Næs í rassinn Atli Fannar Bjarkason skrifar 16. október 2014 07:00 Í vikunni borgaði ég manni fimmþúsundkall fyrir að troða fingri upp í rassgatið á mér. Þetta var reyndar ekki farsæll endir á tilraunakenndu stefnumóti heldur heimsókn til læknis. Hann fann ekkert óvenjulegt. Kaldhæðnislega þá átti læknaheimsóknin sér stað skömmu eftir að hljómsveitin Hljómsveitt sendi frá sér myndband við lagið Næs í rassinn. Ég get reyndar ekki tekið undir að tilfinningin hafi verið næs — læknirinn hefði nú alveg getað boðið mér upp á drykk áður en hann lét til skarar skríða. Viðbrögðin við laginu Næs í rassinn voru hins vegar fyrirsjáanleg. Það er nefnilega svo auðvelt að hneykslast þegar unga fólkið grillar í liðinu. Það sannaðist heldur betur á dögunum þegar innslag úr sjónvarpsþættinum Áttunni var birt á Vísi. Þar kom í ljós að íslensk ungmenni þekkja pólitískt landslag Íslands illa. Ungmennin voru meðal annars spurð að því hver væri forsætisráðherra Íslands. Flest töldu þau að Jóhanna Sigurðardóttir væri ennþá við völd en nafn Vigdísar Finnbogadóttur kom einnig upp. Þá héldu flestir að Jón Gnarr væri ennþá borgarstjóri Reykjavíkur en einn taldi reyndar að Ólafur Ragnar Grímsson væri borgarstjóri Íslands. Það er ekki unga fólkinu að kenna að þau viti ekki hver er forsætisráðherra. Þeim er einfaldlega drullusama vegna þess að þau hafa nákvæmlega ekkert um það að segja. Ungt fólk er skraut á framboðslistum stjórnmálaflokkanna og inni á Alþingi er meðalaldurinn í kringum 50. Yngstu þingmenn landsins eru valdalausir og tilheyra flokki sem setur höft ofar frelsi. Fyrirmyndirnar inni á þingi eru sem sagt ekki til staðar. Vinnan sem fer þar fram snýst líka að miklu leyti um að finna leiðir til að færa fjármuni af gjörgæslum sjúkrahúsa inn á bankareikninga eldri kynslóða svo að ríkissjóður verði pottþétt einhvers konar þrotabú þegar ný kynslóð tekur við stjórninni. Það er ekki í lagi þó þeim finnist næs að fá það í rassinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
Í vikunni borgaði ég manni fimmþúsundkall fyrir að troða fingri upp í rassgatið á mér. Þetta var reyndar ekki farsæll endir á tilraunakenndu stefnumóti heldur heimsókn til læknis. Hann fann ekkert óvenjulegt. Kaldhæðnislega þá átti læknaheimsóknin sér stað skömmu eftir að hljómsveitin Hljómsveitt sendi frá sér myndband við lagið Næs í rassinn. Ég get reyndar ekki tekið undir að tilfinningin hafi verið næs — læknirinn hefði nú alveg getað boðið mér upp á drykk áður en hann lét til skarar skríða. Viðbrögðin við laginu Næs í rassinn voru hins vegar fyrirsjáanleg. Það er nefnilega svo auðvelt að hneykslast þegar unga fólkið grillar í liðinu. Það sannaðist heldur betur á dögunum þegar innslag úr sjónvarpsþættinum Áttunni var birt á Vísi. Þar kom í ljós að íslensk ungmenni þekkja pólitískt landslag Íslands illa. Ungmennin voru meðal annars spurð að því hver væri forsætisráðherra Íslands. Flest töldu þau að Jóhanna Sigurðardóttir væri ennþá við völd en nafn Vigdísar Finnbogadóttur kom einnig upp. Þá héldu flestir að Jón Gnarr væri ennþá borgarstjóri Reykjavíkur en einn taldi reyndar að Ólafur Ragnar Grímsson væri borgarstjóri Íslands. Það er ekki unga fólkinu að kenna að þau viti ekki hver er forsætisráðherra. Þeim er einfaldlega drullusama vegna þess að þau hafa nákvæmlega ekkert um það að segja. Ungt fólk er skraut á framboðslistum stjórnmálaflokkanna og inni á Alþingi er meðalaldurinn í kringum 50. Yngstu þingmenn landsins eru valdalausir og tilheyra flokki sem setur höft ofar frelsi. Fyrirmyndirnar inni á þingi eru sem sagt ekki til staðar. Vinnan sem fer þar fram snýst líka að miklu leyti um að finna leiðir til að færa fjármuni af gjörgæslum sjúkrahúsa inn á bankareikninga eldri kynslóða svo að ríkissjóður verði pottþétt einhvers konar þrotabú þegar ný kynslóð tekur við stjórninni. Það er ekki í lagi þó þeim finnist næs að fá það í rassinn.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun