Ha? Hlusta stelpur á svona tónlist!? Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 13:00 Hér til vinstri má sjá kynjahlutföll þeirra plötusnúða sem troða upp í miðbæ Reykjavíkur í mánuðinum. Fjólublár er hlutfall karla en gulur hlutfall kvenna. Til hægri er hlutfall kvenkyns plötusnúða á lista DJ Mag frá því í ár yfir bestu plötusnúða heims. Seinustu ár hafa kynjahlutföll verið í brennidepli í raftónlistarheiminum. Árið 2011 hneykslaðist rokkarinn og Íslandsvinurinn Peaches á því að listi hins virta raftónlistartímarits DJ Mag yfir 100 bestu plötusnúða heimsins innihéldi aðeins eina konu þrátt fyrir fjöldann allan af kvenkyns plötusnúðum. Til samanburðar renndi blaðamaður í gegnum dagskrána fyrir miðbæ Reykjavíkur í ágúst, meðal annars á listings.grapevine.is, og komst að þeirri niðurstöðu að hlutfall kvenkyns plötusnúða hér á landi er talsvert hærra en hlutfallið á lista DJ Mag. Af þeim 56 plötusnúðum sem troða upp í miðbænum í mánuðinum eru 36 karlmenn og 20 kvenmenn, eða þriðjungur plötusnúðanna.DJ Sunna Ben.Vísir/Arnþór„Ég væri til í að sjá fleiri kvenkyns plötusnúða enda sé ég enga góða ástæðu fyrir því að þessi kynjahlutföll séu ójöfn,“ segir Sunna Ben, listakona og plötusnúður. „Það eina sem mér dettur í hug er að stelpurnar skorti fyrirmyndir og hvatningu, það mætti vinna í því. Jafnvel halda námskeið eða kvöld þar sem ungum plötusnúðum- og snældum er boðið að spreyta sig einhvers staðar og þiggja ráð.“ „Ég hef verið að spila a.m.k. einu sinni í viku í rúmt ár og fæ ennþá reglulega að heyra hluti á borð við: „Hey! Ég hef aldrei séð kvenkyns plötusnúð áður!“ eða „Ha? Hlusta stelpur á svona tónlist!?“ sem kemur auðvitað ekki heim og saman. Þetta eru engin geimvísindi og þetta á ekki að þurfa að vera strákaleikur. Undanfarið hafa sífellt fleiri stelpur komið og spurt mig út í þetta og hvort ég vilji kenna þeim einhver grunnatriði. Mér finnst það góðs viti og legg ég því til að allar forvitnar stelpur prófi sig áfram og reyni svo að koma sér að á skemmtistöðum.“ Hér fyrir neðan eru þrír vinsælir erlendir kvenkyns plötusnúðar.Miss Kittin.Miss Kittin Miss Kittin er frönsk raftónlistarkona og plötusnúður. Hún er meðal annars þekkt fyrir að vera einn helsti kyndilberi „electroclash“-stefnunnar sem blandar nýbylgju- og synþapoppi við raftónlist. Frægustu lög hennar heita „1982“ og „Frank Sinatra“.Mary Anne Hobbs.Mary Anne Hobbs Mary Anne Hobbs er plötusnúður á útvarpsstöðinni BBC 6. Hún er líklega einn virtasti raftónlistarspekúlant og –plötusnúður heims. Hún hefur gert ýmsum tónlistarstefnum hátt undir höfði, s.s. grime og dubstep.Fatima Al Qadiri.Fatima Al Qadiri Fatima Al Qadiri er myndlistar- og tónlistarkona, Kúveiti að uppruna en býr í New York. Fatima spilar framsækna og fútúríska raftónlist, oft með pólitískri áherslu. Hún tryllti lýðinn á Iceland Airwaves í fyrra en frægt var þegar rapparinn Mykki Blanco stökk upp á sviðið með henni og hristi bossann. Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Seinustu ár hafa kynjahlutföll verið í brennidepli í raftónlistarheiminum. Árið 2011 hneykslaðist rokkarinn og Íslandsvinurinn Peaches á því að listi hins virta raftónlistartímarits DJ Mag yfir 100 bestu plötusnúða heimsins innihéldi aðeins eina konu þrátt fyrir fjöldann allan af kvenkyns plötusnúðum. Til samanburðar renndi blaðamaður í gegnum dagskrána fyrir miðbæ Reykjavíkur í ágúst, meðal annars á listings.grapevine.is, og komst að þeirri niðurstöðu að hlutfall kvenkyns plötusnúða hér á landi er talsvert hærra en hlutfallið á lista DJ Mag. Af þeim 56 plötusnúðum sem troða upp í miðbænum í mánuðinum eru 36 karlmenn og 20 kvenmenn, eða þriðjungur plötusnúðanna.DJ Sunna Ben.Vísir/Arnþór„Ég væri til í að sjá fleiri kvenkyns plötusnúða enda sé ég enga góða ástæðu fyrir því að þessi kynjahlutföll séu ójöfn,“ segir Sunna Ben, listakona og plötusnúður. „Það eina sem mér dettur í hug er að stelpurnar skorti fyrirmyndir og hvatningu, það mætti vinna í því. Jafnvel halda námskeið eða kvöld þar sem ungum plötusnúðum- og snældum er boðið að spreyta sig einhvers staðar og þiggja ráð.“ „Ég hef verið að spila a.m.k. einu sinni í viku í rúmt ár og fæ ennþá reglulega að heyra hluti á borð við: „Hey! Ég hef aldrei séð kvenkyns plötusnúð áður!“ eða „Ha? Hlusta stelpur á svona tónlist!?“ sem kemur auðvitað ekki heim og saman. Þetta eru engin geimvísindi og þetta á ekki að þurfa að vera strákaleikur. Undanfarið hafa sífellt fleiri stelpur komið og spurt mig út í þetta og hvort ég vilji kenna þeim einhver grunnatriði. Mér finnst það góðs viti og legg ég því til að allar forvitnar stelpur prófi sig áfram og reyni svo að koma sér að á skemmtistöðum.“ Hér fyrir neðan eru þrír vinsælir erlendir kvenkyns plötusnúðar.Miss Kittin.Miss Kittin Miss Kittin er frönsk raftónlistarkona og plötusnúður. Hún er meðal annars þekkt fyrir að vera einn helsti kyndilberi „electroclash“-stefnunnar sem blandar nýbylgju- og synþapoppi við raftónlist. Frægustu lög hennar heita „1982“ og „Frank Sinatra“.Mary Anne Hobbs.Mary Anne Hobbs Mary Anne Hobbs er plötusnúður á útvarpsstöðinni BBC 6. Hún er líklega einn virtasti raftónlistarspekúlant og –plötusnúður heims. Hún hefur gert ýmsum tónlistarstefnum hátt undir höfði, s.s. grime og dubstep.Fatima Al Qadiri.Fatima Al Qadiri Fatima Al Qadiri er myndlistar- og tónlistarkona, Kúveiti að uppruna en býr í New York. Fatima spilar framsækna og fútúríska raftónlist, oft með pólitískri áherslu. Hún tryllti lýðinn á Iceland Airwaves í fyrra en frægt var þegar rapparinn Mykki Blanco stökk upp á sviðið með henni og hristi bossann.
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira