Tilnefningar til hinna virtu Mercury-verðlauna á Englandi voru kunngjörðar á dögunum og vekur athygli að þrjár af tólf plötum eru eftir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves í ár.
Listamennirnir eru Anna Calvi með plötuna One Breath, East India Youth og platan Total Strife Forever og Jungle með plötuna Jungle.
Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar, segir mikinn feng fyrir hátíðina í þessum tilnefndu listamönnum og segir mikið úrval af veglegum atriðum í boði í ár en dagskráin fyrir alla hátíðina verður tilkynnt á þriðjudag.
Svíþjóð
Ísland