Tónlist

„The War On Drugs má sjúga helvítis typpið á mér“

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Sun Kil Moon. Bæði hann og The War On Drugs spila á Íslandi í nóvember.
Sun Kil Moon. Bæði hann og The War On Drugs spila á Íslandi í nóvember.
Mark Kozelek í hljómsveitinni Sun Kil Moon, sem treður upp í Fríkirkjunni í nóvember, hefur nú gefið út lagið „War On Drugs: Suck My Cock“ sem mætti kalla „disslag“ á sveitina The War On Drugs, sem kemur fram á Airwaves í ár.

Forsaga málsins er sú að Sun Kil Moon og War On Drugs komu fram á sama tíma á Ottawa Folk-tónlistarhátíðinni. Þegar hávaðinn í tónleikum War On Drugs yfirgnæfði tónleika Sun Kil Moon reiddist Kozelek og sagði að næsta lagið hans héti: „The War On Drugs má sjúga helvítis typpið á mér.“ Kozelek hefur greinilega ekki látið deigan síga því hann samdi þetta háfleyga lag og gaf út á netinu í gær.

Í laginu kallar Kozelek The War On Drugs „hvítustu hljómsveit“ sem hann hafi nokkurn tíma heyrt. Þá kallar hann tónlist þeirra „ómerkilegt John Fogerty rokk“ og „bjórauglýsingarokk“.

Hér fyrir neðan má heyra þetta ómþýða lag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.