Föðurlegir ráðherrar Frosti Logason skrifar 9. október 2014 07:00 Nú er ég staddur í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands. Það er mikil upplifun að dvelja í þessum heimshluta og hverfið sem ég bý í er gerólíkt öllu því sem ég á að venjast á Íslandi. Einn Indverjinn spurði hvort mér fyndist göturnar ekki vera hreinar þann daginn. Ég sagðist nú hafa séð hreinni götur en spurði til baka hvers vegna mér ætti að finnast það. Jú, Narendra Modi forsætisráðherra hafði sagt í útvarpinu um morguninn að allir ættu að leggja hönd á plóg og taka til og hætta alfarið að henda rusli. Modi er líka búinn að beina þeim tilmælum til landsmanna að best sé að hætta að reykja og vill hann svo að menn hætti að skyrpa munntóbaki út um allt. Það er lúxus að hafa svona föðurlegan forsætisráðherra hugsaði ég. Það taka allir vel í þetta. Það elska allir Modi og allir vilja vera með honum í liði. „Hann fór og hitti Bandaríkjaforseta um daginn og Obama greyið vissi ekkert hvernig hann átti að hegða sér, hann var svo impóneraður af Modi,“ sagði annar leiðsögumaður. Af hverju er Modi svona vinsæll? spurði ég. „Modi er einn af okkur, hann er maður fólksins. Hann var tesölumaður áður en hann fór út í stjórnmál. Hann vill sameinað og sterkt Indland og tekur sér aldrei frí, hann vinnur á sunnudögum,“ sagði annar leiðsögumaður. Ég svaraði á móti. Þú þekkir ekki Sigmund Davíð. Hann kynnti okkur fyrir íslenska kúrnum, gætir þess að við fáum bara hollt og gott íslenskt smjör, lambakjöt og svið. Hann er búinn að komast að því að útlensku vörurnar leiða til geðveiki eða dauða. Hann fer bara í viðtöl á Bylgjunni. Hann gætir þess að vera ekki of útkeyrður í því mikilvæga starfi, sem hann gegnir fyrir okkur af mikilli óeigingirni og fer oft í frí til Flórída. Þegar Sigmundur hitti Barack Obama á leiðtogafundi hafði Obama orð á því að þetta væri fundur sem hann mundi aldrei gleyma. Það var vegna þess að Sigmundur mætti í sitthvorum skónum. Einum spariskó og einum íþróttaskó. Hvað finnst þér um það? Þá svaraði Indverjinn: „Bylgjan? Hvað í fjandanum er það eiginlega?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun
Nú er ég staddur í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands. Það er mikil upplifun að dvelja í þessum heimshluta og hverfið sem ég bý í er gerólíkt öllu því sem ég á að venjast á Íslandi. Einn Indverjinn spurði hvort mér fyndist göturnar ekki vera hreinar þann daginn. Ég sagðist nú hafa séð hreinni götur en spurði til baka hvers vegna mér ætti að finnast það. Jú, Narendra Modi forsætisráðherra hafði sagt í útvarpinu um morguninn að allir ættu að leggja hönd á plóg og taka til og hætta alfarið að henda rusli. Modi er líka búinn að beina þeim tilmælum til landsmanna að best sé að hætta að reykja og vill hann svo að menn hætti að skyrpa munntóbaki út um allt. Það er lúxus að hafa svona föðurlegan forsætisráðherra hugsaði ég. Það taka allir vel í þetta. Það elska allir Modi og allir vilja vera með honum í liði. „Hann fór og hitti Bandaríkjaforseta um daginn og Obama greyið vissi ekkert hvernig hann átti að hegða sér, hann var svo impóneraður af Modi,“ sagði annar leiðsögumaður. Af hverju er Modi svona vinsæll? spurði ég. „Modi er einn af okkur, hann er maður fólksins. Hann var tesölumaður áður en hann fór út í stjórnmál. Hann vill sameinað og sterkt Indland og tekur sér aldrei frí, hann vinnur á sunnudögum,“ sagði annar leiðsögumaður. Ég svaraði á móti. Þú þekkir ekki Sigmund Davíð. Hann kynnti okkur fyrir íslenska kúrnum, gætir þess að við fáum bara hollt og gott íslenskt smjör, lambakjöt og svið. Hann er búinn að komast að því að útlensku vörurnar leiða til geðveiki eða dauða. Hann fer bara í viðtöl á Bylgjunni. Hann gætir þess að vera ekki of útkeyrður í því mikilvæga starfi, sem hann gegnir fyrir okkur af mikilli óeigingirni og fer oft í frí til Flórída. Þegar Sigmundur hitti Barack Obama á leiðtogafundi hafði Obama orð á því að þetta væri fundur sem hann mundi aldrei gleyma. Það var vegna þess að Sigmundur mætti í sitthvorum skónum. Einum spariskó og einum íþróttaskó. Hvað finnst þér um það? Þá svaraði Indverjinn: „Bylgjan? Hvað í fjandanum er það eiginlega?“