Fyrsta platan í átta ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. september 2014 09:00 Damien Rice kann best við sig á Íslandi af öllum stöðum í heiminum. vísir/getty Í gær var tilkynnt um útgáfu nýrrar plötu írska tónlistarmannsins Damiens Rice en eins konar hlustunarpartí fór fram á Kex Hostel í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber titilinn My Favourite Faded Fantasy og kemur út þann 3. nóvember næstkomandi. „Af því að meirihluti plötunnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mikið af íslensku tónlistarfólki. Svo er Ísland sá staður sem Damien kann hvað best við sig á í heiminum,“ segir Kári Sturluson samstarfsmaður Damiens Rice, spurður út af hverju kynning plötunnar færi fram á Íslandi. Nýja platan er sú fyrsta sem Rice sendir frá sér í átta ár en hann sendi síðast frá sér plötuna 9 árið 2006 en frumburður hans, 0 kom út árið 2002. Sannkallaðar kanónur komu að vinnslu plötunnar og ber þar hæst að nefna Rick Rubin sem hefur unnið með mörgum af þekktustu listamönnum heims og hefur meðal annars unnið sjö Grammy verðlaun. Rick og Damien pródúsera sjö af átta lögum plötunnar saman og hafa þeir verið í samskiptum varðandi plötuna og unnið saman í þrjú til fjögur ár. Rick Rubin hefur unnið með nöfnum á borð við Metallica, Aerosmith, Adele, Jay Z, U2 og ótal fleiri nöfnum. Þá á Joel Shearer einnig þátt í plötunni og leikur á fjölda hljóðfæra inn á plötuna. Shearer er best þekktur fyrir störf sín með Alanis Morissette, Michael Bublé, Nelly Furtado og mörgum fleirum.Rick RubinVísir/GettyPlatan er tekin upp í Los Angeles og á Íslandi en í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ en hluti plötunnar var tekin upp þar. „Þetta voru svona tónleikar fyrir pressuna, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáfunni,“ bætir Kári við. Ekki liggur fyrir hvort Rice haldi tónleika hér á landi í kjölfar útgáfunnar. Rick Rubin hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir upptökustjórn á plötum á borð við: Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers21 með AdeleTaking The Long Way með Dixie Chicks. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við: Lady Gaga, Kanye West, Eminem, System of a Down, Rage Against the Machine og mörgum fleirum. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í gær var tilkynnt um útgáfu nýrrar plötu írska tónlistarmannsins Damiens Rice en eins konar hlustunarpartí fór fram á Kex Hostel í gær, þar sem blaðamenn hvaðanæva að ljáðu plötunni eyra. Platan ber titilinn My Favourite Faded Fantasy og kemur út þann 3. nóvember næstkomandi. „Af því að meirihluti plötunnar var tekinn upp og mixaður á Íslandi og platan var unnin með mikið af íslensku tónlistarfólki. Svo er Ísland sá staður sem Damien kann hvað best við sig á í heiminum,“ segir Kári Sturluson samstarfsmaður Damiens Rice, spurður út af hverju kynning plötunnar færi fram á Íslandi. Nýja platan er sú fyrsta sem Rice sendir frá sér í átta ár en hann sendi síðast frá sér plötuna 9 árið 2006 en frumburður hans, 0 kom út árið 2002. Sannkallaðar kanónur komu að vinnslu plötunnar og ber þar hæst að nefna Rick Rubin sem hefur unnið með mörgum af þekktustu listamönnum heims og hefur meðal annars unnið sjö Grammy verðlaun. Rick og Damien pródúsera sjö af átta lögum plötunnar saman og hafa þeir verið í samskiptum varðandi plötuna og unnið saman í þrjú til fjögur ár. Rick Rubin hefur unnið með nöfnum á borð við Metallica, Aerosmith, Adele, Jay Z, U2 og ótal fleiri nöfnum. Þá á Joel Shearer einnig þátt í plötunni og leikur á fjölda hljóðfæra inn á plötuna. Shearer er best þekktur fyrir störf sín með Alanis Morissette, Michael Bublé, Nelly Furtado og mörgum fleirum.Rick RubinVísir/GettyPlatan er tekin upp í Los Angeles og á Íslandi en í gærkvöldi fóru fram tónleikar í hljóðverinu Sundlauginni í Mosfellsbæ en hluti plötunnar var tekin upp þar. „Þetta voru svona tónleikar fyrir pressuna, vini og vandamenn, það var bara verið skála og fagna útgáfunni,“ bætir Kári við. Ekki liggur fyrir hvort Rice haldi tónleika hér á landi í kjölfar útgáfunnar. Rick Rubin hefur hlotið sjö Grammy-verðlaun, meðal annars fyrir upptökustjórn á plötum á borð við: Stadium Arcadium með Red Hot Chili Peppers21 með AdeleTaking The Long Way með Dixie Chicks. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við: Lady Gaga, Kanye West, Eminem, System of a Down, Rage Against the Machine og mörgum fleirum.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“