Draumakokteill fyrir helgina 1. ágúst 2014 15:30 Rabarbara-kokteillinn lítur vel út. Mynd/Einkasafn Rabarbara-kokteill 2 góðir bátar af lime 1 tsk. hrásykur 1 tsk. ferskur rabarbari 3 cl ljóst romm 6 cl rabarbarasíróp 8 myntulauf Mulinn klaki Toppað með sódavatni Rabarbarasíróp 200 g sykur 100 g vatn 2 stilkar af nýjum rabarbara Smá grenadine Lime og hrásykur er marið saman og svo er rommi og sírópi bætt við ásamt myntulaufunum. Muldum klaka bætt við upp í hálft glas og hrært vel til að leysa upp hrásykurinn og vekja myntuna. Að lokum er sett sódavatn upp í topp á glasinu og smakkað til. Ef hann bragðast frábærlega þá má bæta aðeins meiri klaka út í ef það er pláss og skreyta með fallegri toppmyntu. Rabarbarasíróp Sykur leystur upp í vatni og grenadine. Rabarbari hreinsaður og lagður í pott með sykrinum. Látið malla í góðan hálftíma. Sírópið er svo sigtað og kælt og rabarbarinn tekinn til hliðar til að bæta svo í kokteilinn.Slippurinn.Mynd/EinkasafnKokteillinn kemur frá fjölskyldurekna veitingastaðnum í Vestmannaeyjum sem kallast Slippurinn. „Við köllum okkur íslenskt eldhús því við leggjum mikið upp úr að nota það besta sem íslenskt hráefni, villt og ræktað, hefur upp á að bjóða og nýtum okkur oft gamaldags vinnsluaðferðir á mat. Þetta má líka sjá á skemmtilega kokteilseðlinum okkar því það finnast varla íslenskari kokteilar, við notum blóðberg, hundasúrur, rabbabara, birki, hvönn, kerfil o.s.frv. Við erum með virkilega gott úrval af flöskubjór og oftast eru yfir 20 tegundir af íslenskum bjórum á seðlinum,“ segir Indíana Auðunsdóttir, framkvæmdastýra Slippsins í samtali við Vísi. Eldhúsinu er stjórnað af hinum unga og metnaðarfulla Gísla Matthíasi Auðunssyni. Gísli Matthías útskrifaðist með hæstu einkunn frá Hótel- og matvælaskólaskólanum árið 2011 og hefur síðan þá sótt sér reynslu víða, m.a. í frönsku ölpunum og á stöðunum Skál, Aska, Luksus og Acme í New York. Drykkir Uppskriftir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið
Rabarbara-kokteill 2 góðir bátar af lime 1 tsk. hrásykur 1 tsk. ferskur rabarbari 3 cl ljóst romm 6 cl rabarbarasíróp 8 myntulauf Mulinn klaki Toppað með sódavatni Rabarbarasíróp 200 g sykur 100 g vatn 2 stilkar af nýjum rabarbara Smá grenadine Lime og hrásykur er marið saman og svo er rommi og sírópi bætt við ásamt myntulaufunum. Muldum klaka bætt við upp í hálft glas og hrært vel til að leysa upp hrásykurinn og vekja myntuna. Að lokum er sett sódavatn upp í topp á glasinu og smakkað til. Ef hann bragðast frábærlega þá má bæta aðeins meiri klaka út í ef það er pláss og skreyta með fallegri toppmyntu. Rabarbarasíróp Sykur leystur upp í vatni og grenadine. Rabarbari hreinsaður og lagður í pott með sykrinum. Látið malla í góðan hálftíma. Sírópið er svo sigtað og kælt og rabarbarinn tekinn til hliðar til að bæta svo í kokteilinn.Slippurinn.Mynd/EinkasafnKokteillinn kemur frá fjölskyldurekna veitingastaðnum í Vestmannaeyjum sem kallast Slippurinn. „Við köllum okkur íslenskt eldhús því við leggjum mikið upp úr að nota það besta sem íslenskt hráefni, villt og ræktað, hefur upp á að bjóða og nýtum okkur oft gamaldags vinnsluaðferðir á mat. Þetta má líka sjá á skemmtilega kokteilseðlinum okkar því það finnast varla íslenskari kokteilar, við notum blóðberg, hundasúrur, rabbabara, birki, hvönn, kerfil o.s.frv. Við erum með virkilega gott úrval af flöskubjór og oftast eru yfir 20 tegundir af íslenskum bjórum á seðlinum,“ segir Indíana Auðunsdóttir, framkvæmdastýra Slippsins í samtali við Vísi. Eldhúsinu er stjórnað af hinum unga og metnaðarfulla Gísla Matthíasi Auðunssyni. Gísli Matthías útskrifaðist með hæstu einkunn frá Hótel- og matvælaskólaskólanum árið 2011 og hefur síðan þá sótt sér reynslu víða, m.a. í frönsku ölpunum og á stöðunum Skál, Aska, Luksus og Acme í New York.
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið