Flugeldasýning á Hlíðarenda Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. júlí 2014 12:00 Snæbjörn Ragnarsson og félagar hans í Skálmöld ætla að rokka feitt. Vísir/Stefán „Nú á að kýla á þetta, við erum allir svo reiðir yfir því að þetta gekk ekki upp að við höfum ákveðið að snúa bökum saman og kýla á þetta,“ segir Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar en nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast á stórtónleikum í Vodafonehöllinni í september en tónleikarnir kallast Rokkjötnar 2014. Tónleikar undir sömu yfirskrift fóru fram árið 2012 og vöktu mikla lukku en því miður gekk ekki að halda tónleikana í fyrra. „Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögulega innkomu til þess að ná endum saman,“ segir Snæbjörn en hann lofar rosalegum tónleikum. „Við höfum pantað flottasta hljóðkerfi landsins, öll ljós landsins og svo verður flugeldsýning, við erum ekki að spila þetta seif en er ekkert rokk í því að gera hlutina seif,“ segir Snæbjörn og hlær.Hljómsveitin Brain Police kemur fram á tónleikunum.Vísir/VilhelmTónleikarnir sem fram fara 27. september, hefjast klukkan 15.45, er það ekki fullsnemmt fyrir þungarokk? „Þetta er svo mikil og löng veisla að við verðum að byrja snemma, við leyfum líka öllum að koma, það er að segja ef að krakkar eru í fylgd með forráðamönnum,“ segir Snæbjörn. Spurður út í hvort að rokksveitirnar ætli að rokka saman á sviðinu, segir Snæbjörn það geta verið. „Menn hafa pískrað um það í sitt í hvoru horninu um að ákveðin bönd spili saman. Það er samt komin pínu kappsemi í sveitirnar, menn vilja vera bestir og flottastir, þetta verður smá rokkkeppni.“ Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn á midi.is.Á tónleikunum koma fram:SkálmöldDIMMASÓLSTAFIRBrain PoliceBeneathStrigaskór nr. 42In MemoriamMelrakkar Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Nú á að kýla á þetta, við erum allir svo reiðir yfir því að þetta gekk ekki upp að við höfum ákveðið að snúa bökum saman og kýla á þetta,“ segir Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar en nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast á stórtónleikum í Vodafonehöllinni í september en tónleikarnir kallast Rokkjötnar 2014. Tónleikar undir sömu yfirskrift fóru fram árið 2012 og vöktu mikla lukku en því miður gekk ekki að halda tónleikana í fyrra. „Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögulega innkomu til þess að ná endum saman,“ segir Snæbjörn en hann lofar rosalegum tónleikum. „Við höfum pantað flottasta hljóðkerfi landsins, öll ljós landsins og svo verður flugeldsýning, við erum ekki að spila þetta seif en er ekkert rokk í því að gera hlutina seif,“ segir Snæbjörn og hlær.Hljómsveitin Brain Police kemur fram á tónleikunum.Vísir/VilhelmTónleikarnir sem fram fara 27. september, hefjast klukkan 15.45, er það ekki fullsnemmt fyrir þungarokk? „Þetta er svo mikil og löng veisla að við verðum að byrja snemma, við leyfum líka öllum að koma, það er að segja ef að krakkar eru í fylgd með forráðamönnum,“ segir Snæbjörn. Spurður út í hvort að rokksveitirnar ætli að rokka saman á sviðinu, segir Snæbjörn það geta verið. „Menn hafa pískrað um það í sitt í hvoru horninu um að ákveðin bönd spili saman. Það er samt komin pínu kappsemi í sveitirnar, menn vilja vera bestir og flottastir, þetta verður smá rokkkeppni.“ Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn á midi.is.Á tónleikunum koma fram:SkálmöldDIMMASÓLSTAFIRBrain PoliceBeneathStrigaskór nr. 42In MemoriamMelrakkar
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira