Vonskuveður setti strik í listsköpunina Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2014 09:30 Verk Kristínar Þorláksdóttur og Ýmis Grönvold kallast Afapollur og er á húsvegg við höfnina í Vestmannaeyjum. mynd/Laufey Konný Guðjónsdóttir „Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir. Veður Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
„Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir.
Veður Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira