flestir ef ekki allir þessi aðilar eru sammála því að við þurfum að einhverju leyti nýja nálgun á slík vottorð. Ég gæti nefnt fleiri vottorð sem þyrftu endurskoðunar við og mætti skerpa verulega á vinnureglum og samhæfðum vinnubrögðum. Þar má nefna læknisvottorð vegna skotvopnaleyfis, ökuleyfisvottorð, vottorð vegna starfshæfni ýmiss konar, þ.á m. sjómanna, vottorð vegna fjarvista úr skóla og fleiri. Ég kalla því eftir samræmdum vinnubrögðum og stöðlun á því sem votta skal samanber vinnureglur um endurhæfingar- og örorkuvottorð hérlendis, en einnig má vísa í erlenda staðla varðandi gerð ökuleyfisvottorða, starfshæfnismöt í áliðnaði, matariðnaði og lyfjaiðnaði en einnig meðal flugmanna, slökkviliðsmanna og lögreglumanna og þannig mætti lengi telja.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun