Andhetjur samtímans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. október 2014 12:30 Kvíðasnillingar Bækur: Kvíðasnillingarnir Sverrir Norland JPV-útgáfa Fyrsta skáldsaga Sverris Norland, Kvíðasnillingarnir, segir sögu þriggja vina, Steinars, Óskars og Herberts, í Reykjavík samtímans frá barnæsku til fullorðinsára. Steinar er myndasögusmiður, Óskar tónlistarmaður og Herbert skáld, að minnsta kosti í eigin huga. Allir eru þeir reyndar meira og minna mislukkaðir í þessum listgreinum og þurfa að sjá fyrir sér á annan hátt, en listamannsstimpillinn er samt inngróinn í sjálfsmyndina með öllu sem því fylgir. Draumarnir eru stórir en hversdagslífið smátt og þeir árekstrar sem af því hljótast eru einn af drifkröftum sögunnar. Sagan stekkur fram og aftur í tíma og bestu hlutar hennar segja frá barnsárum félaganna, hvernig vinátta þeirra myndast, ólgu gelgjuskeiðsins, skammar vegna vitleysisgangs foreldranna, einelti í skólanum og svo framvegis. Þrátt fyrir að það sem hendir þá sé oft á tíðum átakanlegt og erfitt er frásagnarmátinn hlýr og gráglettinn og smátt og smátt smeygja þessir dálítið sérsinna drengir sér undir húð lesandans, honum fer að þykja vænt um þá, hlær með þeim og grætur og langar helst að ættleiða þá alla. Þeir hlutar sögunnar sem segja frá fyrstu fullorðinsárum vinanna þriggja ná ekki sömu tökum á lesandanum. Hin djúpa hlýja sem höfundur sýnir söguhetjum sínum sem drengjum kólnar eilítið og sagan verður flatari og kunnuglegri, en heldur þó sínum sérkennum og stíl. Basl í ástamálum, klúður í atvinnurekstri, svik bestu vina og óbærileg ástarsorg vegna konu sem viðkomandi elskaði ekkert sérstaklega mikið á meðan hún var til staðar eru auðvitað kunnugleg viðfangsefni, rétt eins og uppvaxtarsagan, en hver kynslóð þarf að segja sína sögu á sinn hátt og Sverrir er sannarlega verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar, hefur skapað sér sinn sérstæða stíl og hefur fullt vald á því formi sem hann velur sögunni. Eiríkur Örn Norðdahl kallaði söguna tilraunir í félagslegu krúttraunsæi á síðu sinni Starafugli og það hittir beint í mark. Þrátt fyrir raunsæislegt yfirbragð er sagan í aðra röndina fantasía og vísanir í samtímann meira eins og lágstemmt stef í bakgrunni. Vísanir í útrásarvíkinga, græðgina í ferðamannabransanum og fleiri mál sem eru í brennidepli samtímans virka sem rammi til staðsetningar sögunni í tíma og rúmi en eru í raun aukaatriði, þessi saga gæti gerst á hvaða stað eða tíma sem er. Sterkasta einkenni bókarinnar er hinn hlýi stíll og augljós samlíðan með sögupersónum, kitlandi kímni og frásagnargleði sem hrífur lesandann með sér á eigin forsendum. Sverrir hefur sagt að þessi saga sé hluti af mun stærra verki og það er tilhlökkunarefni að fá að kynnast þessum heimi sem hann hefur skapað nánar.Niðurstaða: Hlý og bráðskemmtileg saga með vel dregnum persónum og sterkum höfundareinkennum. Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Kvíðasnillingarnir Sverrir Norland JPV-útgáfa Fyrsta skáldsaga Sverris Norland, Kvíðasnillingarnir, segir sögu þriggja vina, Steinars, Óskars og Herberts, í Reykjavík samtímans frá barnæsku til fullorðinsára. Steinar er myndasögusmiður, Óskar tónlistarmaður og Herbert skáld, að minnsta kosti í eigin huga. Allir eru þeir reyndar meira og minna mislukkaðir í þessum listgreinum og þurfa að sjá fyrir sér á annan hátt, en listamannsstimpillinn er samt inngróinn í sjálfsmyndina með öllu sem því fylgir. Draumarnir eru stórir en hversdagslífið smátt og þeir árekstrar sem af því hljótast eru einn af drifkröftum sögunnar. Sagan stekkur fram og aftur í tíma og bestu hlutar hennar segja frá barnsárum félaganna, hvernig vinátta þeirra myndast, ólgu gelgjuskeiðsins, skammar vegna vitleysisgangs foreldranna, einelti í skólanum og svo framvegis. Þrátt fyrir að það sem hendir þá sé oft á tíðum átakanlegt og erfitt er frásagnarmátinn hlýr og gráglettinn og smátt og smátt smeygja þessir dálítið sérsinna drengir sér undir húð lesandans, honum fer að þykja vænt um þá, hlær með þeim og grætur og langar helst að ættleiða þá alla. Þeir hlutar sögunnar sem segja frá fyrstu fullorðinsárum vinanna þriggja ná ekki sömu tökum á lesandanum. Hin djúpa hlýja sem höfundur sýnir söguhetjum sínum sem drengjum kólnar eilítið og sagan verður flatari og kunnuglegri, en heldur þó sínum sérkennum og stíl. Basl í ástamálum, klúður í atvinnurekstri, svik bestu vina og óbærileg ástarsorg vegna konu sem viðkomandi elskaði ekkert sérstaklega mikið á meðan hún var til staðar eru auðvitað kunnugleg viðfangsefni, rétt eins og uppvaxtarsagan, en hver kynslóð þarf að segja sína sögu á sinn hátt og Sverrir er sannarlega verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar, hefur skapað sér sinn sérstæða stíl og hefur fullt vald á því formi sem hann velur sögunni. Eiríkur Örn Norðdahl kallaði söguna tilraunir í félagslegu krúttraunsæi á síðu sinni Starafugli og það hittir beint í mark. Þrátt fyrir raunsæislegt yfirbragð er sagan í aðra röndina fantasía og vísanir í samtímann meira eins og lágstemmt stef í bakgrunni. Vísanir í útrásarvíkinga, græðgina í ferðamannabransanum og fleiri mál sem eru í brennidepli samtímans virka sem rammi til staðsetningar sögunni í tíma og rúmi en eru í raun aukaatriði, þessi saga gæti gerst á hvaða stað eða tíma sem er. Sterkasta einkenni bókarinnar er hinn hlýi stíll og augljós samlíðan með sögupersónum, kitlandi kímni og frásagnargleði sem hrífur lesandann með sér á eigin forsendum. Sverrir hefur sagt að þessi saga sé hluti af mun stærra verki og það er tilhlökkunarefni að fá að kynnast þessum heimi sem hann hefur skapað nánar.Niðurstaða: Hlý og bráðskemmtileg saga með vel dregnum persónum og sterkum höfundareinkennum.
Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira