Tökum stór lán hjá framtíðinni Sigurjón M. Egilsson skrifar 22. október 2014 00:00 Skuldir íslenska ríkisins eru miklar og afborganir og vextir af þeim eru svimandi háar fjárhæðir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ákveðinn, hann setur niðurgreiðslu lánanna í forgang. Segir lægri skuldir og lægri greiðslubyrði vera helsta velferðarmál þjóðarinnar. Þegar okkur hefur orðið ágengt þar, þá opnist tækifæri til svo margs. Staða okkar er þannig að illa getum við gert hvort tveggja, greitt niður skuldir og rekið það samfélag sem við höfum vanist, og alls ekki það samfélag sem við viljum helst hafa. Til að fara leið Bjarna, að hallalausum fjárlögum, verðum við að grípa til margs, og sumt af því er miður gott. Hversu oft hefur okkur verið sagt að ein mesta, besta og skynsamlegasta fjárfesting sem þekkist sé aukin menntun. Að hver króna sem sett er í menntun skili sér margfalt til baka. Hvers vegna er þá gripið til þess ráðs að fæla fólk, sem er tuttugu og fimm ára og eldra, frá menntun? Er það vegna þess að ekki sé þjóðhagslegur hagur af námi þess fólks, eða erum við að fórna fólki og framtíðartekjum til að greiða niður aðrar skuldir? Og hvort er betra að lækka greiðslubyrðina eða afsala þjóðinni tekjum framtíðarinnar? Mikið vantar upp á að þeir peningar sem varið er, og á að verja, til vegamála dugi til nauðsynlegs viðhalds, hvað þá uppbyggingar. Ástæðan er markmiðið um lækkun skulda. En hvað kostar hvert slys mikið? Hvað þurfum við að borga vegna hættulegra vega? Það er erfitt að reikna fjárhagslegt áfall af vondum vegum og ónýtum. En auðvelt að reikna vexti og afborganir ríkissjóðs. En hvort er betra, að auka kostnað vegna afborgana eða leggja fram nauðsynlega peninga til viðhalds og uppbyggingar vega? Þá er óreiknuð óhamingja þeirra sem slasast. Það þarf væntanlega að loka nokkrum flugvöllum. Ekki vegna þess að ekki sé þörf fyrir þá. Nei, vegna þess að við höfum ekki efni á að halda þeim opnum. Flugvellirnir eru ekki bara til áætlunarflugs eða skemmtiflugs. Þeir eru líka til sjúkra- og neyðarflugs. Kann að vera að frestun á viðhaldi kosti síðar meira en það sem nú á að spara? Heilbrigðiskerfið hangir enn á bjargbrúninni. Hluti ástandsins þar er þekktur allri þjóðinni og seint verður hægt að reikna til enda skaðann sem hlýst af frestun nauðsynlegra verkefna. Markmiðið um hallalaus fjárlög er stefnuviti allra ákvarðana. Sem er göfugt markmið. Þá er eftir að reikna, hvort er dýrara að borga afborganir og vexti eða safna upp mörgum og óleystum verkefnum sem munu kosta verulega mikla peninga þegar þar að kemur. Það eru ekki búvísindi að halda í aurinn og kasta krónunni, nema þá kannski ef henni yrði kastað fyrir fullt og allt. Það ágæta fólk, sem nú fer með völdin fyrir okkar hönd, ætti að leggja fram trúverðuga útreikninga um hvor leiðin er betri. Eins má spyrja hvort hægt sé að þrengja að öðru og minna áríðandi en heilbrigði, menntun og öryggi. Svarið hlýtur að vera einfalt, auðvitað er það hægt. Nú tökum við dýr lán hjá framtíðinni. Það kemur að skuldadögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Skuldir íslenska ríkisins eru miklar og afborganir og vextir af þeim eru svimandi háar fjárhæðir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ákveðinn, hann setur niðurgreiðslu lánanna í forgang. Segir lægri skuldir og lægri greiðslubyrði vera helsta velferðarmál þjóðarinnar. Þegar okkur hefur orðið ágengt þar, þá opnist tækifæri til svo margs. Staða okkar er þannig að illa getum við gert hvort tveggja, greitt niður skuldir og rekið það samfélag sem við höfum vanist, og alls ekki það samfélag sem við viljum helst hafa. Til að fara leið Bjarna, að hallalausum fjárlögum, verðum við að grípa til margs, og sumt af því er miður gott. Hversu oft hefur okkur verið sagt að ein mesta, besta og skynsamlegasta fjárfesting sem þekkist sé aukin menntun. Að hver króna sem sett er í menntun skili sér margfalt til baka. Hvers vegna er þá gripið til þess ráðs að fæla fólk, sem er tuttugu og fimm ára og eldra, frá menntun? Er það vegna þess að ekki sé þjóðhagslegur hagur af námi þess fólks, eða erum við að fórna fólki og framtíðartekjum til að greiða niður aðrar skuldir? Og hvort er betra að lækka greiðslubyrðina eða afsala þjóðinni tekjum framtíðarinnar? Mikið vantar upp á að þeir peningar sem varið er, og á að verja, til vegamála dugi til nauðsynlegs viðhalds, hvað þá uppbyggingar. Ástæðan er markmiðið um lækkun skulda. En hvað kostar hvert slys mikið? Hvað þurfum við að borga vegna hættulegra vega? Það er erfitt að reikna fjárhagslegt áfall af vondum vegum og ónýtum. En auðvelt að reikna vexti og afborganir ríkissjóðs. En hvort er betra, að auka kostnað vegna afborgana eða leggja fram nauðsynlega peninga til viðhalds og uppbyggingar vega? Þá er óreiknuð óhamingja þeirra sem slasast. Það þarf væntanlega að loka nokkrum flugvöllum. Ekki vegna þess að ekki sé þörf fyrir þá. Nei, vegna þess að við höfum ekki efni á að halda þeim opnum. Flugvellirnir eru ekki bara til áætlunarflugs eða skemmtiflugs. Þeir eru líka til sjúkra- og neyðarflugs. Kann að vera að frestun á viðhaldi kosti síðar meira en það sem nú á að spara? Heilbrigðiskerfið hangir enn á bjargbrúninni. Hluti ástandsins þar er þekktur allri þjóðinni og seint verður hægt að reikna til enda skaðann sem hlýst af frestun nauðsynlegra verkefna. Markmiðið um hallalaus fjárlög er stefnuviti allra ákvarðana. Sem er göfugt markmið. Þá er eftir að reikna, hvort er dýrara að borga afborganir og vexti eða safna upp mörgum og óleystum verkefnum sem munu kosta verulega mikla peninga þegar þar að kemur. Það eru ekki búvísindi að halda í aurinn og kasta krónunni, nema þá kannski ef henni yrði kastað fyrir fullt og allt. Það ágæta fólk, sem nú fer með völdin fyrir okkar hönd, ætti að leggja fram trúverðuga útreikninga um hvor leiðin er betri. Eins má spyrja hvort hægt sé að þrengja að öðru og minna áríðandi en heilbrigði, menntun og öryggi. Svarið hlýtur að vera einfalt, auðvitað er það hægt. Nú tökum við dýr lán hjá framtíðinni. Það kemur að skuldadögum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun