Fundu út að Marteinn var ekki pervert Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 00:01 María Birta og Ólafur Darri „Þau eru bara frábær, alveg æðisleg,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um hljómsveitina Samaris en hann leikstýrði nýjasta tónlistarmyndbandi þeirra sem verður frumsýnt á mánudaginn. „Þau gerðu tónlistina fyrir myndina mína XL og þá töluðum við um að ég myndi gera vídeó fyrir þau í staðinn,“ segir Marteinn. „Þetta er svipuð pæling og í XL, bara aðeins póetískari. Maður er líka að reyna að fanga sama tón og andrúmsloft og er í tónlistinni.“ Með aðalhlutverk í tónlistarmyndbandinu fara þau Ólafur Darri Ólafsson og María Birta en þau fóru einmitt með aðalhlutverk í XL. „Mig langaði að halda áfram með ljósmyndapælinguna sem ég og tökumaðurinn vorum með fyrir XL,“ segir leikstjórinn. „Lokapartísenan í myndinni var öll tekin sem ljósmyndir og tónlistarmyndbandið er líka þannig.“ Marteinn segir samstarfið við Samaris hafa gengið einstaklega vel en lagið Brennur stjarna sem tónlistarmyndbandið er við er einmitt lokalagið í XL. „Það er miklu meiri tónlist frá þeim í myndinni en átti upphaflega að vera, hún blandast mjög vel við tónlistina hjá Önnu,“ segir Marteinn en Anna Þorvalds sá um tónlistina samhliða Samaris. „Á meðan Anna er kaldari og myrkari þá eru krakkarnir mun hýrri og angurværri þannig að þetta voru frábærar andstæður.“ Marteinn segist hafa heyrt fyrst tónlist Samaris á Rás 1 þegar þau voru nýbúin að vinna Músíktilraunir og var leikstjórinn þá að vinna í handritinu að XL og fannst tónlistin passa vel við. „Við hittumst á Hressó og spjölluðum saman og svo þegar þau komust að því að ég væri ekki einhver pervert þá leist þeim ágætlega á þetta,“ segir Marteinn og hlær en tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á mánudaginn á heimasíðunni Clashmusic.com. „Þetta var voða rólegur og þægilegur tökudagur, enda myndbandið að mestu skotið heima hjá Marteini eða í kringum húsið hans. Þetta var ekki jafn stressandi og þegar við vorum að mynda XL,“ segir María Birta um tökurnar. „Mér finnst alltaf yndislegt að hanga með Matta, Ólafi Darra og Tönju, svo þetta var bara mjög skemmtilegur dagur. Ég er ekki búin að sjá myndbandið sjálf, en ég treysti Matta. Ef ég þekki hann rétt er myndbandið mjög listrænt og dimmt. Ég er spennt að sjá afraksturinn.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Þau eru bara frábær, alveg æðisleg,“ segir leikstjórinn Marteinn Þórsson um hljómsveitina Samaris en hann leikstýrði nýjasta tónlistarmyndbandi þeirra sem verður frumsýnt á mánudaginn. „Þau gerðu tónlistina fyrir myndina mína XL og þá töluðum við um að ég myndi gera vídeó fyrir þau í staðinn,“ segir Marteinn. „Þetta er svipuð pæling og í XL, bara aðeins póetískari. Maður er líka að reyna að fanga sama tón og andrúmsloft og er í tónlistinni.“ Með aðalhlutverk í tónlistarmyndbandinu fara þau Ólafur Darri Ólafsson og María Birta en þau fóru einmitt með aðalhlutverk í XL. „Mig langaði að halda áfram með ljósmyndapælinguna sem ég og tökumaðurinn vorum með fyrir XL,“ segir leikstjórinn. „Lokapartísenan í myndinni var öll tekin sem ljósmyndir og tónlistarmyndbandið er líka þannig.“ Marteinn segir samstarfið við Samaris hafa gengið einstaklega vel en lagið Brennur stjarna sem tónlistarmyndbandið er við er einmitt lokalagið í XL. „Það er miklu meiri tónlist frá þeim í myndinni en átti upphaflega að vera, hún blandast mjög vel við tónlistina hjá Önnu,“ segir Marteinn en Anna Þorvalds sá um tónlistina samhliða Samaris. „Á meðan Anna er kaldari og myrkari þá eru krakkarnir mun hýrri og angurværri þannig að þetta voru frábærar andstæður.“ Marteinn segist hafa heyrt fyrst tónlist Samaris á Rás 1 þegar þau voru nýbúin að vinna Músíktilraunir og var leikstjórinn þá að vinna í handritinu að XL og fannst tónlistin passa vel við. „Við hittumst á Hressó og spjölluðum saman og svo þegar þau komust að því að ég væri ekki einhver pervert þá leist þeim ágætlega á þetta,“ segir Marteinn og hlær en tónlistarmyndbandið verður frumsýnt á mánudaginn á heimasíðunni Clashmusic.com. „Þetta var voða rólegur og þægilegur tökudagur, enda myndbandið að mestu skotið heima hjá Marteini eða í kringum húsið hans. Þetta var ekki jafn stressandi og þegar við vorum að mynda XL,“ segir María Birta um tökurnar. „Mér finnst alltaf yndislegt að hanga með Matta, Ólafi Darra og Tönju, svo þetta var bara mjög skemmtilegur dagur. Ég er ekki búin að sjá myndbandið sjálf, en ég treysti Matta. Ef ég þekki hann rétt er myndbandið mjög listrænt og dimmt. Ég er spennt að sjá afraksturinn.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira