Að skjóta framhjá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Síðan leiðir skildi hjá mér og minni fyrrverandi hefur lífsmynstrið óhjákvæmilega breyst. Meðal þess sem ég hef rekið mig á er hve margir virðast eiga auðvelt með að halda framhjá. Einleypur vinur minn er vinsæll hjá kvenþjóðinni. Það virðist hins vegar vera til jafns hvort einhleypar konur eða konur í samböndum óska eftir kynnum við hann. Sama gildir um einhleypa glæsilega vinkonu mína. Sú hefur lítið fyrir því að ná sér í rekkjunauta og þarf reyndar varla að fara úr húsi svo greiðlega berast tilboðin. Því miður eru fjölmörg þeirra frá mönnum í samböndum. Skilaboðin á Facebook og SMS-in hreinlega stoppa ekki og er óhætt að segja að sum þeirra fari langt yfir strikið. Í mínum huga er það einhver mesta óvirðing sem þú getur sýnt maka þínum að halda framhjá honum. Samvistin með öðrum er eitt en svo er það að horfa í augu maka þíns daginn eftir líkt og ekkert hafi í skorist. Faðma börnin og minna þau á að mamma sé best. Þótt skoðunin hafi verið önnur degi fyrr þegar greddan réði för. Sumir bæta ráð sitt en öðrum virðist slétt sama og halda uppteknum hætti. Eftir nokkur ár ímynda ég mér að fleiri muni vera í opnum samböndum. Báðir aðilar vilja eiga þess kost að hitta annað fólk og stunda með því kynlíf. Vinur minn í Bandaríkjunum var í þannig sambandi og setti það ekki einu sinni fyrir sig að vinkonan væri að reyna að eignast barn með sínum manni. Að mörgu leyti er ég nokkuð flippaður en þegar kemur að samböndum er ég í íhaldssamari kantinum. Þegar ég hef stigið skrefið að fara í samband með stelpu hef ég ekki áhuga á að deila henni með öðrum. Gangi sambandið ekki upp er best að ljúka því á heiðarlegan hátt. Svo er hægt að skella sér, með hreina samvisku, aftur á markaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Síðan leiðir skildi hjá mér og minni fyrrverandi hefur lífsmynstrið óhjákvæmilega breyst. Meðal þess sem ég hef rekið mig á er hve margir virðast eiga auðvelt með að halda framhjá. Einleypur vinur minn er vinsæll hjá kvenþjóðinni. Það virðist hins vegar vera til jafns hvort einhleypar konur eða konur í samböndum óska eftir kynnum við hann. Sama gildir um einhleypa glæsilega vinkonu mína. Sú hefur lítið fyrir því að ná sér í rekkjunauta og þarf reyndar varla að fara úr húsi svo greiðlega berast tilboðin. Því miður eru fjölmörg þeirra frá mönnum í samböndum. Skilaboðin á Facebook og SMS-in hreinlega stoppa ekki og er óhætt að segja að sum þeirra fari langt yfir strikið. Í mínum huga er það einhver mesta óvirðing sem þú getur sýnt maka þínum að halda framhjá honum. Samvistin með öðrum er eitt en svo er það að horfa í augu maka þíns daginn eftir líkt og ekkert hafi í skorist. Faðma börnin og minna þau á að mamma sé best. Þótt skoðunin hafi verið önnur degi fyrr þegar greddan réði för. Sumir bæta ráð sitt en öðrum virðist slétt sama og halda uppteknum hætti. Eftir nokkur ár ímynda ég mér að fleiri muni vera í opnum samböndum. Báðir aðilar vilja eiga þess kost að hitta annað fólk og stunda með því kynlíf. Vinur minn í Bandaríkjunum var í þannig sambandi og setti það ekki einu sinni fyrir sig að vinkonan væri að reyna að eignast barn með sínum manni. Að mörgu leyti er ég nokkuð flippaður en þegar kemur að samböndum er ég í íhaldssamari kantinum. Þegar ég hef stigið skrefið að fara í samband með stelpu hef ég ekki áhuga á að deila henni með öðrum. Gangi sambandið ekki upp er best að ljúka því á heiðarlegan hátt. Svo er hægt að skella sér, með hreina samvisku, aftur á markaðinn.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun