Djamm í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 14:24 Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós.