Hver á matjurtagarðinn? Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 30. júlí 2014 00:00 Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf, eftir mánaðarfjarveru, að matjurtagarðurinn yrði eitt arfabeð við heimkomu. En samt varð ég rosalega hissa og gat varla trúað því að þetta væri garðurinn okkar. Undir arfahrúgu sást þó glitta í dýrindis grænmeti. Salatið sem kom í ljós reyndist að miklu leyti gult og götótt. Ég hef oft séð grænmeti í búðum og veit þess vegna að það á ekki að líta svona út. Undir einum kálhaus sá ég svo hvar heil sniglaætt hélt mót. Klukkustund leið eins og hálf mínúta meðan ég plokkaði þessi slímugu kvikindi af grænmetinu okkar. OKKAR grænmeti. Sem VIÐ höfðum sáð og gróðursett í byrjun sumars, hlúð að og náttúran sá svo um að vökva meðan við brugðum okkur af landi brott. Viðbjóðslegur, slímugur snigill ullaði á mig og lét sig svo snögglega hverfa inn í hnúðkálið. Ég hryllti mig, hrópaði „ohohoj“ og prísaði mig sæla yfir að vera með hanska. Einn af öðrum fengu sniglarnir að fljúga úr matjurtagarðinum yfir í óræktarbeð, fullt af arfa. Engan mat fyrir þá að fá þar. „Uhuhu ógeeeð!“ hrópaði ég á eftir þeim. Til að niðurlægja þá. Þegar ég kom heim fletti ég upp leiðum til að útrýma þessum viðbjóði. Holótt hnúðkálið ásótti mig og ég sló hratt á lyklaborðið. Bjórgildrur, eggjaskurn og kaffikorgur. Ég leit út um gluggann og lagði á ráðin. Svo, eins klisjukennt og það hljómar, mundi ég eftir dæmisögu um skjaldböku og héra. Sniglar fara nefnilega hægt um, eins og skjaldbökur. Í sögunni gleymdi hérinn sér, ég man ekki hvort hann skellti sér í mánaðarsumarfrí til Bandaríkjanna eða lagði sig bara, en skjaldbakan allavega sigraði kapphlaupið. Ég varð rosalega hugsi yfir þessu. Áttu sniglarnir kannski matjurtagarðinn skilið? Nei, hérinn er mættur aftur til leiks. Maður verður að rækta garðinn sinn, það var líka einhver klár sem sagði það, Esóp eða Oscar Wilde, einhver svoleiðis. Ég hugsa að ég haldi áfram baráttu minni gegn arfa og sniglum, en ég sleppi því kannski að hrópa fúkyrði á eftir þeim þegar þeir fá að fljúga yfir í óræktina. Það eru óþarfaleiðindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf, eftir mánaðarfjarveru, að matjurtagarðurinn yrði eitt arfabeð við heimkomu. En samt varð ég rosalega hissa og gat varla trúað því að þetta væri garðurinn okkar. Undir arfahrúgu sást þó glitta í dýrindis grænmeti. Salatið sem kom í ljós reyndist að miklu leyti gult og götótt. Ég hef oft séð grænmeti í búðum og veit þess vegna að það á ekki að líta svona út. Undir einum kálhaus sá ég svo hvar heil sniglaætt hélt mót. Klukkustund leið eins og hálf mínúta meðan ég plokkaði þessi slímugu kvikindi af grænmetinu okkar. OKKAR grænmeti. Sem VIÐ höfðum sáð og gróðursett í byrjun sumars, hlúð að og náttúran sá svo um að vökva meðan við brugðum okkur af landi brott. Viðbjóðslegur, slímugur snigill ullaði á mig og lét sig svo snögglega hverfa inn í hnúðkálið. Ég hryllti mig, hrópaði „ohohoj“ og prísaði mig sæla yfir að vera með hanska. Einn af öðrum fengu sniglarnir að fljúga úr matjurtagarðinum yfir í óræktarbeð, fullt af arfa. Engan mat fyrir þá að fá þar. „Uhuhu ógeeeð!“ hrópaði ég á eftir þeim. Til að niðurlægja þá. Þegar ég kom heim fletti ég upp leiðum til að útrýma þessum viðbjóði. Holótt hnúðkálið ásótti mig og ég sló hratt á lyklaborðið. Bjórgildrur, eggjaskurn og kaffikorgur. Ég leit út um gluggann og lagði á ráðin. Svo, eins klisjukennt og það hljómar, mundi ég eftir dæmisögu um skjaldböku og héra. Sniglar fara nefnilega hægt um, eins og skjaldbökur. Í sögunni gleymdi hérinn sér, ég man ekki hvort hann skellti sér í mánaðarsumarfrí til Bandaríkjanna eða lagði sig bara, en skjaldbakan allavega sigraði kapphlaupið. Ég varð rosalega hugsi yfir þessu. Áttu sniglarnir kannski matjurtagarðinn skilið? Nei, hérinn er mættur aftur til leiks. Maður verður að rækta garðinn sinn, það var líka einhver klár sem sagði það, Esóp eða Oscar Wilde, einhver svoleiðis. Ég hugsa að ég haldi áfram baráttu minni gegn arfa og sniglum, en ég sleppi því kannski að hrópa fúkyrði á eftir þeim þegar þeir fá að fljúga yfir í óræktina. Það eru óþarfaleiðindi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun