Kynsjúkdómar og krabbamein Teitur Guðmundsson skrifar 21. október 2014 07:00 Árlegur bleikur mánuður er rúmlega hálfnaður og við höfum gert vel í því að hvetja konur til skoðunar og árvekni um krabbamein, þann vágest sem heimsækir að meðaltali þriðja hvern einstakling á lífsleiðinni. Það er enginn sem velur sér það hlutskipti að veikjast af slíkum sjúkdómi og allra síst hvaða tegund af krabbameini. Því er afar mikilvægt að sinna vel forvörnum og fræðslu og þannig koma í veg fyrir að hún eða hann greinist. Hjá þeim sem við getum ekki komið í veg fyrir að greinist viljum við finna sjúkdóminn á frumstigi svo við getum mögulega læknað hann, en því miður tekst það ekki alltaf og enn látast of margir. Algengustu krabbamein kvenna á Íslandi eru brjósta-, lungna og ristilmein. Á heimsvísu telur leghálskrabbamein enn til þeirra algengustu þrátt fyrir að nýgengi þess hafi minnkað hérlendis á undanförnum áratugum, þökk sé skimun á landsvísu og reglulegu eftirliti með konum sem hafa greinst með frumubreytingar. Það er engin tilviljun að okkur hefur orðið ágengt, en betur má ef duga skal. Í dag sjáum við tölur sem segja að allt að helmingur kvenna mæti ekki til reglubundinnar leitar. Auglýsingaherferðin sem var hrundið af stað þetta árið ber þess glögglega merki og ber að hafa miklar áhyggjur af kæruleysi kvenna svo ekki sé fastar að orði kveðið.Mikill misskilningur Krabbamein er almennt sjúkdómur eldra fólksins og þegar maður er ungur þykir manni harla ólíklegt að fá slíkan sjúkdóm og það er líka rétt, líkurnar eru ekki mjög miklar. Þegar við berum saman meðalaldur við greiningu samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands kemur í ljós að hann er 61 ár hjá konum með brjóstakrabbamein, 69 ár við meini í lungum og 71 ár í ristli. Það er ekki nema von að ungar konur telji sér óhætt að sleppa óþægilegri og persónulegri skoðun á leghálsi sínum þar til þær komast á efri árin. En það er mikill misskilningur, meðalaldur kvenna sem greinast með slíkt mein er 44 ára samkvæmt sömu skrá eða allt að 27 árum fyrr en þau sem á undan voru talin. Vitaskuld koma fram greiningar hjá einstaklingum sem eru yngri í öllum tegundum meina en það má með sanni segja að það sé verulegur munur á því hvenær á lífsleiðinni konur mega eiga von á greiningu. Þá vitum við í dag að sjúkdómar sem þessir þurfa tíma til að þroskast, því er sorglegt þegar í ljós kemur að meirihluti þeirra kvenna sem greinast með leghálsmein sem er lengra gengið og þarfnast því öflugri meðferðar, hefur ekki sinnt eftirliti sem skyldi. Mjög margar konur þekkja það að hafa greinst með frumubreytingar og eru þá kallaðar inn með skemmra millibili en ella til að sjá í hvað stefnir og geta þá brugðist við. Almenna reglan í dag er að koma á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri, leit fyrir brjóstakrabbameini byrjar 40 ára, skimun fyrir ristilkrabbameini ætti að byrja 50 ára en hefur enn ekki komist á laggirnar því miður. Þetta eru einu krabbameinin sem hægt er að skima fyrir hjá konum í dag.Áhættuþættir Áhættuþættir fyrir krabbameinum eru iðulega þeir sömu bæði hjá konum og körlum með nokkrum blæbrigðum þó. Erfðaþættir, reykingar, áfengisnotkun, mataræði, hreyfingarleysi, streita, umhverfisþættir og síðast en ekki síst sjúkdómar og þá sérstaklega smitsjúkdómar virðast spila þó nokkurt hlutverk í myndun krabbameina. Það er til dæmis þekkt að bæði veirur og bakteríur geta ýtt undir það og má nefna Helicobacter Pylori, bakteríu sem lifir í magaslímhúð og ýtir undir einkenni bakflæðis og magabólgur. HIV-sjúkdómur getur leitt til eitlakrabbameina, sarkmeina og leghálskrabbameins. Lifrarbólga B og C hefur verið tengd við lifrarmein. Það er þó sennilega þekktast að svokölluð HPV-veira sem er kynsjúkdómur og veldur til dæmis kynfæravörtum er meginorsökin fyrir leghálskrabbameini. Þess vegna hefur verið tekin sú stefna að bólusetja allar stúlkur frá 12 ára aldri í varnarskyni. Bólusetningin veitir þó ekki fullkomna vörn heldur er aðeins beint að algengustu tegundum veirunnar sem telur að minnsta kosti 170 afbrigði. Flest eru saklaus og líkaminn læknast af þeim án meðferðar, en sum þróast í vörtur eða jafnvel krabbamein. Hlutfall þeirra sem stunda kynlíf og hafa smitast af þessari tegund veiru er gríðarlegt eða allt að 80% einstaklinga, enda er um að ræða einn algengasta kynsjúkdóm sem við þekkjum. Þá vitum við í dag að veiran getur valdið krabbameini víðar en í leghálsi, til dæmis í sköpum kvenna, getnaðarlim, kringum endaþarm, á húð, í munni, hálsi og sumir segja jafnvel í öndunarfærum og lungum. Ljóst er að eina vörnin er smokkurinn, bólusetning að hluta. Vörn gegn krabbameini er skoðun á leghálsi. Ef þú ert kona á aldrinum 23-69 ára og hefur trassað að láta skoða þig, ekki gera það. Það er engin afsökun fyrir því að mæta ekki, pantaðu tíma því þetta getur verið dauðans alvara! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Árlegur bleikur mánuður er rúmlega hálfnaður og við höfum gert vel í því að hvetja konur til skoðunar og árvekni um krabbamein, þann vágest sem heimsækir að meðaltali þriðja hvern einstakling á lífsleiðinni. Það er enginn sem velur sér það hlutskipti að veikjast af slíkum sjúkdómi og allra síst hvaða tegund af krabbameini. Því er afar mikilvægt að sinna vel forvörnum og fræðslu og þannig koma í veg fyrir að hún eða hann greinist. Hjá þeim sem við getum ekki komið í veg fyrir að greinist viljum við finna sjúkdóminn á frumstigi svo við getum mögulega læknað hann, en því miður tekst það ekki alltaf og enn látast of margir. Algengustu krabbamein kvenna á Íslandi eru brjósta-, lungna og ristilmein. Á heimsvísu telur leghálskrabbamein enn til þeirra algengustu þrátt fyrir að nýgengi þess hafi minnkað hérlendis á undanförnum áratugum, þökk sé skimun á landsvísu og reglulegu eftirliti með konum sem hafa greinst með frumubreytingar. Það er engin tilviljun að okkur hefur orðið ágengt, en betur má ef duga skal. Í dag sjáum við tölur sem segja að allt að helmingur kvenna mæti ekki til reglubundinnar leitar. Auglýsingaherferðin sem var hrundið af stað þetta árið ber þess glögglega merki og ber að hafa miklar áhyggjur af kæruleysi kvenna svo ekki sé fastar að orði kveðið.Mikill misskilningur Krabbamein er almennt sjúkdómur eldra fólksins og þegar maður er ungur þykir manni harla ólíklegt að fá slíkan sjúkdóm og það er líka rétt, líkurnar eru ekki mjög miklar. Þegar við berum saman meðalaldur við greiningu samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands kemur í ljós að hann er 61 ár hjá konum með brjóstakrabbamein, 69 ár við meini í lungum og 71 ár í ristli. Það er ekki nema von að ungar konur telji sér óhætt að sleppa óþægilegri og persónulegri skoðun á leghálsi sínum þar til þær komast á efri árin. En það er mikill misskilningur, meðalaldur kvenna sem greinast með slíkt mein er 44 ára samkvæmt sömu skrá eða allt að 27 árum fyrr en þau sem á undan voru talin. Vitaskuld koma fram greiningar hjá einstaklingum sem eru yngri í öllum tegundum meina en það má með sanni segja að það sé verulegur munur á því hvenær á lífsleiðinni konur mega eiga von á greiningu. Þá vitum við í dag að sjúkdómar sem þessir þurfa tíma til að þroskast, því er sorglegt þegar í ljós kemur að meirihluti þeirra kvenna sem greinast með leghálsmein sem er lengra gengið og þarfnast því öflugri meðferðar, hefur ekki sinnt eftirliti sem skyldi. Mjög margar konur þekkja það að hafa greinst með frumubreytingar og eru þá kallaðar inn með skemmra millibili en ella til að sjá í hvað stefnir og geta þá brugðist við. Almenna reglan í dag er að koma á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri, leit fyrir brjóstakrabbameini byrjar 40 ára, skimun fyrir ristilkrabbameini ætti að byrja 50 ára en hefur enn ekki komist á laggirnar því miður. Þetta eru einu krabbameinin sem hægt er að skima fyrir hjá konum í dag.Áhættuþættir Áhættuþættir fyrir krabbameinum eru iðulega þeir sömu bæði hjá konum og körlum með nokkrum blæbrigðum þó. Erfðaþættir, reykingar, áfengisnotkun, mataræði, hreyfingarleysi, streita, umhverfisþættir og síðast en ekki síst sjúkdómar og þá sérstaklega smitsjúkdómar virðast spila þó nokkurt hlutverk í myndun krabbameina. Það er til dæmis þekkt að bæði veirur og bakteríur geta ýtt undir það og má nefna Helicobacter Pylori, bakteríu sem lifir í magaslímhúð og ýtir undir einkenni bakflæðis og magabólgur. HIV-sjúkdómur getur leitt til eitlakrabbameina, sarkmeina og leghálskrabbameins. Lifrarbólga B og C hefur verið tengd við lifrarmein. Það er þó sennilega þekktast að svokölluð HPV-veira sem er kynsjúkdómur og veldur til dæmis kynfæravörtum er meginorsökin fyrir leghálskrabbameini. Þess vegna hefur verið tekin sú stefna að bólusetja allar stúlkur frá 12 ára aldri í varnarskyni. Bólusetningin veitir þó ekki fullkomna vörn heldur er aðeins beint að algengustu tegundum veirunnar sem telur að minnsta kosti 170 afbrigði. Flest eru saklaus og líkaminn læknast af þeim án meðferðar, en sum þróast í vörtur eða jafnvel krabbamein. Hlutfall þeirra sem stunda kynlíf og hafa smitast af þessari tegund veiru er gríðarlegt eða allt að 80% einstaklinga, enda er um að ræða einn algengasta kynsjúkdóm sem við þekkjum. Þá vitum við í dag að veiran getur valdið krabbameini víðar en í leghálsi, til dæmis í sköpum kvenna, getnaðarlim, kringum endaþarm, á húð, í munni, hálsi og sumir segja jafnvel í öndunarfærum og lungum. Ljóst er að eina vörnin er smokkurinn, bólusetning að hluta. Vörn gegn krabbameini er skoðun á leghálsi. Ef þú ert kona á aldrinum 23-69 ára og hefur trassað að láta skoða þig, ekki gera það. Það er engin afsökun fyrir því að mæta ekki, pantaðu tíma því þetta getur verið dauðans alvara!
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun