Á meðan syngur lóan dirrindí Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 27. september 2014 07:00 Okkur kann að þykja eðlilegt að Alþingi setji lög af sem mestri sanngirni og gæti að því að frelsi eins verði ekki til þess að sá geti traðkað á öðrum, með stoð í lögum. Alþingi brást þegar það heimilaði mjólkurframleiðendum að hafa tvöfalt verð í gangi, lægra fyrir eigin fyrirtæki og hærra fyrir aðra. Með því gerist það að færri geta keppt við risann á markaðnum og það kann að hafa dregið úr framboði, nýjungum og vali okkar neytenda. Tilgangur laganna var eflaust sá að tryggja sem mesta og besta stöðu risans á markaðnum. Þótt fullyrt sé, án þess að nokkur rökstuðningur sé til staðar, að neytendur hafi hagnast um tvo milljarða á hverju ári vegna laganna, verður að taka þeim tölum með fyrirvara og það miklum. Það er ekkert sem segir að svo sé. Ekkert rennir stoðum undir að þær fullyrðingar séu réttar. Séu tveir milljarðarnir niðurstaða úr reikningsdæmi er nánast víst að ekki var tekið tillit til áhrifa þess að fyrirtæki gáfust upp vegna laganna, að önnur urðu ekki til þeirra vegna og svo framvegis. Slíkt var örugglega ekki með í þeim útreikningum. Sennilegast var einungis stuðst við það sem hentaði. Og þá hverjum? Tíu ár eru frá því að lögin voru samþykkt og það eru þrjú ár frá því að mikill meirihluti Alþingis hafnaði að afnema undanþáguna frá samkeppnislögunum. Þótt augu margra þingmanna hafi opnast og þeir telji brýnt að huga að breytingum er það samt svo að meðal þingmanna eru margir sem taka hagsmuni mjólkurframleiðenda fram yfir hagsmuni annarra. Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann atvinnuveganefndar Alþingis. Hann sagði þar: „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina.“ Jón hitti naglann á höfuðið. Jón kann að verjast. „Við þurfum að skoða heildarmyndina.“ Lesist: Við verðum að svæfa málið hið fyrsta. Fáar aðferðir eru betur til þess fallnar en segjast vilja og telja nauðsynlegt að skoða heildarmyndina. Vilhjálmur frá Skáholti kunni að koma orðum að þessum hugsunum, hann sagði á góðum stað: „Gæta verður heildarhagsins“ og aðeins síðar á sama stað: „Lóan syngur dirrindí.“ Það er einmitt það. Margir kætast við þegar Jón Gunnarsson og aðrir varðmenn segjast gæta heildarhagsins og ef lóan syngur dirrindí, rétt á meðan. Lítið fyrirtæki á Bolungarvík framleiðir mjólkurvörur og þarf að glíma við ofureflið. Ekki bara að risinn hafi tekið upp á að framleiða vörur í samkeppni við litla fyrirtækið. Nei, að auki þarf Arna litla á Bolungarvík að borga fjórtán prósentum meira fyrir mjólkina en fyrirtæki innan samsteypunnar. Og þykir það ekki svo mikið vegna þess að tekist hefur að lækka verðið úr tuttugu prósent yfirverði í fjórtán prósent. Á meðan er það viðhorf uppi, að fyrst verði að gæta heildarhagsins, áður en sérréttindin verða stöðvuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Okkur kann að þykja eðlilegt að Alþingi setji lög af sem mestri sanngirni og gæti að því að frelsi eins verði ekki til þess að sá geti traðkað á öðrum, með stoð í lögum. Alþingi brást þegar það heimilaði mjólkurframleiðendum að hafa tvöfalt verð í gangi, lægra fyrir eigin fyrirtæki og hærra fyrir aðra. Með því gerist það að færri geta keppt við risann á markaðnum og það kann að hafa dregið úr framboði, nýjungum og vali okkar neytenda. Tilgangur laganna var eflaust sá að tryggja sem mesta og besta stöðu risans á markaðnum. Þótt fullyrt sé, án þess að nokkur rökstuðningur sé til staðar, að neytendur hafi hagnast um tvo milljarða á hverju ári vegna laganna, verður að taka þeim tölum með fyrirvara og það miklum. Það er ekkert sem segir að svo sé. Ekkert rennir stoðum undir að þær fullyrðingar séu réttar. Séu tveir milljarðarnir niðurstaða úr reikningsdæmi er nánast víst að ekki var tekið tillit til áhrifa þess að fyrirtæki gáfust upp vegna laganna, að önnur urðu ekki til þeirra vegna og svo framvegis. Slíkt var örugglega ekki með í þeim útreikningum. Sennilegast var einungis stuðst við það sem hentaði. Og þá hverjum? Tíu ár eru frá því að lögin voru samþykkt og það eru þrjú ár frá því að mikill meirihluti Alþingis hafnaði að afnema undanþáguna frá samkeppnislögunum. Þótt augu margra þingmanna hafi opnast og þeir telji brýnt að huga að breytingum er það samt svo að meðal þingmanna eru margir sem taka hagsmuni mjólkurframleiðenda fram yfir hagsmuni annarra. Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann atvinnuveganefndar Alþingis. Hann sagði þar: „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina.“ Jón hitti naglann á höfuðið. Jón kann að verjast. „Við þurfum að skoða heildarmyndina.“ Lesist: Við verðum að svæfa málið hið fyrsta. Fáar aðferðir eru betur til þess fallnar en segjast vilja og telja nauðsynlegt að skoða heildarmyndina. Vilhjálmur frá Skáholti kunni að koma orðum að þessum hugsunum, hann sagði á góðum stað: „Gæta verður heildarhagsins“ og aðeins síðar á sama stað: „Lóan syngur dirrindí.“ Það er einmitt það. Margir kætast við þegar Jón Gunnarsson og aðrir varðmenn segjast gæta heildarhagsins og ef lóan syngur dirrindí, rétt á meðan. Lítið fyrirtæki á Bolungarvík framleiðir mjólkurvörur og þarf að glíma við ofureflið. Ekki bara að risinn hafi tekið upp á að framleiða vörur í samkeppni við litla fyrirtækið. Nei, að auki þarf Arna litla á Bolungarvík að borga fjórtán prósentum meira fyrir mjólkina en fyrirtæki innan samsteypunnar. Og þykir það ekki svo mikið vegna þess að tekist hefur að lækka verðið úr tuttugu prósent yfirverði í fjórtán prósent. Á meðan er það viðhorf uppi, að fyrst verði að gæta heildarhagsins, áður en sérréttindin verða stöðvuð.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun