Kaleo spilar fyrir þotuliðið í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. september 2014 09:30 Kaleo Fréttablaðið/Arnþór „Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi. Kaleo Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi.
Kaleo Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira