Ótrúlegar tölur Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. september 2014 07:00 Tölur lögreglunnar, sem vitnað er til í Fréttablaðinu í gær, benda til þess að gera megi ráð fyrir því að í hverjum mánuði sé tilkynnt um átta tilraunir til þess að tæla börn. Frá ársbyrjun 2011 til júníloka í fyrra komu upp 239 slík mál. Í meginþorra málanna sem vitnað er til reyna ókunnugir að bjóða barni far í bíl eða fá með sér, til dæmis með því að bjóða sælgæti, en snerta þau ekki. Síðan eru einhver rúm 17 prósent mála þar sem reynt er að grípa í börn eða skrökva að þeim og hræða til að fá þau með. Sem betur fer eru málin fá þar sem gengið hefur verið alla leið, börn numin á brott og brotið á þeim. Þó svo að þarna sé um tilkynningar að ræða og því einhver hluti sem á sér eðlilegar skýringar, er fjöldinn sláandi. Fram kemur að lögregla taki allar tilkynningar alvarlega og fylgi málunum eftir. Fá sakamál eru óhugnanlegri en þau þar sem brotið er gegn börnum og auðvelt og kannski sumpart skiljanlegt að missa sig í reiði þegar kemur að málaflokknum. Tal um öfgafullar aðgerðir til að fást við þá sem haldnir eru barnagirnd er hins vegar ekki til þess fallið að ráða bót á þessu samfélagsmeini. Vitað er að erfitt er að lækna menn sem haldnir eru barnagirnd á háu stigi og því nauðsynlegt að sinna þeim sérstaklega og hafa undir eftirliti. Um leið hafa rannsóknir leitt í ljós að mörgum er hægt að hjálpa. Ekki gengur að fæla þá í felur með stórkarlalegum yfirlýsingum og hótunum. „Árangursríkum úrræðum hefur fjölgað en aðgangur að markvissum meðferðum sem draga úr líkum á endurteknum brotum er ekki til staðar hér á landi,“ er haft eftir Önnu Kristínu Newton réttarsálfræðingi í lokaverkefni Henríettu Óskar Guðmundsdóttur og Karenar Guðmundsdóttur til BA-prófs við Háskólann á Akureyri frá því í vor. Í því var sjónum beint að meðferðum fyrir einstaklinga sem brjóta kynferðislega gegn börnum. Þarna er rúm fyrir umbætur. Raunar er það svo að í Lanzarote-samningi Evrópuráðsins frá 2007, sem loks var fullgiltur hér á landi árið 2012, eru þær kvaðir lagðar á lönd sem aðilar eru að honum að sjá til þess að „einstaklingar, sem óttast að þeir gætu framið eitthvert þeirra brota, sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningi þessum, hafi aðgang, eftir því sem við á, að skilvirkum forvarnaráætlunum eða -ráðstöfunum sem byggjast á því að meta áhættu og að koma í veg fyrir hættu á að brot verði framin“. Þá verður líka að halda áfram að ráðast að og grafast fyrir um rætur vandans, sem líkast til liggja að hluta í þeim kengbrengluðu skilaboðum sem börn og ungmenni fá um samskipti kynjanna á skuggalendum internetsins. Stuttmyndin „Fáðu já“ er dæmi um vel heppnað verkefni á því sviði. Hingað til hefur hins vegar mestanpart ekki verið gripið inn í hjá fólki fyrr en í óefni er komið. Hjá Barnaverndarstofu hefur verið unnið gott starf í að bregðast við óæskilegri kynhegðan hjá strákum undir átján ára aldri, en umsátur karla á bílum um grunnskólabörn, mál þar sem stúlkum og konum eru byrluð nauðgunarlyf, og annar ósómi, sýnir að víðtækari og forvirkari aðgerða er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Reynt að tæla börn: Þrjú kynferðisbrot á jafnmörgum árum Börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Tölur lögreglunnar, sem vitnað er til í Fréttablaðinu í gær, benda til þess að gera megi ráð fyrir því að í hverjum mánuði sé tilkynnt um átta tilraunir til þess að tæla börn. Frá ársbyrjun 2011 til júníloka í fyrra komu upp 239 slík mál. Í meginþorra málanna sem vitnað er til reyna ókunnugir að bjóða barni far í bíl eða fá með sér, til dæmis með því að bjóða sælgæti, en snerta þau ekki. Síðan eru einhver rúm 17 prósent mála þar sem reynt er að grípa í börn eða skrökva að þeim og hræða til að fá þau með. Sem betur fer eru málin fá þar sem gengið hefur verið alla leið, börn numin á brott og brotið á þeim. Þó svo að þarna sé um tilkynningar að ræða og því einhver hluti sem á sér eðlilegar skýringar, er fjöldinn sláandi. Fram kemur að lögregla taki allar tilkynningar alvarlega og fylgi málunum eftir. Fá sakamál eru óhugnanlegri en þau þar sem brotið er gegn börnum og auðvelt og kannski sumpart skiljanlegt að missa sig í reiði þegar kemur að málaflokknum. Tal um öfgafullar aðgerðir til að fást við þá sem haldnir eru barnagirnd er hins vegar ekki til þess fallið að ráða bót á þessu samfélagsmeini. Vitað er að erfitt er að lækna menn sem haldnir eru barnagirnd á háu stigi og því nauðsynlegt að sinna þeim sérstaklega og hafa undir eftirliti. Um leið hafa rannsóknir leitt í ljós að mörgum er hægt að hjálpa. Ekki gengur að fæla þá í felur með stórkarlalegum yfirlýsingum og hótunum. „Árangursríkum úrræðum hefur fjölgað en aðgangur að markvissum meðferðum sem draga úr líkum á endurteknum brotum er ekki til staðar hér á landi,“ er haft eftir Önnu Kristínu Newton réttarsálfræðingi í lokaverkefni Henríettu Óskar Guðmundsdóttur og Karenar Guðmundsdóttur til BA-prófs við Háskólann á Akureyri frá því í vor. Í því var sjónum beint að meðferðum fyrir einstaklinga sem brjóta kynferðislega gegn börnum. Þarna er rúm fyrir umbætur. Raunar er það svo að í Lanzarote-samningi Evrópuráðsins frá 2007, sem loks var fullgiltur hér á landi árið 2012, eru þær kvaðir lagðar á lönd sem aðilar eru að honum að sjá til þess að „einstaklingar, sem óttast að þeir gætu framið eitthvert þeirra brota, sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningi þessum, hafi aðgang, eftir því sem við á, að skilvirkum forvarnaráætlunum eða -ráðstöfunum sem byggjast á því að meta áhættu og að koma í veg fyrir hættu á að brot verði framin“. Þá verður líka að halda áfram að ráðast að og grafast fyrir um rætur vandans, sem líkast til liggja að hluta í þeim kengbrengluðu skilaboðum sem börn og ungmenni fá um samskipti kynjanna á skuggalendum internetsins. Stuttmyndin „Fáðu já“ er dæmi um vel heppnað verkefni á því sviði. Hingað til hefur hins vegar mestanpart ekki verið gripið inn í hjá fólki fyrr en í óefni er komið. Hjá Barnaverndarstofu hefur verið unnið gott starf í að bregðast við óæskilegri kynhegðan hjá strákum undir átján ára aldri, en umsátur karla á bílum um grunnskólabörn, mál þar sem stúlkum og konum eru byrluð nauðgunarlyf, og annar ósómi, sýnir að víðtækari og forvirkari aðgerða er þörf.
Reynt að tæla börn: Þrjú kynferðisbrot á jafnmörgum árum Börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. 25. september 2014 07:00
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun