Út með þá eldri Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2014 07:00 Í fjárlögum næsta árs er mörkuð sú stefna að fækka nemendum í framhaldsskólum. Eldri nemendur fá ekki lengur inni. Menntamálaráðherra sagði í umræðum um málið á Alþingi í vikunni að með þessu móti yrði meira til skiptanna fyrir þá nemendur sem fengju skólavist, framlag ríkisins á haus myndi hækka. Eldri nemendur sem ljúka vildu framhaldsnámi ættu að leita í önnur úrræði en dagskóla framhaldsskólanna. Víða á Norðurlöndum væru viðlíka takmarkanir í gildi, svo sem í Noregi þar sem allir ættu rétt á þriggja ára framhaldsnámi að loknum grunnskóla, en því námi þyrfti að ljúka á þremur til fimm árum og því verði að ljúka fyrir 25 ára aldur. Ráðherra sagði framhaldsskólann hér eiga að vera ungmennaskóla. Mögulega er þetta gott og blessað, en ef til vill hefði þurft meiri umræðu um leiðirnar að þessu marki. Menntastefna landsins er mikilvægara mál en svo að í lagi sé að keyra í gegn breytingar í tengslum við afgreiðslu á fjárlögum. Skólastjórnendur höfðu til dæmis ekki heyrt af þessum áætlunum fyrr en í tengslum við kynningu á fjárlögunum. Og þeir neyðast til að bregðast við, svo sem þegar hefur verið gert í dæmi Menntaskólans við Hamrahlíð, sem leggur af áratugarekstur öldungadeildar við skólann. Vel má vera að nemendum hafi verið gefinn fullrúmur tími til að ljúka námi til stúdentsprófs og leið til hagræðingar sé að herða þar á kröfum. Hér hefur hins vegar verið algengt að fólk geri hlé á námi, reyni sig á vinnumarkaði og snúi svo aftur í skóla síðar. Ólíkt því sem kannski gerist annars staðar. Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, benti á það í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lítil sanngirni væri í því að ætla því fólki að leggja út í aukinn tilkostnað við sína menntun. Nær væri, sé vilji til að setja einhverjar skorður, að setja mörk á þann tíma sem námið megi taka (til dæmis fjögur og hálft ár) burtséð frá því hvað nemendurnir eru gamlir. Slík leið væri frekar í takt við þjóðfélagsskipan og atvinnuhætti hér. Þá er eitthvað furðulegt við það að leggja stein í götu þeirra sem vilja afla sér menntunar, þótt það sé á gamals aldri. „Menntun verður ekki frá okkur tekin. Henni verður til dæmis ekki stolið frá okkur og menntun stuðlar að vexti bæði einstaklinga og samfélaga. Þess vegna borgar sig að leggja peninga í menntun og raða henni framar í forgangsröðinni með viðbótarframlagi. Það eigum við að gera nú þegar við erum að jafna okkur eftir efnahagshrun,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í sérstökum umræðum sem hún kallaði eftir um málið á Alþingi á miðvikudag. Nær hefði verið að fara að fordæmi Finna, í bankakreppu þeirra á níunda áratugnum, að stórefla menntun og hlúa að grunni sem byggjandi væri á. Hér hefur hins vegar lítið verið gert með ráðleggingar þeirra sem áður hafa gengið í gegnum svipaða hluti og hér riðu yfir. Oddný kann að hafa nokkuð til síns máls þegar hún segir það til marks um „skammsýni og metnaðarleysi stjórnvalda“ að ætla að greiða fyrir kjarasamninga kennara með fjöldatakmörkunum í framhaldsskóla. „Þar finnst mér vanta alla hugsun og framtíðarsýn bæði í mennta- og byggðamálum,“ sagði hún. Hugsun og framtíðarsýn finnst vonandi með frekari og opnari umræðu um eflingu menntakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segir að allir eigi að eiga rétt á ókeypis þriggja til fjögurra ára framhaldsskólanámi, sama hvað fólk er gamalt. Það eigi að vera val hvers og eins hvenær sá réttur er nýttur. 17. október 2014 07:00 Aldurstakmörk sett á nemendur í framhaldsskólum Þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðir menntamálaráðherra fækka framhaldsskólanemum um 900. Ráðherra segist ætla að efla framhaldsskólanna og auka framlög á hvern nemanda. 15. október 2014 19:30 Gæti þurft að hætta með leikskólabraut FG Mikilvægt er að tryggja rétt nemenda til framhaldsnáms óháð aldri. Þetta segir skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ sem segir fyrirhugaðar breytingar sem eiga að takmarka aðgengi nemenda 25 ára og eldri að framhaldsskólum geta orðið til þess að hætta þurfi með leikskólabraut sem kennd er við skólann. 16. október 2014 13:28 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Í fjárlögum næsta árs er mörkuð sú stefna að fækka nemendum í framhaldsskólum. Eldri nemendur fá ekki lengur inni. Menntamálaráðherra sagði í umræðum um málið á Alþingi í vikunni að með þessu móti yrði meira til skiptanna fyrir þá nemendur sem fengju skólavist, framlag ríkisins á haus myndi hækka. Eldri nemendur sem ljúka vildu framhaldsnámi ættu að leita í önnur úrræði en dagskóla framhaldsskólanna. Víða á Norðurlöndum væru viðlíka takmarkanir í gildi, svo sem í Noregi þar sem allir ættu rétt á þriggja ára framhaldsnámi að loknum grunnskóla, en því námi þyrfti að ljúka á þremur til fimm árum og því verði að ljúka fyrir 25 ára aldur. Ráðherra sagði framhaldsskólann hér eiga að vera ungmennaskóla. Mögulega er þetta gott og blessað, en ef til vill hefði þurft meiri umræðu um leiðirnar að þessu marki. Menntastefna landsins er mikilvægara mál en svo að í lagi sé að keyra í gegn breytingar í tengslum við afgreiðslu á fjárlögum. Skólastjórnendur höfðu til dæmis ekki heyrt af þessum áætlunum fyrr en í tengslum við kynningu á fjárlögunum. Og þeir neyðast til að bregðast við, svo sem þegar hefur verið gert í dæmi Menntaskólans við Hamrahlíð, sem leggur af áratugarekstur öldungadeildar við skólann. Vel má vera að nemendum hafi verið gefinn fullrúmur tími til að ljúka námi til stúdentsprófs og leið til hagræðingar sé að herða þar á kröfum. Hér hefur hins vegar verið algengt að fólk geri hlé á námi, reyni sig á vinnumarkaði og snúi svo aftur í skóla síðar. Ólíkt því sem kannski gerist annars staðar. Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, benti á það í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að lítil sanngirni væri í því að ætla því fólki að leggja út í aukinn tilkostnað við sína menntun. Nær væri, sé vilji til að setja einhverjar skorður, að setja mörk á þann tíma sem námið megi taka (til dæmis fjögur og hálft ár) burtséð frá því hvað nemendurnir eru gamlir. Slík leið væri frekar í takt við þjóðfélagsskipan og atvinnuhætti hér. Þá er eitthvað furðulegt við það að leggja stein í götu þeirra sem vilja afla sér menntunar, þótt það sé á gamals aldri. „Menntun verður ekki frá okkur tekin. Henni verður til dæmis ekki stolið frá okkur og menntun stuðlar að vexti bæði einstaklinga og samfélaga. Þess vegna borgar sig að leggja peninga í menntun og raða henni framar í forgangsröðinni með viðbótarframlagi. Það eigum við að gera nú þegar við erum að jafna okkur eftir efnahagshrun,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í sérstökum umræðum sem hún kallaði eftir um málið á Alþingi á miðvikudag. Nær hefði verið að fara að fordæmi Finna, í bankakreppu þeirra á níunda áratugnum, að stórefla menntun og hlúa að grunni sem byggjandi væri á. Hér hefur hins vegar lítið verið gert með ráðleggingar þeirra sem áður hafa gengið í gegnum svipaða hluti og hér riðu yfir. Oddný kann að hafa nokkuð til síns máls þegar hún segir það til marks um „skammsýni og metnaðarleysi stjórnvalda“ að ætla að greiða fyrir kjarasamninga kennara með fjöldatakmörkunum í framhaldsskóla. „Þar finnst mér vanta alla hugsun og framtíðarsýn bæði í mennta- og byggðamálum,“ sagði hún. Hugsun og framtíðarsýn finnst vonandi með frekari og opnari umræðu um eflingu menntakerfisins.
Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segir að allir eigi að eiga rétt á ókeypis þriggja til fjögurra ára framhaldsskólanámi, sama hvað fólk er gamalt. Það eigi að vera val hvers og eins hvenær sá réttur er nýttur. 17. október 2014 07:00
Aldurstakmörk sett á nemendur í framhaldsskólum Þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðir menntamálaráðherra fækka framhaldsskólanemum um 900. Ráðherra segist ætla að efla framhaldsskólanna og auka framlög á hvern nemanda. 15. október 2014 19:30
Gæti þurft að hætta með leikskólabraut FG Mikilvægt er að tryggja rétt nemenda til framhaldsnáms óháð aldri. Þetta segir skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ sem segir fyrirhugaðar breytingar sem eiga að takmarka aðgengi nemenda 25 ára og eldri að framhaldsskólum geta orðið til þess að hætta þurfi með leikskólabraut sem kennd er við skólann. 16. október 2014 13:28
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun