Óþarfa æsingur en litlaust undirspil Jónas Sen skrifar 6. september 2014 14:00 Golda Schultz. „Schultz söng … ákaflega fallega. Röddin var þétt, tær og glæsileg, söngstíllinn var glaðlegur og tilfinningaríkur.“ Tónlist: Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ludwig van Beethoven og Richard Strauss í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 4. september. Einsöngvari: Golda Schultz. Stjórnandi: Andrew Litton. Þá er vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafin. Upphafstónleikarnir voru síðasta fimmtudag og ollu nokkrum vonbrigðum. Ég get ekki sagt annað. Þó ekki strax. Fyrsta verkið á efniskránni, Till Eulenspiegel eða Um Ugluspegil, kom ágætlega út. Verkið er eftir Richard Strauss og fjallar um þjóðsagnapersónu sem er mikill grallari. Eftir því er tónlistin ærslafengin og hinn bandaríski hljómsveitarstjóri Andrew Litton gerði henni prýðisgóð skil. Túlkunin var full af ákefð, spilamennskan var hamslaus sem fór tónsmíðinni afar vel. Hljómsveitin spilaði af öryggi, helst mátti finna að dálítið hráum strengjahljómi. En tré- og málmblásarar voru með allt sitt á hreinu. Því miður lá leiðin niður á við eftir það. Hin suður-afríska Golda Schultz söng næst sex lög eftir Strauss við ljóð eftir Clemenz Brentano. Schultz söng að vísu ákaflega fallega. Röddin var þétt, tær og glæsileg, söngstíllinn var glaðlegur og tilfinningaríkur. En undirspil hljómsveitarinnar var óttalega andlaust. Stjórnandanum tókst aldrei að galdra fram réttu blæbrigðin til að umvefja sönginn. Þvert á móti dró hljómsveitarleikurinn sönginn niður. Fyrir bragðið var enginn skáldskapur í tónlistinni, ekkert ímyndunarafl, enginn sjarmi. Ekki tók betra við eftir hlé. Þá var sjöunda sinfónía Beethovens á dagskránni. Jú, sumt var reyndar ekki illa gert. Fyrsti kaflinn var almennt nokkuð vel heppnaður. Tréblásararnir léku af krafti, brassið líka og yfirleitt var hljómsveitin samtaka. Túlkunin var hressileg eins og hún átti að vera. En restin var ekki góð. Annar kaflinn, sem er sennilega frægasti þáttur sinfóníunnar, var hinn undarlegasti. Hann var óþarflega hraður, það var eins og stjórnandinn væri að flýta sér. Hvar var tignin, dýptin og dulúðin sem hefur gert kaflann svo vinsælan? Það sem hér heyrðist var bara gutl sem skorti allan innblástur. Verri var þriðji kaflinn. Hann á vissulega að vera mjög líflegur, en á tónleikunum var hann svo hraður að það var á mörkunum að hljómsveitin réði við hann. Milliparturinn, sem er venjulega rólegur og skapar þannig dramatíska andstæðu, var núna svo hraður að hann var allt að því fáránlegur. Útkoman var hreinlega kjánaleg. Síðasti kaflinn var sömuleiðis ekki viðunandi. Hraðinn var á mörkum mannlegrar getu, túlkunin var ofstopafull, það var engin stígandi í henni, engin spenna. Hljómsveitarstjórinn var eins og liðþjálfi að stýra hernaðaraðgerð. Þetta var ekki Beethoven eins og hann á að hljóma, engan veginn. Niðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu þokkalega, en restin var leiðinleg. Gagnrýni Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ludwig van Beethoven og Richard Strauss í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 4. september. Einsöngvari: Golda Schultz. Stjórnandi: Andrew Litton. Þá er vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafin. Upphafstónleikarnir voru síðasta fimmtudag og ollu nokkrum vonbrigðum. Ég get ekki sagt annað. Þó ekki strax. Fyrsta verkið á efniskránni, Till Eulenspiegel eða Um Ugluspegil, kom ágætlega út. Verkið er eftir Richard Strauss og fjallar um þjóðsagnapersónu sem er mikill grallari. Eftir því er tónlistin ærslafengin og hinn bandaríski hljómsveitarstjóri Andrew Litton gerði henni prýðisgóð skil. Túlkunin var full af ákefð, spilamennskan var hamslaus sem fór tónsmíðinni afar vel. Hljómsveitin spilaði af öryggi, helst mátti finna að dálítið hráum strengjahljómi. En tré- og málmblásarar voru með allt sitt á hreinu. Því miður lá leiðin niður á við eftir það. Hin suður-afríska Golda Schultz söng næst sex lög eftir Strauss við ljóð eftir Clemenz Brentano. Schultz söng að vísu ákaflega fallega. Röddin var þétt, tær og glæsileg, söngstíllinn var glaðlegur og tilfinningaríkur. En undirspil hljómsveitarinnar var óttalega andlaust. Stjórnandanum tókst aldrei að galdra fram réttu blæbrigðin til að umvefja sönginn. Þvert á móti dró hljómsveitarleikurinn sönginn niður. Fyrir bragðið var enginn skáldskapur í tónlistinni, ekkert ímyndunarafl, enginn sjarmi. Ekki tók betra við eftir hlé. Þá var sjöunda sinfónía Beethovens á dagskránni. Jú, sumt var reyndar ekki illa gert. Fyrsti kaflinn var almennt nokkuð vel heppnaður. Tréblásararnir léku af krafti, brassið líka og yfirleitt var hljómsveitin samtaka. Túlkunin var hressileg eins og hún átti að vera. En restin var ekki góð. Annar kaflinn, sem er sennilega frægasti þáttur sinfóníunnar, var hinn undarlegasti. Hann var óþarflega hraður, það var eins og stjórnandinn væri að flýta sér. Hvar var tignin, dýptin og dulúðin sem hefur gert kaflann svo vinsælan? Það sem hér heyrðist var bara gutl sem skorti allan innblástur. Verri var þriðji kaflinn. Hann á vissulega að vera mjög líflegur, en á tónleikunum var hann svo hraður að það var á mörkunum að hljómsveitin réði við hann. Milliparturinn, sem er venjulega rólegur og skapar þannig dramatíska andstæðu, var núna svo hraður að hann var allt að því fáránlegur. Útkoman var hreinlega kjánaleg. Síðasti kaflinn var sömuleiðis ekki viðunandi. Hraðinn var á mörkum mannlegrar getu, túlkunin var ofstopafull, það var engin stígandi í henni, engin spenna. Hljómsveitarstjórinn var eins og liðþjálfi að stýra hernaðaraðgerð. Þetta var ekki Beethoven eins og hann á að hljóma, engan veginn. Niðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu þokkalega, en restin var leiðinleg.
Gagnrýni Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira