„Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 09:30 Ólafur Darri leikur á móti Liam Neeson í myndinni. „Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Ólafur Darri Ólafsson er uppáhaldsleikarinn minn í myndinni,“ skrifar Jane Boursaw á síðunni Reel Life With Jane um frammistöðu Ólafs Darra í myndinni A Walk Among the Tombstones. „Hamingjan góða, hann er góður. Hann þarf að fá sína eigin sjónvarpsseríu strax,“ bætir Jane við. Jane er ekki eini kvikmyndagagnrýnandinn sem hefur fallið fyrir frammistöðu Ólafs Darra í myndinni. Mark McCarver hjá Los Angeles Post-Examiner er einnig hæstánægður með íslenska leikarann. „Ólafur Darri Ólafsson er einfaldlega heillandi í mikilvægu aukahlutverki,“ skrifar hann. Ólafur leikur James Loogan, umsjónarmann kirkjugarðs, og segir Linda Cook hjá Quad-City Times að hann sé sem skapaður fyrir hlutverkið. „Ólafsson er frábær leikari með gífurlega mikla nærveru á hvíta tjaldinu.“ Ólafur Darri er hæstánægður með viðtökurnar og segist ekki hræðast að festast í hlutverki skrítna og óhugnanlega náungans. „Það eru til endalausar leiðir til að leika vonda kallinn eða bestu vinkonuna og svo framvegis. Lykillinn er að láta ekki eigin skoðanir og kannski fordóma um persónuna sem maður leikur hafa áhrif á frammistöðuna,“ segir hann. Hann er nú í Pittsburgh í Bandaríkjunum að leika í myndinni The Last Witch Hunter. „Þegar þeim tökum lýkur fer ég heim til Íslands til að vera við tökur á íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð. Þær standa yfir fram í mars og þá býst ég við að koma aftur hingað út þar sem heilmargt er í pípunum.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira