Áferðarfögur baráttusaga sem skortir neistann Sigríður Jónsdóttir skrifar 20. október 2014 14:30 Brynhildur Guðjónsdóttir sem Karitas og Björn Hlynur Haraldsson sem Sigmar. "Þeirra samband og leikur er hjarta sýningarinnar.“ Mynd: Eddi Leiklist: Karitas Þjóðleikhúsið - Stóra svið Höfundur: Kristín Marja Baldursdóttir Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson, Símon Birgisson Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Tónlist: Matti Kallio Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson, Matti Kallio Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Björn Hlynur Haraldsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Elva Ósk Ólafsdóttir, Jónmundur Grétarsson, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórir Sæmundsson Liðinn er áratugur síðan Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur kom út við gríðarlegar vinsældir. Saga Karitasar Jónsdóttur er ekki einungis baráttusaga íslenskrar listakonu fyrir tilvist sinni heldur þroskasaga heillar þjóðar á umbrotatímum fyrri hluta síðustu aldar. Ólafur Egill Egilsson, í samvinnu við Símon Birgisson, hefur fundið snjalla leið til að ramma inn verkið þar sem fortíð og nútíð er fléttað saman í flæðandi atburðarás. Leikritið hefst austur í Öræfum þar sem Karitas (Brynhildur Guðjónsdóttir) hefur búið, ásamt Jóni (Arnmundur Ernst Backman) syni sínum, síðastliðin þrettán ár inn á heimili Auðar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) og fjölskyldu hennar. Sigmar (Björn Hlynur Haraldson) eiginmaður hennar er horfinn yfir hafið og Karitas verður að finna óreiðunni innra með sér einhvern farveg.Hjarta sýningarinnar Brynhildur er hér í burðarhlutverki sem hin þjakaða Karitas og kemst vel frá því verkefni. Hún nær góðum tökum á baráttu Karitasar við samfélagið og sjálfa sig sem gerir tilvist hennar stundum óbærilega. Af og til nær hún ekki nægilega góðu valdi á textanum, sem er reyndar stundum óþjáll, en nær flugi í mótleik sínum við Björn Hlyn Haraldsson og er hann mjög góður í hlutverki hins ákveðna Sigmars. Þeirra samband og leikur er hjarta sýningarinnar. Elva Ósk Ólafsdóttir kemur sterk inn sem hin óhefðbundna Eugenía sem hvetur hina ungu Karitas til dáða og sömu sögu má segja um Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur sem leikur Steinunni, hina útsjónarsömu móður Karitas. Leikhópurinn í heild stendur sig með ágætum undir stjórn Hörpu Arnardóttur en fagurfræðin hefði stundum mátt víkja, þrátt fyrir margar vel heppnaðar lausnir í sviðsetningunni, og meiri áhersla lögð á tilfinningaleg tengsl persónanna.Aukapersónur skissur Hættan við leikgerðir er sú að handritið styðjist of mikið við upprunalega textann og þá dýpt sem í honum býr til þess að gefa framvindunni vægi. Af þessum sökum geta þeir áhorfendur sem lesið hafa bókina fyllt inn í eyðurnar sem myndast í sviðsetningunni en hinir sitja eftir örlítið ótengdir. Auðvitað verður einhvers staðar að stytta og klippa en samhengið og persónusköpun á sviði má ekki líða fyrir slíkan verknað. Tilfinningar annarra eiga þannig til að fletjast út og aukapersónur verða einungis skissur frekar en raunverulegt fólk. Andlát Káru, gömlu konunnar sem aðstoðar Karitas á erfiðum tímum, er ágætis dæmi. Samband þeirra er rissað upp á örstuttum tíma og meiru púðri eytt í að gera atriðið myndrænt frekar en tilfinningalega áhrifaríkt. Draugar fortíðarinnar og huldufólk ásækja Karitas en í mörgum tilvikum er það einungis sem hreyfingarlausir skuggar í bakgrunninum sem hafa enga skýra virkni. Hápunktar sýningarinnar eru þegar nánd leikaranna er sem mest eins og sést vel á sviðsetningu tilhugalífs Karitasar og Sigmars. Einnig er ferðalag lítils barns í gegnum eftirlífið virkilega áhrifamikið og þá nær samspil leikara, sviðsmyndar og lýsingar hámarki. Aftur á móti dettur leikurinn oft úr takti þegar leikararnir ávarpa áhorfendur beint.Sviðsmyndin hönnuð af mikilli list Finnur Arnar Arnarson hannar sviðsmyndina af mikilli list. Heimur Karitasar birtist sem gríðarstór strigi sem hún finnur sig knúna til að fylla. Stærðarinnar vinnupallar úr viði gnæfa yfir sviðið og óreiðan sem herjar á Karitas birtist áhorfendum ljóslifandi. Tónlist Matta Kallio er einnig virkilega góð en samspil hljóðmyndar og sviðsetningar hefði mátt vinna betur. Búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur ríma vel við heiminn sem sýningin skapar sem og lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar. Karítas er vitnisburður um átök og ástir, listina og lífið. Slík tilvist ber með sér hörku, staðfestu og blossandi ástríður. En þrátt fyrir nægan efnivið og áhugaverðar lausnir vantar neistann í sviðsetninguna. Af og til kviknar sýningin til lífs með áferðarfögrum og virkilega vel leiknum atriðum en heildarmyndina skortir tilfinningalega dýpt.Niðurstaða: Metnaðarfull sviðsetning á magnaðri sögu. Sterkur leikhópur en ekki nægilega gott samspil milli leikgerðar og sviðsetningar. Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Karitas Þjóðleikhúsið - Stóra svið Höfundur: Kristín Marja Baldursdóttir Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson, Símon Birgisson Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Tónlist: Matti Kallio Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson, Matti Kallio Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Björn Hlynur Haraldsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Elva Ósk Ólafsdóttir, Jónmundur Grétarsson, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórir Sæmundsson Liðinn er áratugur síðan Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur kom út við gríðarlegar vinsældir. Saga Karitasar Jónsdóttur er ekki einungis baráttusaga íslenskrar listakonu fyrir tilvist sinni heldur þroskasaga heillar þjóðar á umbrotatímum fyrri hluta síðustu aldar. Ólafur Egill Egilsson, í samvinnu við Símon Birgisson, hefur fundið snjalla leið til að ramma inn verkið þar sem fortíð og nútíð er fléttað saman í flæðandi atburðarás. Leikritið hefst austur í Öræfum þar sem Karitas (Brynhildur Guðjónsdóttir) hefur búið, ásamt Jóni (Arnmundur Ernst Backman) syni sínum, síðastliðin þrettán ár inn á heimili Auðar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) og fjölskyldu hennar. Sigmar (Björn Hlynur Haraldson) eiginmaður hennar er horfinn yfir hafið og Karitas verður að finna óreiðunni innra með sér einhvern farveg.Hjarta sýningarinnar Brynhildur er hér í burðarhlutverki sem hin þjakaða Karitas og kemst vel frá því verkefni. Hún nær góðum tökum á baráttu Karitasar við samfélagið og sjálfa sig sem gerir tilvist hennar stundum óbærilega. Af og til nær hún ekki nægilega góðu valdi á textanum, sem er reyndar stundum óþjáll, en nær flugi í mótleik sínum við Björn Hlyn Haraldsson og er hann mjög góður í hlutverki hins ákveðna Sigmars. Þeirra samband og leikur er hjarta sýningarinnar. Elva Ósk Ólafsdóttir kemur sterk inn sem hin óhefðbundna Eugenía sem hvetur hina ungu Karitas til dáða og sömu sögu má segja um Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur sem leikur Steinunni, hina útsjónarsömu móður Karitas. Leikhópurinn í heild stendur sig með ágætum undir stjórn Hörpu Arnardóttur en fagurfræðin hefði stundum mátt víkja, þrátt fyrir margar vel heppnaðar lausnir í sviðsetningunni, og meiri áhersla lögð á tilfinningaleg tengsl persónanna.Aukapersónur skissur Hættan við leikgerðir er sú að handritið styðjist of mikið við upprunalega textann og þá dýpt sem í honum býr til þess að gefa framvindunni vægi. Af þessum sökum geta þeir áhorfendur sem lesið hafa bókina fyllt inn í eyðurnar sem myndast í sviðsetningunni en hinir sitja eftir örlítið ótengdir. Auðvitað verður einhvers staðar að stytta og klippa en samhengið og persónusköpun á sviði má ekki líða fyrir slíkan verknað. Tilfinningar annarra eiga þannig til að fletjast út og aukapersónur verða einungis skissur frekar en raunverulegt fólk. Andlát Káru, gömlu konunnar sem aðstoðar Karitas á erfiðum tímum, er ágætis dæmi. Samband þeirra er rissað upp á örstuttum tíma og meiru púðri eytt í að gera atriðið myndrænt frekar en tilfinningalega áhrifaríkt. Draugar fortíðarinnar og huldufólk ásækja Karitas en í mörgum tilvikum er það einungis sem hreyfingarlausir skuggar í bakgrunninum sem hafa enga skýra virkni. Hápunktar sýningarinnar eru þegar nánd leikaranna er sem mest eins og sést vel á sviðsetningu tilhugalífs Karitasar og Sigmars. Einnig er ferðalag lítils barns í gegnum eftirlífið virkilega áhrifamikið og þá nær samspil leikara, sviðsmyndar og lýsingar hámarki. Aftur á móti dettur leikurinn oft úr takti þegar leikararnir ávarpa áhorfendur beint.Sviðsmyndin hönnuð af mikilli list Finnur Arnar Arnarson hannar sviðsmyndina af mikilli list. Heimur Karitasar birtist sem gríðarstór strigi sem hún finnur sig knúna til að fylla. Stærðarinnar vinnupallar úr viði gnæfa yfir sviðið og óreiðan sem herjar á Karitas birtist áhorfendum ljóslifandi. Tónlist Matta Kallio er einnig virkilega góð en samspil hljóðmyndar og sviðsetningar hefði mátt vinna betur. Búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur ríma vel við heiminn sem sýningin skapar sem og lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar. Karítas er vitnisburður um átök og ástir, listina og lífið. Slík tilvist ber með sér hörku, staðfestu og blossandi ástríður. En þrátt fyrir nægan efnivið og áhugaverðar lausnir vantar neistann í sviðsetninguna. Af og til kviknar sýningin til lífs með áferðarfögrum og virkilega vel leiknum atriðum en heildarmyndina skortir tilfinningalega dýpt.Niðurstaða: Metnaðarfull sviðsetning á magnaðri sögu. Sterkur leikhópur en ekki nægilega gott samspil milli leikgerðar og sviðsetningar.
Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira