Matur

White Russian í bollakökuformi - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

White Russian-bollakökur með Vodka-smjörkremi

Bollakökur



1¾ bolli sykur

225 g mjúkt smjör

3 bollar hveiti

½ bolli súrmjólk

¼ bolli Kahlua eða annar kaffilíkjör

1 msk. lyftiduft

2 tsk. vanilludropar

½ tsk. salt

4 stór egg



Hitið ofninn í 175°C. Blandið þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar. Blandið smjöri og sykri vel saman í annarri skál, í 6 til 8 mínútur. Blandið 2 eggjum saman við, einu í einu og síðan helmingnum af þurrefnablöndunni. Blandið vel saman í tvær mínútur. Blandið súrmjólk og Kahlua saman í lítilli skál og bætið helmingnum af því saman við blönduna. Blandið síðan restinni af eggjunum saman við, einu í einu, svo þurrefnablöndunni og loks restinni af súrmjólkurblöndunni og vanilludropum. Hrærið vel saman. Bakið í 25 til 30 mínútur og leyfið kökunum að kólna.

Krem

115 g mjúkt smjör

4 bollar flórsykur

¼ bolli vodka

½ tsk. vanilludropar

Smá mjólk til að ná réttri þykkt á kremið.

Blandið öllu vel saman og skreytið kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Til að gefa kökunum smá aukakikk er hægt að setja nokkra dropa af Kahlua ofan á kremið.

Fengið héðan.


Tengdar fréttir

Sweet chili - kjúklingasúpa með íslensku grænmeti

Kálmeti og gulrætur koma upp úr görðum landsmanna þessa dagana. Fólk fékk Oddrúnu Helgu Símonardóttur til að gefa lesendum uppskrift að rjúkandi kjúklingasúpu með íslensku grænmeti.

Hollar amerískar pönnukökur

Hollar og bragðgóðar amerískar pönnukökur sem einfalt er að búa til og tilvaldar í brönsinn um helgar eða á sparídögum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×