Spennandi samstarf Vesturports og 365 8. ágúst 2014 14:00 Fyrsta myndin í fullri lengd sem Björn Hlynur leikstýrir. MYND/Vesturport Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tökur hófust í vikunni á kvikmyndinni Blóðbergi, en hún er framleidd af Vesturporti í samvinnu við 365 miðla og framleiðslufyrirtækið Pegasus. Að sögn Jóhönnu Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs 365 miðla, er um nokkuð einstakt samstarf að ræða. „Þetta er rosalega spennandi verkefni,“ segir Jóhanna Margrét. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem mynd af þessari stærðargráðu er frumsýnd í íslensku sjónvarpi.“á setti Leikstjórinn ræðir við aðalleikarana, Hilmar Jónsson og Hörpu Arnardóttur. MYND/VESTURPORTTil stendur að Blóðberg verði frumsýnd í tveimur hlutum á Stöð 2 eftir áramót, og í heild sinni í kvikmyndahúsum á svipuðum tíma. Jóhanna Margrét segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um fleiri framleiðsluverkefni af þessu tagi. „Við erum bara spennt fyrir því að sjá hvernig þetta verkefni gengur,“ segir hún. „Þetta er náttúrulega bara hluti af öflugri, innlendri dagskrárgerð hjá Stöð 2.“ Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikstýrir myndinni en handritið er byggt á leikriti hans, Dubbeldusch, sem Vesturport setti fyrst upp árið 2008. Sagan er gamansöm með alvarlegum undirtón og fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur sem þarf að takast á við gamalt leyndarmál, sem einn daginn bankar upp á og þá breytist allt. Tæknileg atriði Stefnt er á að frumsýna myndina eftir áramót.Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, segir tökur fara vel af stað. „Myndin er búin að vera lengi í þróun hjá okkur í Vesturporti og hún ætti að höfða til allra,“ segir Rakel. Hún bendir á að hægt að sé að fylgjast með tökum á Facebook-síðunni Blóðberg og undir #bloðberg á Instagram.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein